Tárvotur Mourinho skrifar söguna í Rómarborg Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 10:30 Tilfinningarnar voru miklar hjá Mourinho í leikslok sem gat vart haldið aftur af tárunum. Justin Setterfield/Getty Images Ítalska liðið Roma vann í gærkvöld sinn fyrsta titil í 14 ár eftir 1-0 sigur á Feyenoord frá Hollandi í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. José Mourinho, stjóri Roma, gat vart haldið aftur af tárunum í leikslok og kveðst vera afar stoltur. Miðjumaðurinn Niccolo Zaniolo skoraði eina mark leiksins í gærkvöld á 32. mínútu er Roma vann 1-0 á Kombetare-vellinum í Tirana í Albaníu. Roma er því fyrsta liðið til að fagna sigri í Sambandsdeildinni sem sett var á laggirnar síðasta sumar. José Mourinho = first coach to win all three current men's UEFA club competitions @ASRomaEN | #UECLfinal pic.twitter.com/oWTixYE4cS— UEFA Europa Conference League (@europacnfleague) May 26, 2022 Þjálfari Zaniolo, José Mourinho, varð þá jafnframt fyrsti stjórinn til að vinna allar þrjár Evrópukeppnir UEFA. Mourinho vann UEFA-bikarinn með Porto árið 2003 og Meistaradeildina með liðinu ári síðar. Hann stýrði þá Inter Milan til sigurs í Meistaradeildinni 2010, Manchester United til Evrópudeildartitls 2017 og vann sinn fimmta Evróputitil með Roma í gærkvöld. Hann fagnaði þeim fimmta með viðeigandi hætti og reisti fimm fingur á loft er lokaflautið gall. „Þetta mun alltaf vera hluti af sögu Roma, en einni hluti af minni eigin. Mér var sagt að aðeins ég, Sir Alex Ferguson og Giovanni Trappattoni hafi unnið titla á þremur mismunandi áratugum. Mér líður eins og gömlum manni, en það er gott fyrir ferilinn minn.“ sagði Mourinho eftir leik. Fimm Evróputitlar hjá þeim gamla.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Liðið hafði þegar tryggt sér sæti í Evrópudeildarinnar að ári með því að lenda í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar í vor, sem varð ljóst eftir 3-0 sigur á Tórínó í lokaumferð deildarinnar. Mourinho segir sigurinn sögulegan, enda um fyrsta titil Roma að ræða í 14 ár, frá því að liðið vann ítalska bikarinn árið 2008, og fyrsta Evróputitil liðsins frá því að félagið vann Borgakeppni Evrópu árið 1961. „Það voru svo margir hlutir sem fóru í gegnum hausinn á mér, svo margir hlutir á sama tíma.“ sagði Mourinho er hann barðist við að halda aftur af tárunum. „Ég hef verið hjá Roma í ellefu mánuði og ég áttaði mig á augnablikinu sem ég mætti hvað það þýddi, þeir voru að bíða eftir þessu. Eins og ég sagði við strákana í klefanum í Tórínó, við gerðum það sem við þurftum að gera, að komast í Evrópudeildina. Við unnum frábæra vinnu allt tímabilið.“ „Þetta var hins vegar ekki vinna í kvöld, þetta var sagan skrifuð. Við þurftum að skrifa söguna. Við skrifuðum hana. Ég verð hér áfram á næsta tímabili, ekki spurning.“ sagði Mourinho. José Mourinho! La la la la la la la... José Mourinho la la la la la la la #ASRoma #UECLfinal pic.twitter.com/awuPHZEqfc— AS Roma (@OfficialASRoma) May 26, 2022 Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru. 25. maí 2022 21:29 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Miðjumaðurinn Niccolo Zaniolo skoraði eina mark leiksins í gærkvöld á 32. mínútu er Roma vann 1-0 á Kombetare-vellinum í Tirana í Albaníu. Roma er því fyrsta liðið til að fagna sigri í Sambandsdeildinni sem sett var á laggirnar síðasta sumar. José Mourinho = first coach to win all three current men's UEFA club competitions @ASRomaEN | #UECLfinal pic.twitter.com/oWTixYE4cS— UEFA Europa Conference League (@europacnfleague) May 26, 2022 Þjálfari Zaniolo, José Mourinho, varð þá jafnframt fyrsti stjórinn til að vinna allar þrjár Evrópukeppnir UEFA. Mourinho vann UEFA-bikarinn með Porto árið 2003 og Meistaradeildina með liðinu ári síðar. Hann stýrði þá Inter Milan til sigurs í Meistaradeildinni 2010, Manchester United til Evrópudeildartitls 2017 og vann sinn fimmta Evróputitil með Roma í gærkvöld. Hann fagnaði þeim fimmta með viðeigandi hætti og reisti fimm fingur á loft er lokaflautið gall. „Þetta mun alltaf vera hluti af sögu Roma, en einni hluti af minni eigin. Mér var sagt að aðeins ég, Sir Alex Ferguson og Giovanni Trappattoni hafi unnið titla á þremur mismunandi áratugum. Mér líður eins og gömlum manni, en það er gott fyrir ferilinn minn.“ sagði Mourinho eftir leik. Fimm Evróputitlar hjá þeim gamla.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Liðið hafði þegar tryggt sér sæti í Evrópudeildarinnar að ári með því að lenda í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar í vor, sem varð ljóst eftir 3-0 sigur á Tórínó í lokaumferð deildarinnar. Mourinho segir sigurinn sögulegan, enda um fyrsta titil Roma að ræða í 14 ár, frá því að liðið vann ítalska bikarinn árið 2008, og fyrsta Evróputitil liðsins frá því að félagið vann Borgakeppni Evrópu árið 1961. „Það voru svo margir hlutir sem fóru í gegnum hausinn á mér, svo margir hlutir á sama tíma.“ sagði Mourinho er hann barðist við að halda aftur af tárunum. „Ég hef verið hjá Roma í ellefu mánuði og ég áttaði mig á augnablikinu sem ég mætti hvað það þýddi, þeir voru að bíða eftir þessu. Eins og ég sagði við strákana í klefanum í Tórínó, við gerðum það sem við þurftum að gera, að komast í Evrópudeildina. Við unnum frábæra vinnu allt tímabilið.“ „Þetta var hins vegar ekki vinna í kvöld, þetta var sagan skrifuð. Við þurftum að skrifa söguna. Við skrifuðum hana. Ég verð hér áfram á næsta tímabili, ekki spurning.“ sagði Mourinho. José Mourinho! La la la la la la la... José Mourinho la la la la la la la #ASRoma #UECLfinal pic.twitter.com/awuPHZEqfc— AS Roma (@OfficialASRoma) May 26, 2022
Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru. 25. maí 2022 21:29 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru. 25. maí 2022 21:29