„Við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 20:01 Nýr meirihluti hefur verið myndaður í Kópavogi. Vísir Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land, tólf dögum eftir kjördag. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land. Málefnasáttmáli flokkanna var undirritaður í dag en þeir störfuðu einnig saman á síðasta kjörtímabili. Ármann Kr. Ólafsson, sitjandi bæjarstjóri, tilkynnti fyrir kosningarnar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en Sjálfstæðismenn halda áfram bæjarstjórnarstólnum. „Ég er mjög spennt fyrir þessu mikilvæga og stóra verkefni sem er fram undan,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og verðandi bæjarstjóri, aðspurð um hvernig henni lítist á nýja hlutverkið. „Að sjálfsögðu er þetta næstu fjögur árin og við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala,“ segir Ásdís enn fremur. Ákveðnar lotur í viðræðunum strembnari en aðrar Viðræður flokkanna hófust strax daginn eftir kjördag en tóku nokkurn tíma að sögn oddvitanna, enda sáttmálinn undirritaður tólf dögum eftir að kosningarnar fóru fram. „Vissulega voru þarna þættir sem þurfti að fara vel yfir og komu ákveðnar lotur sem voru strembnari en aðrar, það verður alveg að viðurkennast,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, en hann tekur fram að í grunninn hafi verið samhljómur um helstu málefnin. „Við ætlum alls ekki að sitja við orðin tóm, heldur ætlum við að klára verkefni sem að við erum búin að lista upp,“ segir Orri um þau verkefni sem kveðið er á um í sáttmálanum. Þetta tekur Ásdís undir. „Við erum afskaplega stolt og ánægð af þeirri niðurstöðu sem við erum að birta hér í sáttmála beggja flokka.“ Aðspurð um hvers vegna það tók svo langan tíma að ljúka viðræðum segir Ásdís að þau hafi viljað vanda til verka. „Í stað þess að flýta okkur um og of þá ákváðum við frekar að gefa okkur tíma að skrifa sáttmála sem að endurspeglar þær áherslur sem báðir flokkarnir lögðu fram í kosningabaráttunni,“ segir Ásdís. Alls mynda flokkarnir tveir sex manna meirihluta, fjórir úr Sjálfstæðisflokknum og tveir úr Framsókn. Um er að ræða sama meirihluta og á síðasta kjörtímabili en Sjálfstæðisflokkurinn missti einn mann í kosningunum á meðan Framsóknarflokkurinn bætti við sig manni. Líkt og áður segir halda Sjálfstæðismenn bæjarstjórnarstólnum en Orri Vignir verður formaður bæjarráðs fyrir Framsóknarflokkinn. Flokkarnir skipta síðan á milli sín embætti forseta bæjarstjórnar, þannig að hvor flokkur heldur embættinu helming kjörtímabilsins. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kynntu málefnasamning í Kópavogi Klukkan í dag þrjú hefst blaðamannafundur í Gerðasafni í Kópavogi þar oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum kynna nýjan málefnasamning. 26. maí 2022 14:57 Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28 Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. 25. maí 2022 18:54 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land. Málefnasáttmáli flokkanna var undirritaður í dag en þeir störfuðu einnig saman á síðasta kjörtímabili. Ármann Kr. Ólafsson, sitjandi bæjarstjóri, tilkynnti fyrir kosningarnar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en Sjálfstæðismenn halda áfram bæjarstjórnarstólnum. „Ég er mjög spennt fyrir þessu mikilvæga og stóra verkefni sem er fram undan,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og verðandi bæjarstjóri, aðspurð um hvernig henni lítist á nýja hlutverkið. „Að sjálfsögðu er þetta næstu fjögur árin og við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala,“ segir Ásdís enn fremur. Ákveðnar lotur í viðræðunum strembnari en aðrar Viðræður flokkanna hófust strax daginn eftir kjördag en tóku nokkurn tíma að sögn oddvitanna, enda sáttmálinn undirritaður tólf dögum eftir að kosningarnar fóru fram. „Vissulega voru þarna þættir sem þurfti að fara vel yfir og komu ákveðnar lotur sem voru strembnari en aðrar, það verður alveg að viðurkennast,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, en hann tekur fram að í grunninn hafi verið samhljómur um helstu málefnin. „Við ætlum alls ekki að sitja við orðin tóm, heldur ætlum við að klára verkefni sem að við erum búin að lista upp,“ segir Orri um þau verkefni sem kveðið er á um í sáttmálanum. Þetta tekur Ásdís undir. „Við erum afskaplega stolt og ánægð af þeirri niðurstöðu sem við erum að birta hér í sáttmála beggja flokka.“ Aðspurð um hvers vegna það tók svo langan tíma að ljúka viðræðum segir Ásdís að þau hafi viljað vanda til verka. „Í stað þess að flýta okkur um og of þá ákváðum við frekar að gefa okkur tíma að skrifa sáttmála sem að endurspeglar þær áherslur sem báðir flokkarnir lögðu fram í kosningabaráttunni,“ segir Ásdís. Alls mynda flokkarnir tveir sex manna meirihluta, fjórir úr Sjálfstæðisflokknum og tveir úr Framsókn. Um er að ræða sama meirihluta og á síðasta kjörtímabili en Sjálfstæðisflokkurinn missti einn mann í kosningunum á meðan Framsóknarflokkurinn bætti við sig manni. Líkt og áður segir halda Sjálfstæðismenn bæjarstjórnarstólnum en Orri Vignir verður formaður bæjarráðs fyrir Framsóknarflokkinn. Flokkarnir skipta síðan á milli sín embætti forseta bæjarstjórnar, þannig að hvor flokkur heldur embættinu helming kjörtímabilsins.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kynntu málefnasamning í Kópavogi Klukkan í dag þrjú hefst blaðamannafundur í Gerðasafni í Kópavogi þar oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum kynna nýjan málefnasamning. 26. maí 2022 14:57 Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28 Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. 25. maí 2022 18:54 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Kynntu málefnasamning í Kópavogi Klukkan í dag þrjú hefst blaðamannafundur í Gerðasafni í Kópavogi þar oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum kynna nýjan málefnasamning. 26. maí 2022 14:57
Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42
Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. 25. maí 2022 18:54
Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31