HM-hótel í Katar banna samkynhneigðum að koma Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2022 08:00 Litríkir stuðningsmenn frá öllum þjóðum hafa ávallt sett sterkan svip á HM í fótbolta. Getty/Matthew Ashton Nokkur af hótelunum sem taka á móti gestum á HM karla í fótbolta í Katar í lok árs banna samkynhneigðum að koma. Fjöldi þeirra gerir þá kröfu að gestir „sýni“ ekki að þeir séu samkynhneigðir. Þetta er niðurstaða rannsóknar norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR sem undir dulnefni höfðu samband við öll hótelin sem gefin eru upp sem sérstök HM-hótel á heimasíðu FIFA. Þrjú af 69 hótelum gáfu það svar að samkynhneigð pör mættu ekki bóka herbergi. Tuttugu til viðbótar svöruðu því til að ekki mætti „sýna“ samkynhneigð. Svona hljóðaði til að mynda eitt svarið: „Við dæmum ekki en… Ef þú farðar þig og klæðir þig eins og samkynhneigður þá gengur það í bága við stefnu landsins og stjórnvalda. En hvað hótelið okkar varðar þá er þetta í lagi ef þú klæðir þig á viðeigandi hátt og sýnir ekki kynferðislega hegðun eða kelar á almannafæri.“ FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur áður verið gagnrýnt fyrir að halda stærsta íþróttaviðburð ársins í landi þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Samkynhneigð er bönnuð í Katar en FIFA gaf út að tryggt yrði að allir yrðu boðnir velkomnir á HM sem í fyrsta sinn fer fram að vetri til vegna veðurfars í Katar. FIFA svaraði ekki spurningum um hótelin „FIFA er sannfært um að allar nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar til að LGBTQI aðdáendur og aðrir geti notið mótsins á vinalegan og öruggan hátt,“ segir í svari FIFA til SVT en þar er engu svarað varðandi hótelin sem banna samkynhneigðum að koma eða setja þeim skorður. Håkan Sjöstrand, framkvæmdastjóri sænska knattspyrnusambandsins, segir málið algjörlega óásættanlegt og mun hann ræða það við FIFA og gestgjafa HM. „Maður er búinn að gefa það út að öllum eigi að líða eins og að þeir séu velkomnir en þetta sýnir að það getur ekki öllum liðið þannig. Þetta munum við benda á og þrýsta á viðbrögð,“ sagði Sjöstrand. Fótbolti HM 2022 í Katar Hinsegin Katar Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknar norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR sem undir dulnefni höfðu samband við öll hótelin sem gefin eru upp sem sérstök HM-hótel á heimasíðu FIFA. Þrjú af 69 hótelum gáfu það svar að samkynhneigð pör mættu ekki bóka herbergi. Tuttugu til viðbótar svöruðu því til að ekki mætti „sýna“ samkynhneigð. Svona hljóðaði til að mynda eitt svarið: „Við dæmum ekki en… Ef þú farðar þig og klæðir þig eins og samkynhneigður þá gengur það í bága við stefnu landsins og stjórnvalda. En hvað hótelið okkar varðar þá er þetta í lagi ef þú klæðir þig á viðeigandi hátt og sýnir ekki kynferðislega hegðun eða kelar á almannafæri.“ FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur áður verið gagnrýnt fyrir að halda stærsta íþróttaviðburð ársins í landi þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Samkynhneigð er bönnuð í Katar en FIFA gaf út að tryggt yrði að allir yrðu boðnir velkomnir á HM sem í fyrsta sinn fer fram að vetri til vegna veðurfars í Katar. FIFA svaraði ekki spurningum um hótelin „FIFA er sannfært um að allar nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar til að LGBTQI aðdáendur og aðrir geti notið mótsins á vinalegan og öruggan hátt,“ segir í svari FIFA til SVT en þar er engu svarað varðandi hótelin sem banna samkynhneigðum að koma eða setja þeim skorður. Håkan Sjöstrand, framkvæmdastjóri sænska knattspyrnusambandsins, segir málið algjörlega óásættanlegt og mun hann ræða það við FIFA og gestgjafa HM. „Maður er búinn að gefa það út að öllum eigi að líða eins og að þeir séu velkomnir en þetta sýnir að það getur ekki öllum liðið þannig. Þetta munum við benda á og þrýsta á viðbrögð,“ sagði Sjöstrand.
Fótbolti HM 2022 í Katar Hinsegin Katar Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira