„Ég held það komi í ljós síðar í dag hvað gerist á Akureyri“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. maí 2022 13:19 Oddviti Vinstri grænna á Akureyri segir tíðindi af viðræðuslitum opna á ýmsa möguleika. T.v.Vísir/vilhelm Staðan er enn galopin á Akureyri eftir að aðrar meirihlutaviðræður sigldu í strand eftir sveitarstjórnarkosningar. Í morgun varð ljóst að meirihluti BDSM væri úr sögunni þegar oddviti Samfylkingarinnar sleit viðræðum vegna ágreinings um málefni. Enginn af oddvitum flokkanna á Akureyri vildi veita fréttastofu viðtal fyrir utan Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur, oddvita VG á Akureyri. Tveir oddvitanna höfðu þó orð á því að fyrir norðan væri „allt í lausu lofti“ eftir viðræðuslitin. Jana var innt eftir viðbrögðum við tíðindum dagsins. „Þau setja hlutina í nýtt samhengi og opna möguleika á annars konar meirihlutaviðræðum. Þannig að þetta er bara spennandi.“ Jana Salóme segir VG setja jöfnuð og loftslags- umhverfismálin efst í forgangsröðun þegar komi að mögulegum meirihlutaviðræðum. Hvaða kostir hugnast þér best? „Það er erfitt að segja, það er svo margt í stöðunni og margir flokkar. Það er svolítið erfitt að segja hvað sé best.“ En er þetta svona flókið, gefur það ekki augaleið að það eru þarna nokkrir flokkar sem eiga málefnalega samleið? „Jú, algjörlega og ég held að eins og staðan er núna þá er allt í lausu lofti, öll eiga möguleika og ég held að það séu allir að tala við alla. Það ætti nú alveg að vera hægt að lenda einhverju meirihlutasamstarfi á málefnalegum grundvelli. Ég held að það komi í ljós síðar í dag hvað gerist á Akureyri. Það hefur örugglega aldrei verið svona flókið að mynda meirihluta þar,“ segir Jana Salóme glöð í bragði. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Góð stemning í BDSM-hópnum Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni. 20. maí 2022 11:30 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Enginn af oddvitum flokkanna á Akureyri vildi veita fréttastofu viðtal fyrir utan Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur, oddvita VG á Akureyri. Tveir oddvitanna höfðu þó orð á því að fyrir norðan væri „allt í lausu lofti“ eftir viðræðuslitin. Jana var innt eftir viðbrögðum við tíðindum dagsins. „Þau setja hlutina í nýtt samhengi og opna möguleika á annars konar meirihlutaviðræðum. Þannig að þetta er bara spennandi.“ Jana Salóme segir VG setja jöfnuð og loftslags- umhverfismálin efst í forgangsröðun þegar komi að mögulegum meirihlutaviðræðum. Hvaða kostir hugnast þér best? „Það er erfitt að segja, það er svo margt í stöðunni og margir flokkar. Það er svolítið erfitt að segja hvað sé best.“ En er þetta svona flókið, gefur það ekki augaleið að það eru þarna nokkrir flokkar sem eiga málefnalega samleið? „Jú, algjörlega og ég held að eins og staðan er núna þá er allt í lausu lofti, öll eiga möguleika og ég held að það séu allir að tala við alla. Það ætti nú alveg að vera hægt að lenda einhverju meirihlutasamstarfi á málefnalegum grundvelli. Ég held að það komi í ljós síðar í dag hvað gerist á Akureyri. Það hefur örugglega aldrei verið svona flókið að mynda meirihluta þar,“ segir Jana Salóme glöð í bragði.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Góð stemning í BDSM-hópnum Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni. 20. maí 2022 11:30 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45
Góð stemning í BDSM-hópnum Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni. 20. maí 2022 11:30
Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10