Íslenska karlalandsliðið spilar við slakasta landslið heims í stað Rússa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2022 10:34 Bræðurnir Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen fagna marki sem þeir bjuggu til saman í leik með íslenska landsliðinu. AP/Brynjar Gunnarsson Knattspyrnusamband Íslands hefur fundið vináttulandsleik fyrir karlalandsliðið sem kemur í stað leiksins á móti Rússum í Þjóðadeildinni. KSÍ staðfestir á heimasíðu sinni í dag að A landslið karla muni leika vináttuleik gegn San Marínó þann 9. júní næstkomandi og fer leikurinn fram á þjóðarleikvangi San Marínó í Serravalle. Leikur San Marínó og Íslands kemur í stað leiks íslenska liðsins við Rússland í B-deild Þjóðadeildar UEFA, sem fara átti fram 10. júní, en eins og fram hefur komið þá hefur UEFA ákveðið að engir leikir Rússlands í keppninni fari fram. Jafnframt hefur UEFA ákveðið að lið Rússa muni falla í C-deild Þjóðadeildarinnar þannig að ekkert hinna liðanna þriggja í riðlinum (Ísland, Ísrael, Albanía) getur fallið. Íslenska liðið leikur því þrjá leiki í Þjóðadeildinni í júní, auk vináttuleiksins við San Marínó. Fyrsti Þjóðadeildarleikurinn er gegn Ísrael ytra 2. júní, annar leikurinn er gegn Albaníu á Laugardalsvelli 6. júní og sá þriðji gegn Ísrael í Laugardalnum 13. júní. Miðasala á heimaleikina tvo mun opna fljótlega. Ísland og San Marínó hafa ekki mæst áður í A landsliðum karla. Íslenska liðið hefur mætt Albaníu sjö sinnum og Ísrael þrisvar sinnum. San Marínó er eins og er í 211. og neðsta sæti styrkleikalista FIFA og er því slakasta landslið heims. Næst á undan San Marínó eru landslið Angvilla og Bresku Jómfrúaeyja í Karíbahafi. Íslenska landsliðið er sem stendur í 63. sæti heimslistans. Ísland og San Marínó hafa ekki mæst áður í A landsliðum karla. https://t.co/Qx6vLei1Rk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 11, 2022 Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
KSÍ staðfestir á heimasíðu sinni í dag að A landslið karla muni leika vináttuleik gegn San Marínó þann 9. júní næstkomandi og fer leikurinn fram á þjóðarleikvangi San Marínó í Serravalle. Leikur San Marínó og Íslands kemur í stað leiks íslenska liðsins við Rússland í B-deild Þjóðadeildar UEFA, sem fara átti fram 10. júní, en eins og fram hefur komið þá hefur UEFA ákveðið að engir leikir Rússlands í keppninni fari fram. Jafnframt hefur UEFA ákveðið að lið Rússa muni falla í C-deild Þjóðadeildarinnar þannig að ekkert hinna liðanna þriggja í riðlinum (Ísland, Ísrael, Albanía) getur fallið. Íslenska liðið leikur því þrjá leiki í Þjóðadeildinni í júní, auk vináttuleiksins við San Marínó. Fyrsti Þjóðadeildarleikurinn er gegn Ísrael ytra 2. júní, annar leikurinn er gegn Albaníu á Laugardalsvelli 6. júní og sá þriðji gegn Ísrael í Laugardalnum 13. júní. Miðasala á heimaleikina tvo mun opna fljótlega. Ísland og San Marínó hafa ekki mæst áður í A landsliðum karla. Íslenska liðið hefur mætt Albaníu sjö sinnum og Ísrael þrisvar sinnum. San Marínó er eins og er í 211. og neðsta sæti styrkleikalista FIFA og er því slakasta landslið heims. Næst á undan San Marínó eru landslið Angvilla og Bresku Jómfrúaeyja í Karíbahafi. Íslenska landsliðið er sem stendur í 63. sæti heimslistans. Ísland og San Marínó hafa ekki mæst áður í A landsliðum karla. https://t.co/Qx6vLei1Rk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 11, 2022
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira