Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2022 08:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mögulegt að hópsýkingar apabólu muni koma upp hér á landi. Vísir/Vilhelm Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í færslu á vef Embættis landlæknis í morgun. Þar kemur fram að síðastliðinn sunnudag hafi apabóla verið staðfest hjá 59 einstaklingum í níu löndum Evrópu – Portúgal, Spáni, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð, Hollandi og Bretlandi – og að auki hafi tíu verið grunaðir um að vera sýktir. Í gær var greint frá því að tilfelli hafi svo komið upp í Danmörku. Sömuleiðis hafi sýkingin greinst í löndum utan Evrópu líkt og Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Ísrael. Er því líklegt að smit séu útbreiddari en núverandi tölur sýna. Manna í millum Þórólfur segir að af fyrirliggjandi faraldsfræðilegum upplýsingum sé ljóst að flest smitin hafi orðið á milli manna en ekki frá dýrum í menn og þá við náið samneyti eins og kynmök í mörgum tilfellum. „Til að minnka líkur á að apabóla berist til Íslands og að frekari dreifing verði innanlands, vill sóttvarnalæknir vekja athygli almennings á eftirfarandi: Forðist náin samneyti við ókunnuga á ferðalagi erlendis þ.m.t. kynmök. Ef einstaklingar sem hafa verið á ferðalagi erlendis fá sjúkdómseinkenni sem bent geta til apabólu (sjá fréttatilkynningu sóttvarnalæknis) er þeim bent á að fara í einangrun og hafa samband við heilsugæsluna símleiðis. Þeir sem eru sýktir þurfa að halda a.m.k. tveggja metra fjarlægð frá öðrum og forðast að deila fatnaði, handklæðum og rúmfötum með öðrum þar sem að smit getur borist á milli manna á þann hátt. Smitaðir einstaklingar ættu einnig að forðast samneyti við dýr á meðan þeir eru smitandi. Fólk er smitandi þar til að síðustu blöðrur á húð hafa þornað en það getur tekið 2–3 vikur. Á þessari stundu eru ekki tiltæk hér á landi bóluefni eða veirulyf gegn sýkingunni en í samvinnu við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) er unnið að því að kanna gagnsemi ákveðinna veirulyfja og bóluefna. Á vegum sóttvarnalæknis er verið að vinna að gerð leiðbeininga fyrir almenning og heilbrigðisstarfsmenn um sýkingavarnir til að lágmarka áhættu á smiti milli manna,“ segir í tilkynningunni frá sóttvarnalækni. Sjá má viðtal Sindra Sindrasonar við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum að neðan. Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í færslu á vef Embættis landlæknis í morgun. Þar kemur fram að síðastliðinn sunnudag hafi apabóla verið staðfest hjá 59 einstaklingum í níu löndum Evrópu – Portúgal, Spáni, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð, Hollandi og Bretlandi – og að auki hafi tíu verið grunaðir um að vera sýktir. Í gær var greint frá því að tilfelli hafi svo komið upp í Danmörku. Sömuleiðis hafi sýkingin greinst í löndum utan Evrópu líkt og Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Ísrael. Er því líklegt að smit séu útbreiddari en núverandi tölur sýna. Manna í millum Þórólfur segir að af fyrirliggjandi faraldsfræðilegum upplýsingum sé ljóst að flest smitin hafi orðið á milli manna en ekki frá dýrum í menn og þá við náið samneyti eins og kynmök í mörgum tilfellum. „Til að minnka líkur á að apabóla berist til Íslands og að frekari dreifing verði innanlands, vill sóttvarnalæknir vekja athygli almennings á eftirfarandi: Forðist náin samneyti við ókunnuga á ferðalagi erlendis þ.m.t. kynmök. Ef einstaklingar sem hafa verið á ferðalagi erlendis fá sjúkdómseinkenni sem bent geta til apabólu (sjá fréttatilkynningu sóttvarnalæknis) er þeim bent á að fara í einangrun og hafa samband við heilsugæsluna símleiðis. Þeir sem eru sýktir þurfa að halda a.m.k. tveggja metra fjarlægð frá öðrum og forðast að deila fatnaði, handklæðum og rúmfötum með öðrum þar sem að smit getur borist á milli manna á þann hátt. Smitaðir einstaklingar ættu einnig að forðast samneyti við dýr á meðan þeir eru smitandi. Fólk er smitandi þar til að síðustu blöðrur á húð hafa þornað en það getur tekið 2–3 vikur. Á þessari stundu eru ekki tiltæk hér á landi bóluefni eða veirulyf gegn sýkingunni en í samvinnu við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) er unnið að því að kanna gagnsemi ákveðinna veirulyfja og bóluefna. Á vegum sóttvarnalæknis er verið að vinna að gerð leiðbeininga fyrir almenning og heilbrigðisstarfsmenn um sýkingavarnir til að lágmarka áhættu á smiti milli manna,“ segir í tilkynningunni frá sóttvarnalækni. Sjá má viðtal Sindra Sindrasonar við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum að neðan.
Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira