Ellefu sæti skilja liðin að þar sem Flensburg situr í fjórða sæti en Stuttgart í því fimmtánda þegar þrjár til fjórar umferðir eru eftir af mótinu.
Leikurinn í dag var þó jafn og spennandi en heimamenn í Stuttgart leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 15-13. Þegar líða tók á leikinn náðu gestirnir yfirhöndinni og unnu að lokum tveggja marka sigur, 26-28.
Teitur Örn Einarsson gerði eitt mark fyrir Flensburg en Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað hjá Stuttgart í dag. Þá var Viggó Kristjánsson ekki í leikmannahópi Stuttgart í dag og munar um minna í sóknarleik liðsins.