Skipulagsmál efst í huga borgarbúa fyrir kosningar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2022 13:33 Marktækur munur er á afstöðu fólks til málaflokka eftir búsetu. Í Reykjavík eru skipulagsmálin efst á blaði en atvinnumálin vega þyngst í huga íbúa á landsbyggðinni, einkum íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Skipulagsmál vega þyngst í huga Reykvíkinga í kosningunum samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar. Í samanburði við önnur sveitarfélög eru þeir óánægðastir með þjónustu sveitarfélagsins. Á landsbyggðinni eru atvinnumálin aftur á móti efst í huga kjósenda. Það er ekki úr vegi að kanna hug kjósenda til mikilvægustu málaflokkanna nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Rannsóknin fór fram í mars og tóku 808 manns þátt á öllu landinu. Þeir voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með þjónustu sveitarfélagsins. Í ljós kom að ánægjan er mun minni í Reykjavík en að jafnaði í öðrum sveitarfélögum. Aðeins 42% borgarbúa sögðust frekar eða mjög ánægðir. Mesta ánægjan var að finna í Garðabæ og Akureyri. Háskóli Íslands Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að óánægja í stærri sveitarfélögum sé ekki óþekkt því þar sé meiri fjarlægð á milli íbúa annars vegar og stjórnsýslunnar og kjörinna fulltrúa hins vegar. „Það eru þarna ýmis málefni í stærstu sveitar sveitarfélögunum sem eru tekin upp af pólitískum meirihluta á hverjum tíma sem eru kannski ekki þau mál sem íbúar í sínu nærumhverfi eru mest hugsi yfir og vilja að séu til umræðu og ávarps.“ Rúnar nefnir mikilvæga málaflokka á borð við mannréttindamál, fjölmenningarmál og menningarmál í þessu samhengi. „Stóru sveitarfélögin taka oft upp mál sem eru ekki hluti af lögbundnum verkefnum sveitarfélaganna og eru ekki endilega mál sem varða hverfið og nærsamfélagið hjá íbúum og þá getur myndast ákveðið bil, hugmyndabil eða umræðu-eða orðræðubil á milli stjórnenda í stórum sveitarfélögum og íbúanna í hverfunum.“ Sundurliðuð svör sýna að gatna-og vegamálin og atvinnumál draga helst úr ánægju borgarbúa. „Þetta vekur til umhugsunar bæði viðhald vega, þrif og ekki bara vega heldur gangbrauta gangstétta og gönguleiða í borgarlandinu.“ Háskóli Íslands Málefni leik- og grunnskólanna eru efst á blaði hjá nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsmálin vega þyngst í huga borgarbúa á meðan atvinnumálin, heilt yfir, eru talin mikilvægust á landsbyggðinni. „Vestfirðirnir og Vesturland að stórum hluta leggja mikla áherslu á þetta og reyndar Norðurland líka. Reyndar hafa Suðurnes þá sérstöðu að atvinnumálin eru ekki bara efsti flokkurinn heldur langefsti flokkurinn í hugum íbúa.“ „Vestfirðirnir eru þarna alveg klarlega og Vesturland að stórum hluta og reyndar Norðurland líka,og Suðurnes, ég gleymi þeim nú ekki og reyndar hefur Suðurnes þá sérstöðu að þar eru ativnnumálin ekki bara efsti flokkurinn heldur langefsti flokkurinn af einstökum málaflokkum í hugum íbúa.“ Það er líka áhugavert að skoða mismunand áherslur íbúa á stórhöfuðborgarsvæðinu. „Almenningssamgöngurnar eru mikilvægar í Reykjavík, þær eru í öðru sæti þar yfir mikilvægustu málaflokkana á eftir skipulagsmálunum en almenningssamgöngur komast bara ekki á topp fimm listann hjá íbúum í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu nema í Mosfellsbæ þar sem almenningssamgöngurnar eru í 5.