Skorar á heimildarmanninn að lýsa óþekktum örum eða húðflúrum á líkama Musk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2022 13:46 Elon Musk er virkur á samfélagsmiðlum. Getty/Raymond Hall Auðjöfurinn Elon Musk þvertekur fyrir að hafa berað sig fyrir framan flugfreyju, líkt og haldið var fram í frétt Business Insider í gær Hann skorar á heimildarmann fjölmiðilsins að stíga fram og lýsa örum eða húðflúrum á líkama Musk sem almenningur veit ekki af. Í frétt Business Insider í gær hafði blaðið eftir heimildarmanni að geimferðafyrirtækið SpaceX hafi greitt flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. Konan hélt því fram að Musk hefði berað lim sinn í fullri reisn, nuddað fótlegg hennar án samþykkis hennar og boðist til að kaupa handa henni hest í skiptum fyrir erótískt nudd. Fréttin var meðal annars byggð á yfirlýsingu vinar flugfreyjunnar og öðrum gögnum sem viðkomandi deildi með Business Insider. Musk hefur gripið til varna á Twitter og segir hann þar að það sé af og frá að umrædd atvik hafi átt sér stað. Raunar skorar hann á heimildarmann Business Insider að lýsa einhverju á líkama Musk, svo sem örum eða húðflúrum, sem almenningur hafi ekki séð áður. „Ég er með áskorun fyrir lygarann sem heldur því fram að ég hafi berað mig fyrir framan vin hans. Lýstu einhverju einu, hverju sem er (örum, húðflúrum,...) sem almenningur veit ekki um. Viðkomandi mun ekki geta það, vegna þess að þetta gerðist aldrei,“ tísti Musk. But I have a challenge to this liar who claims their friend saw me “exposed” – describe just one thing, anything at all (scars, tattoos, …) that isn’t known by the public. She won’t be able to do so, because it never happened.— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11 Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. 18. maí 2022 20:01 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Í frétt Business Insider í gær hafði blaðið eftir heimildarmanni að geimferðafyrirtækið SpaceX hafi greitt flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. Konan hélt því fram að Musk hefði berað lim sinn í fullri reisn, nuddað fótlegg hennar án samþykkis hennar og boðist til að kaupa handa henni hest í skiptum fyrir erótískt nudd. Fréttin var meðal annars byggð á yfirlýsingu vinar flugfreyjunnar og öðrum gögnum sem viðkomandi deildi með Business Insider. Musk hefur gripið til varna á Twitter og segir hann þar að það sé af og frá að umrædd atvik hafi átt sér stað. Raunar skorar hann á heimildarmann Business Insider að lýsa einhverju á líkama Musk, svo sem örum eða húðflúrum, sem almenningur hafi ekki séð áður. „Ég er með áskorun fyrir lygarann sem heldur því fram að ég hafi berað mig fyrir framan vin hans. Lýstu einhverju einu, hverju sem er (örum, húðflúrum,...) sem almenningur veit ekki um. Viðkomandi mun ekki geta það, vegna þess að þetta gerðist aldrei,“ tísti Musk. But I have a challenge to this liar who claims their friend saw me “exposed” – describe just one thing, anything at all (scars, tattoos, …) that isn’t known by the public. She won’t be able to do so, because it never happened.— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022
SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11 Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. 18. maí 2022 20:01 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11
Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. 18. maí 2022 20:01
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent