Ágúst: Kraftur í þessu og þetta var góður handboltaleikur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. maí 2022 20:03 Ágúst var sáttur með sigurinn. Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst liðið bara sýna mikinn karakter,“ sagði sigurreifur Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir fjögurra marka sigur liðsins gegn KA/Þór í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. „Það var á brattann að sækja bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik. Við vorum eiginlega búin að ná þessu í hálfleik en gerum okkur svo sekar um mikið af tæknifeilum á fyrstu mínútunum í seinni hálfleik. En það var mikill karakter og öflug liðsheild sem skóp þennan sigur.“ Valskonur byrjuðu leikinn illa og lentu 7-1 undir snemma leiks. Ágúst segir liðið einfaldlega ekki hafa mætt tilbúið til leiks. „Við vorum bara ekki tilbúin, því miður. Við vorum staðar, gerum tæknifeila og hlaupum illa til baka og þær bara keyra á okkur og fengu galopin færi hvað eftir annað. En við náðum svo að þétta aðeins raðirnar og koma okkur hægt og rólega inn í leikinn.“ „Ég ætla að vona að þetta sé ekki eitthvað andlegt þegar við erum komin í undanúrslit. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir. Það eru mikil meiðsli í liðinu en þær sýndu það í seinni hálfleik að karakterinn er mikill. Við spiluðum á mörgum leikmönnum og það var mikil orka seinustu 15 mínúturnar. En mér fannst leikurinn líka bara skemmtilegur og það var gott tempó í honum.“ Gestirnir að norðan breyttu um taktík í síðari hálfleik og fóru í sjö á sex, en Ágúst var ánægður með hvernig sitt lið leysti það. „Það er engin ein svona patent lausn á þessu sjö á sex. Það þurfa bara allir að bæta fimm til tíu prósentum við sig og stelpurnar voru bara mjög vinnusamar og við fengum góða markvörslu. Við náðum svo að pressa þær aðeins í hraðaupphlaupunum og seinni bylgjunni.“ „Það var gaman að sjá stelpurnar. Það var kraftur í þessu og þetta var góður handboltaleikur. Ég hlakka til að fara í leikinn á laugardaginn. Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA/Þór 30-26 | Valskonur einum sigri frá úrslitum Valskonur unnu góðan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum KA/Þórs í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 30-26. Valskonur leiða nú einvígið 2-1 og þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að fara í úrslit. 12. maí 2022 19:29 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira
„Það var á brattann að sækja bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik. Við vorum eiginlega búin að ná þessu í hálfleik en gerum okkur svo sekar um mikið af tæknifeilum á fyrstu mínútunum í seinni hálfleik. En það var mikill karakter og öflug liðsheild sem skóp þennan sigur.“ Valskonur byrjuðu leikinn illa og lentu 7-1 undir snemma leiks. Ágúst segir liðið einfaldlega ekki hafa mætt tilbúið til leiks. „Við vorum bara ekki tilbúin, því miður. Við vorum staðar, gerum tæknifeila og hlaupum illa til baka og þær bara keyra á okkur og fengu galopin færi hvað eftir annað. En við náðum svo að þétta aðeins raðirnar og koma okkur hægt og rólega inn í leikinn.“ „Ég ætla að vona að þetta sé ekki eitthvað andlegt þegar við erum komin í undanúrslit. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir. Það eru mikil meiðsli í liðinu en þær sýndu það í seinni hálfleik að karakterinn er mikill. Við spiluðum á mörgum leikmönnum og það var mikil orka seinustu 15 mínúturnar. En mér fannst leikurinn líka bara skemmtilegur og það var gott tempó í honum.“ Gestirnir að norðan breyttu um taktík í síðari hálfleik og fóru í sjö á sex, en Ágúst var ánægður með hvernig sitt lið leysti það. „Það er engin ein svona patent lausn á þessu sjö á sex. Það þurfa bara allir að bæta fimm til tíu prósentum við sig og stelpurnar voru bara mjög vinnusamar og við fengum góða markvörslu. Við náðum svo að pressa þær aðeins í hraðaupphlaupunum og seinni bylgjunni.“ „Það var gaman að sjá stelpurnar. Það var kraftur í þessu og þetta var góður handboltaleikur. Ég hlakka til að fara í leikinn á laugardaginn.
Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA/Þór 30-26 | Valskonur einum sigri frá úrslitum Valskonur unnu góðan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum KA/Þórs í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 30-26. Valskonur leiða nú einvígið 2-1 og þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að fara í úrslit. 12. maí 2022 19:29 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Leik lokið: Valur - KA/Þór 30-26 | Valskonur einum sigri frá úrslitum Valskonur unnu góðan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum KA/Þórs í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 30-26. Valskonur leiða nú einvígið 2-1 og þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að fara í úrslit. 12. maí 2022 19:29