Uppbygging vegna fólksfjölgunar í Hafnarfirði efst á blaði Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2022 19:20 Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins verður bæjarstjóri í Hafnarfirði til 1. janúar 2025. Þangað til verður Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins formaður bæjarráðs en síðan skipta þau á embættum. Stöð 2/Sigurjón Uppbygging vegna mikillar fyrirsjáanlegrar fjölgunar íbúa verður eitt aðalverkefni nýrrar bæjarstjórnar í Hafnarfirði að mati oddvita Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf. Oddvitarnir munu hafa vistaskipti í stóli bæjarstjóra og formanns bæjarráðs á miðju kjörtímabili. Framsóknarflokkurinn sótti í sig veðrið í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði eins og flokkurinn gerði víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu í sveitarstjórnarkosningunum hinn 14. maí , fékk tvo kjörna og bætti við sig einum. Sjálfstæðisflokkurinn missti hins vegar einn fulltrúa og fór úr fimm í fjóra. Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi samstarf flokkanna. Rósa Guðbjartsdóttir núverandi bæjarstjóri gegnir embættinu áfram til 1. janúar 2025. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir brýnast að bregðast við fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun fólks í bænum.Stöð 2/Sigurjón „Ég er fyrst og fremst ánægð með að þetta meirihlutasamstarf sé í höfn. Það hefur gefist vel á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Við erum samhentur hópur sem ætlar að fara saman í að halda áfram að vinna vel fyrir bæinn okkar. Það er gríðarlega mikið uppbyggingarskeið sem er hafið,“segir Rósa. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins reikna með að kynna meirihlutasáttmálann í stofnunum flokka sinna strax eftir helgi. Sáttmálinn verði síðan opinber um miðja næstu viku. Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins verður formaður bæjarráðs á fyrri hluta kjörtímabilsins. Hann og Rósa hafa síðan vistaskipti hinn 1. janúar 2025. Valdimar Víðisson verður formaður bæjarráðs. Hann segir endurnýjaðan meirihluta byggja á því sem þegar hafi verið gert.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu málin verða áframhald á þessari gífurlega miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði síðustu mánuði og ár. Við ætlum að halda áfram á þessari braut sem við erum þegar komin á. Þessi meirihluti vann vel í mörgum málum. Meðal annars í skipulags- og velferðarmálum og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ segir Valdimar. Samfylkingin sem bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum og fékk fjóra í kosningunum og þrýsti mjög á Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Valdimar segist hafa vitað af áhuga Samfylkingarinnar og auðvitað hafi flestir talað saman eftir kosningar. Það hafi þó alltaf legið fyrir að hann myndi fyrst ræða við samstarfsflokkinn frá fyrra kjörtímabili. „Og þar byrjaði það og þar náðist þessi árangur,“ segir Valdimar. Rósa segir að þetta sé í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem Sjálfstæðisflokknum takist að komast í meirihluta í Hafnarfirði þrjú kjörtímabil í röð. Auk húsnæðismála verði áhersla á að auka og bæta þjónustu bæjarins. Gert sé ráð fyrir að bæjarbúum fjölgi um sjö til sjö þúsund og fimm hundruð manns á komandi kjörtímabili. „Og það er nú ekkert lítið. Það er ýmislegt sem þarf að huga að í því sambandi til að halda uppi öflugri þjónustu og slíku til að taka á móti þeirri íbúafjölgun,“segir Rósa Guðbjartsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25. maí 2022 14:38 Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn sótti í sig veðrið í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði eins og flokkurinn gerði víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu í sveitarstjórnarkosningunum hinn 14. maí , fékk tvo kjörna og bætti við sig einum. Sjálfstæðisflokkurinn missti hins vegar einn fulltrúa og fór úr fimm í fjóra. Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi samstarf flokkanna. Rósa Guðbjartsdóttir núverandi bæjarstjóri gegnir embættinu áfram til 1. janúar 2025. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir brýnast að bregðast við fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun fólks í bænum.Stöð 2/Sigurjón „Ég er fyrst og fremst ánægð með að þetta meirihlutasamstarf sé í höfn. Það hefur gefist vel á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Við erum samhentur hópur sem ætlar að fara saman í að halda áfram að vinna vel fyrir bæinn okkar. Það er gríðarlega mikið uppbyggingarskeið sem er hafið,“segir Rósa. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins reikna með að kynna meirihlutasáttmálann í stofnunum flokka sinna strax eftir helgi. Sáttmálinn verði síðan opinber um miðja næstu viku. Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins verður formaður bæjarráðs á fyrri hluta kjörtímabilsins. Hann og Rósa hafa síðan vistaskipti hinn 1. janúar 2025. Valdimar Víðisson verður formaður bæjarráðs. Hann segir endurnýjaðan meirihluta byggja á því sem þegar hafi verið gert.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu málin verða áframhald á þessari gífurlega miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði síðustu mánuði og ár. Við ætlum að halda áfram á þessari braut sem við erum þegar komin á. Þessi meirihluti vann vel í mörgum málum. Meðal annars í skipulags- og velferðarmálum og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ segir Valdimar. Samfylkingin sem bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum og fékk fjóra í kosningunum og þrýsti mjög á Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Valdimar segist hafa vitað af áhuga Samfylkingarinnar og auðvitað hafi flestir talað saman eftir kosningar. Það hafi þó alltaf legið fyrir að hann myndi fyrst ræða við samstarfsflokkinn frá fyrra kjörtímabili. „Og þar byrjaði það og þar náðist þessi árangur,“ segir Valdimar. Rósa segir að þetta sé í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem Sjálfstæðisflokknum takist að komast í meirihluta í Hafnarfirði þrjú kjörtímabil í röð. Auk húsnæðismála verði áhersla á að auka og bæta þjónustu bæjarins. Gert sé ráð fyrir að bæjarbúum fjölgi um sjö til sjö þúsund og fimm hundruð manns á komandi kjörtímabili. „Og það er nú ekkert lítið. Það er ýmislegt sem þarf að huga að í því sambandi til að halda uppi öflugri þjónustu og slíku til að taka á móti þeirri íbúafjölgun,“segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25. maí 2022 14:38 Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25. maí 2022 14:38
Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24