EBU slær aftur á hendur íslenska hópsins Eiður Þór Árnason skrifar 9. maí 2022 23:33 Íslenska atriðið hefur gert gott mót í Tórinó. Íslenski Eurovision-hópurinn fékk tilmæli frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir dómararennslið í dag þar sem athugasemd var gerð við að flytjendurnir hafi lýst yfir stuðningi við Úkraínu í lok flutningsins. Mistök sem gerð voru við hljóðblöndun atriðisins út í sal gerðu það að verkum að óvenjulítið heyrðist í söngkonunum Siggu, Betu og Elínu í PalaOlimpico-höllinni. EBU hefur þó staðfest að útsending til dómnefnda hafi verið með eðlilegu hljóði. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá mistökunum. Dómararennslið skiptir mjög miklu máli fyrir íslenska atriðið en stig dómnefnda gilda til helmings á móti atkvæðum áhorfenda í undanúrslitakvöldinu á morgun þar sem í ljós kemur hvort Systur komist áfram á úrslitakvöldið á laugardag. Sögðust standa með Úkraínu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem EBU gerir athugasemd við atriðið en í lok annarrar æfingar systranna á Eurovision-sviðinu á mánudag kölluðu Sigga, Beta og Elín „Slava Ukraini“ eða „Dýrð sé Úkraínu“ til stuðnings úkraínsku þjóðinni. Stjórnendum keppninnar þótti setningin vera of pólitísk fyrir Eurovision og var því mælst til þess að orðin yrðu ekki látin falla í útsendingu keppninnar. „Við skildum það þannig að við mættum samt sem áður lýsa yfir stuðningi við Úkraínu, eins og þær gerðu í kvöld. Eftir æfinguna fengum við tilmæli frá EBU um að gera það ekki,“ segir Rúnar Freyr. Í þetta skiptið sögðu systurnar „We love you and stand with you Ukraine” eða „Við elskum ykkur og stöndum með þér Úkraína“ um leið og þær luku flutningi sínum. Eurovision hefur birt syrpu með brotum úr dómararennslum kvöldsins. Íslenska atriðið sést þegar 38 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Fá sérstaka æfingu á morgun „Það klikkaði hljóðblöndunin í salnum, það heyrðist mjög lítið í aðalröddinni í laginu og í laglínunni en það var líka eitthvað í inear-búnaðinum sem gerði það að verkum að stelpurnar heyrðu ekki í hver annarri. Þetta var náttúrulega bagalegt en við fengum svo staðfestingu á því að hljóðið sem fór út í útsendingunni til allra dómnefndanna í Evrópu var alveg tiptop,“ segir Rúnar Freyr. Íslenski hópurinn hafi bæði fengið þetta staðfest frá fulltrúum EBU og öðrum sem hafi hlustað á útsendinguna. Rúnar Freyr bætir við að tæknifólk hafi viðurkennt mistökin og EBU því boðið flytjendunum að mæta á sérstaka inear-æfingu á morgun þar sem gengið verði úr skugga um að búnaðurinn sem systurnar nota til að heyra í hvor annarri á sviðinu virki sem skyldi. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Mistök sem gerð voru við hljóðblöndun atriðisins út í sal gerðu það að verkum að óvenjulítið heyrðist í söngkonunum Siggu, Betu og Elínu í PalaOlimpico-höllinni. EBU hefur þó staðfest að útsending til dómnefnda hafi verið með eðlilegu hljóði. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá mistökunum. Dómararennslið skiptir mjög miklu máli fyrir íslenska atriðið en stig dómnefnda gilda til helmings á móti atkvæðum áhorfenda í undanúrslitakvöldinu á morgun þar sem í ljós kemur hvort Systur komist áfram á úrslitakvöldið á laugardag. Sögðust standa með Úkraínu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem EBU gerir athugasemd við atriðið en í lok annarrar æfingar systranna á Eurovision-sviðinu á mánudag kölluðu Sigga, Beta og Elín „Slava Ukraini“ eða „Dýrð sé Úkraínu“ til stuðnings úkraínsku þjóðinni. Stjórnendum keppninnar þótti setningin vera of pólitísk fyrir Eurovision og var því mælst til þess að orðin yrðu ekki látin falla í útsendingu keppninnar. „Við skildum það þannig að við mættum samt sem áður lýsa yfir stuðningi við Úkraínu, eins og þær gerðu í kvöld. Eftir æfinguna fengum við tilmæli frá EBU um að gera það ekki,“ segir Rúnar Freyr. Í þetta skiptið sögðu systurnar „We love you and stand with you Ukraine” eða „Við elskum ykkur og stöndum með þér Úkraína“ um leið og þær luku flutningi sínum. Eurovision hefur birt syrpu með brotum úr dómararennslum kvöldsins. Íslenska atriðið sést þegar 38 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Fá sérstaka æfingu á morgun „Það klikkaði hljóðblöndunin í salnum, það heyrðist mjög lítið í aðalröddinni í laginu og í laglínunni en það var líka eitthvað í inear-búnaðinum sem gerði það að verkum að stelpurnar heyrðu ekki í hver annarri. Þetta var náttúrulega bagalegt en við fengum svo staðfestingu á því að hljóðið sem fór út í útsendingunni til allra dómnefndanna í Evrópu var alveg tiptop,“ segir Rúnar Freyr. Íslenski hópurinn hafi bæði fengið þetta staðfest frá fulltrúum EBU og öðrum sem hafi hlustað á útsendinguna. Rúnar Freyr bætir við að tæknifólk hafi viðurkennt mistökin og EBU því boðið flytjendunum að mæta á sérstaka inear-æfingu á morgun þar sem gengið verði úr skugga um að búnaðurinn sem systurnar nota til að heyra í hvor annarri á sviðinu virki sem skyldi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira