Flóttamönnum gengið misvel að finna leiguhúsnæði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 16:01 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að bregðast þurfi við aukinni komu flóttamanna. Vísir/Samsett Misjafnlega hefur gengið hjá flóttamönnum frá Úkraínu að finna leiguhúsnæði en hópi fólks var gert að yfirgefa Hótel Sögu í vikunni til að rýma fyrir komu annarra. Aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna segir fólkið fá aðstoð við leitina en staðan á leigumarkaði sé slæm. Verið er að finna fleiri lausnir til að bregðast við auknum fjölda. Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst en frá þeim tíma hafa 1.056 flóttamenn komið til Íslands í leit að vernd. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að flæðið sé stöðugt þar sem um tíu til fimmtán manns séu að koma daglega og því þurfi reglulega að færa fólk á milli úrræða. „Það flæðir inn og út úr þessum skammtímaúrræðum okkar, fólk er þar í nokkrar vikur áður en það heldur svo áfram annað hvort yfir til sveitarfélaganna eða jafnvel í einhver skjól sem eru á okkar vegum þar sem þau geta þá verið í allt að þrjá mánuði,“ segir Gylfi. Eitt af þeim skammtímaúrræðum sem um ræðir er Hótel Saga en greint var frá því um síðustu helgi að hópi flóttamanna þar hafi verið gert að fara annað. Margir leituðu í kjölfarið á samfélagsmiðla í leit að leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það yrði annars flutt á Bifröst í skjól. „Það hefur gengið upp og ofan, það sem ég hef heyrt af því alla vega,“ segir Gylfi aðspurður um hvernig fólkinu hafi gengið. „Þetta er náttúrulega erfiður markaður, það er ekki mikið í boði, og ég tala nú ekki um að ef þú ert útlendingur og talar um alla ensku heldur þá er þetta svolítið erfitt.“ „Ég bara hvet fólk til þess að vera jákvætt í garð flóttamannanna sem hingað koma, að leigja þeim húsnæði. Þetta er gott fólk upp til hópa,“ segir Gylfi. Fólk fái alltaf aðstoð frá yfirvöldum en staðreyndin sé sú að sífellt þyngra reynist nú að finna langtímahúsnæði. „Það sem við erum að vinna í núna það er að safna saman húsnæði úti á landi og þá jafnvel störfum sem eru þeim samhliða þannig að fólk gæti þá farið í starf og búsetu víðs vegar um landið,“ segir Gylfi. Þá er verið að fjölga úrræðum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. „Það hefur staðið tæpt á því stundum að þau fyllist öll hjá okkur þannig að við veðrum að vera skrefi á undan hugsa vel fram í tímann,“ segir hann. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Leigumarkaður Tengdar fréttir Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. 17. maí 2022 23:01 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst en frá þeim tíma hafa 1.056 flóttamenn komið til Íslands í leit að vernd. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að flæðið sé stöðugt þar sem um tíu til fimmtán manns séu að koma daglega og því þurfi reglulega að færa fólk á milli úrræða. „Það flæðir inn og út úr þessum skammtímaúrræðum okkar, fólk er þar í nokkrar vikur áður en það heldur svo áfram annað hvort yfir til sveitarfélaganna eða jafnvel í einhver skjól sem eru á okkar vegum þar sem þau geta þá verið í allt að þrjá mánuði,“ segir Gylfi. Eitt af þeim skammtímaúrræðum sem um ræðir er Hótel Saga en greint var frá því um síðustu helgi að hópi flóttamanna þar hafi verið gert að fara annað. Margir leituðu í kjölfarið á samfélagsmiðla í leit að leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það yrði annars flutt á Bifröst í skjól. „Það hefur gengið upp og ofan, það sem ég hef heyrt af því alla vega,“ segir Gylfi aðspurður um hvernig fólkinu hafi gengið. „Þetta er náttúrulega erfiður markaður, það er ekki mikið í boði, og ég tala nú ekki um að ef þú ert útlendingur og talar um alla ensku heldur þá er þetta svolítið erfitt.“ „Ég bara hvet fólk til þess að vera jákvætt í garð flóttamannanna sem hingað koma, að leigja þeim húsnæði. Þetta er gott fólk upp til hópa,“ segir Gylfi. Fólk fái alltaf aðstoð frá yfirvöldum en staðreyndin sé sú að sífellt þyngra reynist nú að finna langtímahúsnæði. „Það sem við erum að vinna í núna það er að safna saman húsnæði úti á landi og þá jafnvel störfum sem eru þeim samhliða þannig að fólk gæti þá farið í starf og búsetu víðs vegar um landið,“ segir Gylfi. Þá er verið að fjölga úrræðum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. „Það hefur staðið tæpt á því stundum að þau fyllist öll hjá okkur þannig að við veðrum að vera skrefi á undan hugsa vel fram í tímann,“ segir hann.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Leigumarkaður Tengdar fréttir Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. 17. maí 2022 23:01 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09
Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. 17. maí 2022 23:01
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00