-6. sæti þannig að við sjáum þarna mikla sérstöðu í Reykjavík,“ sagði Rúnar Vilhjálmsson, prófessor. Tengd skjöl Vidhorf_Sveitarfel_Kosningar_Skyrsla_Fyrri_hlutiDOCX220KBSækja skjal Vidhorf_Sveitarfel_Kosningar_Skyrsla_Seinni_hlutiDOCX223KBSækja skjal Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. 12. maí 2022 12:07 Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Það er ekki úr vegi að kanna hug kjósenda til mikilvægustu málaflokkanna nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Rannsóknin fór fram í mars og tóku 808 manns þátt á öllu landinu. Þeir voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með þjónustu sveitarfélagsins. Í ljós kom að ánægjan er mun minni í Reykjavík en að jafnaði í öðrum sveitarfélögum. Aðeins 42% borgarbúa sögðust frekar eða mjög ánægðir. Mesta ánægjan var að finna í Garðabæ og Akureyri. Háskóli Íslands Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að óánægja í stærri sveitarfélögum sé ekki óþekkt því þar sé meiri fjarlægð á milli íbúa annars vegar og stjórnsýslunnar og kjörinna fulltrúa hins vegar. „Það eru þarna ýmis málefni í stærstu sveitar sveitarfélögunum sem eru tekin upp af pólitískum meirihluta á hverjum tíma sem eru kannski ekki þau mál sem íbúar í sínu nærumhverfi eru mest hugsi yfir og vilja að séu til umræðu og ávarps.“ Rúnar nefnir mikilvæga málaflokka á borð við mannréttindamál, fjölmenningarmál og menningarmál í þessu samhengi. „Stóru sveitarfélögin taka oft upp mál sem eru ekki hluti af lögbundnum verkefnum sveitarfélaganna og eru ekki endilega mál sem varða hverfið og nærsamfélagið hjá íbúum og þá getur myndast ákveðið bil, hugmyndabil eða umræðu-eða orðræðubil á milli stjórnenda í stórum sveitarfélögum og íbúanna í hverfunum.“ Sundurliðuð svör sýna að gatna-og vegamálin og atvinnumál draga helst úr ánægju borgarbúa. „Þetta vekur til umhugsunar bæði viðhald vega, þrif og ekki bara vega heldur gangbrauta gangstétta og gönguleiða í borgarlandinu.“ Háskóli Íslands Málefni leik- og grunnskólanna eru efst á blaði hjá nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsmálin vega þyngst í huga borgarbúa á meðan atvinnumálin, heilt yfir, eru talin mikilvægust á landsbyggðinni. „Vestfirðirnir og Vesturland að stórum hluta leggja mikla áherslu á þetta og reyndar Norðurland líka. Reyndar hafa Suðurnes þá sérstöðu að atvinnumálin eru ekki bara efsti flokkurinn heldur langefsti flokkurinn í hugum íbúa.“ „Vestfirðirnir eru þarna alveg klarlega og Vesturland að stórum hluta og reyndar Norðurland líka,og Suðurnes, ég gleymi þeim nú ekki og reyndar hefur Suðurnes þá sérstöðu að þar eru ativnnumálin ekki bara efsti flokkurinn heldur langefsti flokkurinn af einstökum málaflokkum í hugum íbúa.“ Það er líka áhugavert að skoða mismunand áherslur íbúa á stórhöfuðborgarsvæðinu. „Almenningssamgöngurnar eru mikilvægar í Reykjavík, þær eru í öðru sæti þar yfir mikilvægustu málaflokkana á eftir skipulagsmálunum en almenningssamgöngur komast bara ekki á topp fimm listann hjá íbúum í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu nema í Mosfellsbæ þar sem almenningssamgöngurnar eru í 5.-6. sæti þannig að við sjáum þarna mikla sérstöðu í Reykjavík,“ sagði Rúnar Vilhjálmsson, prófessor. Tengd skjöl Vidhorf_Sveitarfel_Kosningar_Skyrsla_Fyrri_hlutiDOCX220KBSækja skjal Vidhorf_Sveitarfel_Kosningar_Skyrsla_Seinni_hlutiDOCX223KBSækja skjal
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. 12. maí 2022 12:07 Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. 12. maí 2022 12:07
Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02