Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2022 09:01 Dagný Brynjarsdóttir tæklar Önnu Blaesse í leik Þýskalands og Íslands í undankeppni HM haustið 2017. Hún segist sennilega aldrei hafa spilað betri landsleik en þá. getty/Matthias Hangst Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. Dagný komst í hundrað landsleikja klúbbinn í apríl þegar hún lék og skoraði í 0-5 sigri Íslands á Hvíta-Rússlandi í Belgrad í undankeppni HM 2023. Hún lék svo landsleik númer 101 þegar Ísland vann afar mikilvægan sigur á Tékklandi, 0-1, í undankeppni HM nokkrum dögum síðar. Blaðamaður Vísis ræddi við Dagnýju milli leikjanna gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi og bað hana um að nefna eftirminnilegustu leikina á tólf ára ferli í landsliðinu. Rangæyingurinn segir að tveir landsleikir standi upp úr, gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2013 og gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2017. Dagný skoraði eina mark leiksins gegn Hollendingum en með sigrinum komust Íslendingar í átta liða úrslit EM. Hún skoraði svo tvö mörk í 2-3 sigri á Þýskalandi á útivelli. Það var fyrsti, og enn eini, sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands í A-landsleik karla og kvenna. „Ég held ég geti ekki valið einn stóran leik, þeir eru tveir. Það er leikurinn gegn Hollandi á EM 2013 en það er ekki hægt að horfa framhjá því þegar við unnum Þjóðverja 2-3 á útivelli í undankeppni HM,“ sagði Dagný. „Sá leikur var ótrúlega vel settur upp af þjálfurunum og vel framkvæmdur af okkur leikmönnunum. Allt gekk einhvern veginn upp í þeim leik. Þetta eru þeir tveir leikir sem standa mest upp úr.“ Klippa: Dagný um eftirminnilegustu landsleikina Sem fyrr sagði komu tvö af 34 landsliðsmörkum Dagnýjar í sigrinum frækna á Þýskalandi fyrir tæpum fimm árum. „Ég skoraði tvö og var með stoðsendingu. Þetta var örugglega einn af mínum betri landsleikjum,“ sagði Dagný sem er á leið á sitt þriðja Evrópumót með íslenska landsliðinu. Hún lagði upp eina mark Íslands á síðasta EM. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. 20. maí 2022 13:30 Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. 28. apríl 2022 09:00 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Sjá meira
Dagný komst í hundrað landsleikja klúbbinn í apríl þegar hún lék og skoraði í 0-5 sigri Íslands á Hvíta-Rússlandi í Belgrad í undankeppni HM 2023. Hún lék svo landsleik númer 101 þegar Ísland vann afar mikilvægan sigur á Tékklandi, 0-1, í undankeppni HM nokkrum dögum síðar. Blaðamaður Vísis ræddi við Dagnýju milli leikjanna gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi og bað hana um að nefna eftirminnilegustu leikina á tólf ára ferli í landsliðinu. Rangæyingurinn segir að tveir landsleikir standi upp úr, gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2013 og gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2017. Dagný skoraði eina mark leiksins gegn Hollendingum en með sigrinum komust Íslendingar í átta liða úrslit EM. Hún skoraði svo tvö mörk í 2-3 sigri á Þýskalandi á útivelli. Það var fyrsti, og enn eini, sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands í A-landsleik karla og kvenna. „Ég held ég geti ekki valið einn stóran leik, þeir eru tveir. Það er leikurinn gegn Hollandi á EM 2013 en það er ekki hægt að horfa framhjá því þegar við unnum Þjóðverja 2-3 á útivelli í undankeppni HM,“ sagði Dagný. „Sá leikur var ótrúlega vel settur upp af þjálfurunum og vel framkvæmdur af okkur leikmönnunum. Allt gekk einhvern veginn upp í þeim leik. Þetta eru þeir tveir leikir sem standa mest upp úr.“ Klippa: Dagný um eftirminnilegustu landsleikina Sem fyrr sagði komu tvö af 34 landsliðsmörkum Dagnýjar í sigrinum frækna á Þýskalandi fyrir tæpum fimm árum. „Ég skoraði tvö og var með stoðsendingu. Þetta var örugglega einn af mínum betri landsleikjum,“ sagði Dagný sem er á leið á sitt þriðja Evrópumót með íslenska landsliðinu. Hún lagði upp eina mark Íslands á síðasta EM.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. 20. maí 2022 13:30 Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. 28. apríl 2022 09:00 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Sjá meira
Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. 20. maí 2022 13:30
Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. 28. apríl 2022 09:00
Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31