Átök um hvort byggja eigi í hrauninu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. maí 2022 23:01 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum vill láta kanna hvort íbúar í Vestmannaeyjum vilji láta byggja á hrauntungu við hafnarsvæðið í miðbænum. Arnar Sigurmundsson fyrrverandi viðlagastjóri bæjarins segir það alls ekki ráðlegt. Vísir/Bjarni Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir mikla ásókn í lóðir og því sé verið að kanna möguleika á að fjarlægja hluta af hrauni við hafnarsvæðið og byggja þar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs segir of marga vankanta á hugmyndinni. Verið er að skoða möguleika á að endurheimta byggingarland sem lenti undir hrauni í Heimeyjargosinu í Vestmannaeyjum 1973. Hraunið stendur nálægt höfninni en það tók á sínum tíma með sér 30-40 hús á svæðinu. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir skorta nýtt byggingarland. „Við erum að skoða þetta svæði. Einn þriðji af eyjunni er nýtt hraun og við eigum ekki mikið landsvæði og það er mikil ásókn í lóðir hér niðri í bæ. Við viljum skoða hvort það sé vilji fyrir því að byggja þarna og fá lóðir. Það er þó með því skilyrði að það fari í íbúakosningu fyrst þar sem bæjarbúar verða spurðir hvort þeir vilji hrófla við hrauninu,“ segir Íris. Málið hefur valdið nokkrum titringi í bænum en hópur Eyjamanna hvetur til að mynda bæjarstjórnina til að láta af öllum áformum um að halda áfram að skoða reitinn á fréttavefnum eyjar.net. Arnar Sigurmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs er alfarið á móti byggingum á reitnum. „Þetta er ekki pólitískt mál í eðli sínu. Ég held að þetta sé fólk sem búið er að vera skamman tíma í pólitík það getur haft svona hugmyndir. En raunveruleikinn er annar. Þegar spurt er hver á að borga er það sveitarfélagið eða þeir sem fá lóðir og hvað með breytt útlit hérna, mitt svar er nei,“ segir Arnar sem telur einnig of dýrt að gera hraunið tilbúið undir byggingarland. Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Verið er að skoða möguleika á að endurheimta byggingarland sem lenti undir hrauni í Heimeyjargosinu í Vestmannaeyjum 1973. Hraunið stendur nálægt höfninni en það tók á sínum tíma með sér 30-40 hús á svæðinu. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir skorta nýtt byggingarland. „Við erum að skoða þetta svæði. Einn þriðji af eyjunni er nýtt hraun og við eigum ekki mikið landsvæði og það er mikil ásókn í lóðir hér niðri í bæ. Við viljum skoða hvort það sé vilji fyrir því að byggja þarna og fá lóðir. Það er þó með því skilyrði að það fari í íbúakosningu fyrst þar sem bæjarbúar verða spurðir hvort þeir vilji hrófla við hrauninu,“ segir Íris. Málið hefur valdið nokkrum titringi í bænum en hópur Eyjamanna hvetur til að mynda bæjarstjórnina til að láta af öllum áformum um að halda áfram að skoða reitinn á fréttavefnum eyjar.net. Arnar Sigurmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs er alfarið á móti byggingum á reitnum. „Þetta er ekki pólitískt mál í eðli sínu. Ég held að þetta sé fólk sem búið er að vera skamman tíma í pólitík það getur haft svona hugmyndir. En raunveruleikinn er annar. Þegar spurt er hver á að borga er það sveitarfélagið eða þeir sem fá lóðir og hvað með breytt útlit hérna, mitt svar er nei,“ segir Arnar sem telur einnig of dýrt að gera hraunið tilbúið undir byggingarland.
Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira