„Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2022 11:31 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Vísir/Sigurjón Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. Nær algjört hlé hefur verið á brottvísunum í faraldri kórónuveirunnar vegna ferðatakmarkanna af ýmsum toga. En nú stendur til að hefja brottvísanir á ný og umbjóðendur Magnúsar Davíðs Norðdahls lögmanns eru byrjaðir að fá símtöl þess efnis. Fréttablaðið ræddi við Magnús um málið í morgun. „Ákaflega sorglegt“ Í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun segir að um 250 dvelji enn hér á landi án heimildar vegna þess að þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnareglur móttökuríkjanna. Magnús mótmælir þessari alhæfingu í samtali við fréttastofu - hann sé með umbjóðendur sem ekki hafi neitað slíku. Þá bendir hann á að aðstæður í móttökuríkinu Grikklandi séu afar slæmar. Auk þess sem umbjóðendur hans hafi fest hér rætur. „Þarna eru aðilar sem hafa kannski verið hér í tvö ár, rúmlega sumir hverjir, hafa aðlagast hér, myndað tengsl við landið. Jafnvel eignast barn hérna, fengið vilyrði um vinnu á þessum tíma. Þarna er líka tilvonandi móðir sem gengin er átta mánuði á leið sem stendur til að vísa úr landi líka. Þannig að þetta er auðvitað ákaflega sorglegt,“ segir Magnús. Þú hefur verið í sambandi við umbjóðendur þína, hvernig líður þeim? „Þeim líður bara hræðilega. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta er mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki.“ Prófmál fyrir dóm í september Þá bendir Magnús á að margir í hópnum hafi verið hér á landi í að minnsta kosti ár og ættu því rétt á að fá mál sín tekin til efnismeðferðar. Stjórnvöld hafi hins vegar kennt umbjóðendum hans um að hafa tafið mál sín - og þeir fái því ekki efnismeðferð. „Við erum að láta reyna á þetta núna fyrir dómi. Það er eitt mál af þessu tagi sem verður flutt 13 september næstkomandi. Ef það mál vinnst þá er alveg ljóst að stjórnvöld eru að framkvæma ólögmætar brottvísanir og eru ranglega að kenna umsækjendum um alþjóðlega vernd um að hafa tafið mál sín,“ segir Magnús. Hælisleitendur Dómsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Nær algjört hlé hefur verið á brottvísunum í faraldri kórónuveirunnar vegna ferðatakmarkanna af ýmsum toga. En nú stendur til að hefja brottvísanir á ný og umbjóðendur Magnúsar Davíðs Norðdahls lögmanns eru byrjaðir að fá símtöl þess efnis. Fréttablaðið ræddi við Magnús um málið í morgun. „Ákaflega sorglegt“ Í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun segir að um 250 dvelji enn hér á landi án heimildar vegna þess að þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnareglur móttökuríkjanna. Magnús mótmælir þessari alhæfingu í samtali við fréttastofu - hann sé með umbjóðendur sem ekki hafi neitað slíku. Þá bendir hann á að aðstæður í móttökuríkinu Grikklandi séu afar slæmar. Auk þess sem umbjóðendur hans hafi fest hér rætur. „Þarna eru aðilar sem hafa kannski verið hér í tvö ár, rúmlega sumir hverjir, hafa aðlagast hér, myndað tengsl við landið. Jafnvel eignast barn hérna, fengið vilyrði um vinnu á þessum tíma. Þarna er líka tilvonandi móðir sem gengin er átta mánuði á leið sem stendur til að vísa úr landi líka. Þannig að þetta er auðvitað ákaflega sorglegt,“ segir Magnús. Þú hefur verið í sambandi við umbjóðendur þína, hvernig líður þeim? „Þeim líður bara hræðilega. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta er mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki.“ Prófmál fyrir dóm í september Þá bendir Magnús á að margir í hópnum hafi verið hér á landi í að minnsta kosti ár og ættu því rétt á að fá mál sín tekin til efnismeðferðar. Stjórnvöld hafi hins vegar kennt umbjóðendum hans um að hafa tafið mál sín - og þeir fái því ekki efnismeðferð. „Við erum að láta reyna á þetta núna fyrir dómi. Það er eitt mál af þessu tagi sem verður flutt 13 september næstkomandi. Ef það mál vinnst þá er alveg ljóst að stjórnvöld eru að framkvæma ólögmætar brottvísanir og eru ranglega að kenna umsækjendum um alþjóðlega vernd um að hafa tafið mál sín,“ segir Magnús.
Hælisleitendur Dómsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira