Aldís Ásta: Ég vil taka ábyrgð Árni Gísli Magnússon skrifar 9. maí 2022 20:15 Aldís Ásta átti frábæran leik. Vísir/Hulda Margrét Aldís Ásta Heimisdóttir, leikmaður KA/Þór, skoraði sex mörk og átti flottan leik þegar KA/Þór jafnaði undanúrslitaeinvígi sitt við við Val með 26-23 sigri. Liðin hafa nú bæði unnið einn leik en þrjá þarf til þess að komast í úrslitaeinvígið. Hvernig er tilfinningin eftir leik? „Hún er bara ótrúlega góð, ótrúlega gott að klára þetta. Mér fannst þetta samt svona óþarflega spennandi á lokametrunum en bara geggjað að klára þetta á heimavelli.” KA/Þór komst sjö mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Valskonur unnu sig inn í leikinn og minnkuðu muninn í aðeins tvö mörk og ekkert gekk hjá heimakonum að skora. Hvað gerðist í sóknarleiknum á þessu tímabili? „Ég held að við förum bara að sækja alltof mikið inn á miðju, við förum stundum í það, sem við eigum bara ekki að gera, við eigum að keyra á breiddina en ekki fara svona mikið inn á miðju og mér fannst það eiginlega bara vera það, sóknarleikurinn of stirður.” Aldís var áræðin í sóknarleikum og reið á vaðið þegar mest á þurfti. „Ég vil taka ábyrgð og svo finnur maður bara svo ógeðslega mikið extra frá þessum áhorfendum, bara troðfullt KA-heimili og það er bara geggjað.” „Það er bara sturlað, þetta er bara draumur að fá að spila svona fyrir þessa áhorfendur, bara geggjað, og þessir sem eru í trommusveitinni eru bara alltaf tilbúnir, alltaf komnir hérna hálftíma, 40 mínútum fyrir leik, áður en við erum byrjaðar að hita upp og þeir eru bara geggjaðir,” sagði Aldís um stuðningsmenn KA/Þór en mikil læti voru í húsinu löngu fyrir leik og út allan leikinn. Með sigrinum hefur liðið tryggt sér annan leik í KA-heimilinu eftir að liðið fer suður í Origo höllina og Aldís er ekki síður spennt fyrir næsta heimaleik. „Verður miklu meiri geðveiki og ég held að það verði miklu fleiri þannig þetta verður bara geggjað.” Varnarleikur KA/Þór var frábær í fyrri hálfleik þar sem leikmenn Vals komust hvorki lönd né strönd. Var mikið verið að fara yfir varnarfærslur og annað slíkt fyrir leikinn? „Já við vorum alveg að gera það sko og Martha er hérna bara alveg trítilóð í vörninni og það gefur manni alveg extra kraft að hafa hana svona þannig að já við vorum bara alveg ógeðslega þéttar,” sagði Aldís að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Valur 26-23 | Allt jafnt í einvíginu Íslandsmeistarar KA/Þórs jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór var mest sjö mörkum yfir en vann á endanum sannfærandi þriggja marka sigur, lokatölur 26-23. Staðan í einvíginu því orðin 1-1. 9. maí 2022 19:30 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Hvernig er tilfinningin eftir leik? „Hún er bara ótrúlega góð, ótrúlega gott að klára þetta. Mér fannst þetta samt svona óþarflega spennandi á lokametrunum en bara geggjað að klára þetta á heimavelli.” KA/Þór komst sjö mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Valskonur unnu sig inn í leikinn og minnkuðu muninn í aðeins tvö mörk og ekkert gekk hjá heimakonum að skora. Hvað gerðist í sóknarleiknum á þessu tímabili? „Ég held að við förum bara að sækja alltof mikið inn á miðju, við förum stundum í það, sem við eigum bara ekki að gera, við eigum að keyra á breiddina en ekki fara svona mikið inn á miðju og mér fannst það eiginlega bara vera það, sóknarleikurinn of stirður.” Aldís var áræðin í sóknarleikum og reið á vaðið þegar mest á þurfti. „Ég vil taka ábyrgð og svo finnur maður bara svo ógeðslega mikið extra frá þessum áhorfendum, bara troðfullt KA-heimili og það er bara geggjað.” „Það er bara sturlað, þetta er bara draumur að fá að spila svona fyrir þessa áhorfendur, bara geggjað, og þessir sem eru í trommusveitinni eru bara alltaf tilbúnir, alltaf komnir hérna hálftíma, 40 mínútum fyrir leik, áður en við erum byrjaðar að hita upp og þeir eru bara geggjaðir,” sagði Aldís um stuðningsmenn KA/Þór en mikil læti voru í húsinu löngu fyrir leik og út allan leikinn. Með sigrinum hefur liðið tryggt sér annan leik í KA-heimilinu eftir að liðið fer suður í Origo höllina og Aldís er ekki síður spennt fyrir næsta heimaleik. „Verður miklu meiri geðveiki og ég held að það verði miklu fleiri þannig þetta verður bara geggjað.” Varnarleikur KA/Þór var frábær í fyrri hálfleik þar sem leikmenn Vals komust hvorki lönd né strönd. Var mikið verið að fara yfir varnarfærslur og annað slíkt fyrir leikinn? „Já við vorum alveg að gera það sko og Martha er hérna bara alveg trítilóð í vörninni og það gefur manni alveg extra kraft að hafa hana svona þannig að já við vorum bara alveg ógeðslega þéttar,” sagði Aldís að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Valur 26-23 | Allt jafnt í einvíginu Íslandsmeistarar KA/Þórs jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór var mest sjö mörkum yfir en vann á endanum sannfærandi þriggja marka sigur, lokatölur 26-23. Staðan í einvíginu því orðin 1-1. 9. maí 2022 19:30 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Valur 26-23 | Allt jafnt í einvíginu Íslandsmeistarar KA/Þórs jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór var mest sjö mörkum yfir en vann á endanum sannfærandi þriggja marka sigur, lokatölur 26-23. Staðan í einvíginu því orðin 1-1. 9. maí 2022 19:30