Bíó og sjónvarp

Fyrsta stikla næstu Avatar loksins birt

Samúel Karl Ólason skrifar
avatar

Eftir margra ára framleiðslu er loksins búið að birta fyrstu stiklu næstu Avatar-kvikmyndarinnar. Hún heitir Avatar: The Way of Water og fjallar um Jake, Neytiri, börn þeirra og baráttu íbúa Pandora gegn mönnum.

Til stendur að frumsýna myndina í desember á þessu ári. Upprunalega átti þó að gera það árið 2014, svo framleiðslan hefur undið upp á sig.

Auk The Way of Water vinnur James Cameron og hans fólk að framleiðslu fleiri kvikmynda

Zoe Saldana, Sam Worthington, Stephen Lang, Giovanni Ribisi og CCH Pounder eru í aðalhlutverkum myndarinnar, auk þeirra Kate Winslet; Jemaine Clement, Cliff Curtis, Edie Falco, Vin Diesel, Oona Champlin og Sigourney Weaver, sem lék einnig í fyrstu myndinni. Persóna hennar dó þó og hún á að leika aðra persónu að þessu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.