Sáum réttum fræjum á næsta kjörtímabili Sigurður Torfi Sigurðsson og Guðbjörg Grímsdóttir skrifa 13. maí 2022 16:01 Áhrif kosinna fulltrúa í sveitarstjórnarkosningum vara oft lengur en kjörtímabilið. Áhrifin geta verið lengi að koma fram og oft óljóst hvort árangur sé jákvæður eða neikvæður. Með það í huga skiptir máli að hafa skýra framtíðarsýn og hugsa fram í tímann. Því betur sem vandað er til verka því meiri verður árangurinn. Höfum í huga að það sem er framkvæmd í flýti getur dregið dilk á eftir sér og verið erfitt að lagfæra. Höfum í huga að þegar við sáum réttum fræjum og hlúum að þeim uppskerum við ríkulega - en ef ekki þá fáum við illgresi. Við í Vinstri grænum í Árborg leggjum því áherslu á að hugsa til framtíðar og sá réttum fræjum þannig að hér verði ræktarlegt sveitarfélag. Sáum fræjum í efnahags- og atvinnumálum með því að skapa störf í náttúru- og umhverfisvernd, leggja áherslu á hringrásarhagkerfi og auka upplýsingagjöf og gagnsæi í fjármálum sveitarfélagsins. Sáum fræjum í velferðamálum með því að horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu, efla þjónustu á sviði geðhjúkrunar auk þess að auka úrræði í atvinnumálum öryrkja og fatlaðra. Sáum fræjum í mennta- og menningarmálum með því að lækka leikskólagjöld í áföngum þannig að gjaldfrjáls leikskóli verði eðlilegur hluti af samfélaginu, styrkja sérfræðiþjónustu við skólana og styðja við forvarnarfræðslu á öllum skólastigum. Sáum fræjum í íþrótta- og tómstundamálum með því að fylgja eftir byggingu frístundamiðstöðvar, efla fjölbreytt tómstundastarf auk þess að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að íþrótta- og tómstundastarfi. Sáum fræjum í húsnæðis-, skipulags-, og samgöngumálum með því að þétta net hjóla- og göngustíga, tryggja framboð lóða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög, hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum og tryggja græn útivistarsvæði. Sáum fræjum í náttúruvernd og umhverfismálum með því að setja öfluga stefnu í þessum mikilvægu málaflokkum, ásamt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum auk þess að skapa störf tengd náttúruvernd og umhverfismálum. Sáum fræjum í mannréttindum, jafnrétti og lýðræði með því að tryggja að jafnréttissjónarmið ráði í allri ákvarðanatöku hjá Sveitarfélaginu Árborg. Göngum lengra og sáum fræjum með Vinstri grænum Setjum X við V laugardaginn 14. maí Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Árborg Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Áhrif kosinna fulltrúa í sveitarstjórnarkosningum vara oft lengur en kjörtímabilið. Áhrifin geta verið lengi að koma fram og oft óljóst hvort árangur sé jákvæður eða neikvæður. Með það í huga skiptir máli að hafa skýra framtíðarsýn og hugsa fram í tímann. Því betur sem vandað er til verka því meiri verður árangurinn. Höfum í huga að það sem er framkvæmd í flýti getur dregið dilk á eftir sér og verið erfitt að lagfæra. Höfum í huga að þegar við sáum réttum fræjum og hlúum að þeim uppskerum við ríkulega - en ef ekki þá fáum við illgresi. Við í Vinstri grænum í Árborg leggjum því áherslu á að hugsa til framtíðar og sá réttum fræjum þannig að hér verði ræktarlegt sveitarfélag. Sáum fræjum í efnahags- og atvinnumálum með því að skapa störf í náttúru- og umhverfisvernd, leggja áherslu á hringrásarhagkerfi og auka upplýsingagjöf og gagnsæi í fjármálum sveitarfélagsins. Sáum fræjum í velferðamálum með því að horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu, efla þjónustu á sviði geðhjúkrunar auk þess að auka úrræði í atvinnumálum öryrkja og fatlaðra. Sáum fræjum í mennta- og menningarmálum með því að lækka leikskólagjöld í áföngum þannig að gjaldfrjáls leikskóli verði eðlilegur hluti af samfélaginu, styrkja sérfræðiþjónustu við skólana og styðja við forvarnarfræðslu á öllum skólastigum. Sáum fræjum í íþrótta- og tómstundamálum með því að fylgja eftir byggingu frístundamiðstöðvar, efla fjölbreytt tómstundastarf auk þess að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að íþrótta- og tómstundastarfi. Sáum fræjum í húsnæðis-, skipulags-, og samgöngumálum með því að þétta net hjóla- og göngustíga, tryggja framboð lóða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög, hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum og tryggja græn útivistarsvæði. Sáum fræjum í náttúruvernd og umhverfismálum með því að setja öfluga stefnu í þessum mikilvægu málaflokkum, ásamt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum auk þess að skapa störf tengd náttúruvernd og umhverfismálum. Sáum fræjum í mannréttindum, jafnrétti og lýðræði með því að tryggja að jafnréttissjónarmið ráði í allri ákvarðanatöku hjá Sveitarfélaginu Árborg. Göngum lengra og sáum fræjum með Vinstri grænum Setjum X við V laugardaginn 14. maí Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar