Var búinn að ganga frá samningi við United: „Þá hringdi Klopp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. maí 2022 14:31 Mané hefur náð miklum árangri hjá Liverpool en hefur verið orðaður við brottför í sumar. James Gill - Danehouse/Getty Images Sadio Mané, leikmaður Liverpool, greinir frá því í viðtali við Jamie Carragher að hann hafi verið búinn að ganga frá samningi við Manchester United sumarið 2016 en snerist hugur eftir símtal frá Jürgen Klopp. Mané hefur verið á meðal albestu leikmanna Liverpool-liðsins eftir skipti sín frá Southampton sumarið 2016. Hann hefur skorað 90 mörk í 196 deildarleikjum fyrir liðið og alls 23 mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Ferill hans hefði hins vegar getað farið öðruvísi þar sem hann var gott sem búinn að ganga frá skiptum til Manchester United sumarið 2016, en eitt símtal breytti öllu. „Ég verð að segja að ég var mjög nálægt því að ganga í raðir Manchester United,“ sagði Mané í viðtali við Jamie Carragher, fyrrum varnarmann Liverpool. „Ég var með kláran samning þar, allt var frágengið, allt var klárt. En þá hugsaði ég: 'Nei, ég við fara til Liverpool'. Klopp hringdi og sannfærði mig um hans verkefni. “ Jamie Carragher meets Sadio Mane: 'I had a contract from Manchester United - then Klopp rang' | @Carra23 https://t.co/uzWykitopO— Telegraph Sport (@TelegraphSport) May 27, 2022 Fyrirgaf Klopp Dortmund-klúðrið Mané var óviss um þýska þjálfarann þar sem fyrirhuguð skipti hans til Dortmund, sem þá var undir stjórn Klopps, gengu ekki í gegn. Mané var þá leikmaður Red Bull Salzburg í Austurríki og segir það hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segist hafa fyrirgefið Klopp það klúður. „Ég man enn eftir því þegar ég fékk fyrst símtal frá Klopp. Ég var að horfa á sjónvarpið, á hasarmynd, vegna þess að ég elska bíómyndir, og hann sagði: Sadio, ég vil útskýra fyrir þér hvað gerðist hjá Dortmund'. Það var þegar hann reyndi að fá mig til Dortmund sem gekk ekki af einverjum ástæðum. Hann útskýrði hvað hefði farið úrskeiðis og ég sagði: Það er allt í lagi, þetta gerðist. Ég fyrirgaf honum. Þá sagðist hann vilja fá mig til Liverpool og ég sammæltist því að Dortmund-málið væri að baki og við skildum einblína á framtíðina.“ Klopp var staðráðinn í að gera ekki sömu mistök tvisvar.vísir/Getty Klopp hefur sjálfur sagst hafa fyllst mikilli eftirsjá að hafa hætt við kaupin á Mané til Dortmund á sínum tíma. Þegar Mané hafði verið á mála hjá Liverpool í örfáa mánuði árið 2016 lét Klopp hafa eftir sér: „Með Sadio var það mjög einfalt mál að ég gerði mistök að fá hann ekki.“ „Um þremur mánuðum seinna vildi ég kýla sjálfan mig, ég vissi þá þegar að ég ég myndi grípa næsta tækifæri sem ég fengi til að kaupa hann,“ sagði Klopp um málið árið 2016. Óvissa þykir ríkja um framtíð Mané hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina. Hann sagði í viðtali í vikunni að hann myndi ákveða framtíð sína eftir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni á laugardagskvöld. Hann hefur verið orðaður við bæði Paris Saint-Germain og Bayern München. Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Mané hefur verið á meðal albestu leikmanna Liverpool-liðsins eftir skipti sín frá Southampton sumarið 2016. Hann hefur skorað 90 mörk í 196 deildarleikjum fyrir liðið og alls 23 mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Ferill hans hefði hins vegar getað farið öðruvísi þar sem hann var gott sem búinn að ganga frá skiptum til Manchester United sumarið 2016, en eitt símtal breytti öllu. „Ég verð að segja að ég var mjög nálægt því að ganga í raðir Manchester United,“ sagði Mané í viðtali við Jamie Carragher, fyrrum varnarmann Liverpool. „Ég var með kláran samning þar, allt var frágengið, allt var klárt. En þá hugsaði ég: 'Nei, ég við fara til Liverpool'. Klopp hringdi og sannfærði mig um hans verkefni. “ Jamie Carragher meets Sadio Mane: 'I had a contract from Manchester United - then Klopp rang' | @Carra23 https://t.co/uzWykitopO— Telegraph Sport (@TelegraphSport) May 27, 2022 Fyrirgaf Klopp Dortmund-klúðrið Mané var óviss um þýska þjálfarann þar sem fyrirhuguð skipti hans til Dortmund, sem þá var undir stjórn Klopps, gengu ekki í gegn. Mané var þá leikmaður Red Bull Salzburg í Austurríki og segir það hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segist hafa fyrirgefið Klopp það klúður. „Ég man enn eftir því þegar ég fékk fyrst símtal frá Klopp. Ég var að horfa á sjónvarpið, á hasarmynd, vegna þess að ég elska bíómyndir, og hann sagði: Sadio, ég vil útskýra fyrir þér hvað gerðist hjá Dortmund'. Það var þegar hann reyndi að fá mig til Dortmund sem gekk ekki af einverjum ástæðum. Hann útskýrði hvað hefði farið úrskeiðis og ég sagði: Það er allt í lagi, þetta gerðist. Ég fyrirgaf honum. Þá sagðist hann vilja fá mig til Liverpool og ég sammæltist því að Dortmund-málið væri að baki og við skildum einblína á framtíðina.“ Klopp var staðráðinn í að gera ekki sömu mistök tvisvar.vísir/Getty Klopp hefur sjálfur sagst hafa fyllst mikilli eftirsjá að hafa hætt við kaupin á Mané til Dortmund á sínum tíma. Þegar Mané hafði verið á mála hjá Liverpool í örfáa mánuði árið 2016 lét Klopp hafa eftir sér: „Með Sadio var það mjög einfalt mál að ég gerði mistök að fá hann ekki.“ „Um þremur mánuðum seinna vildi ég kýla sjálfan mig, ég vissi þá þegar að ég ég myndi grípa næsta tækifæri sem ég fengi til að kaupa hann,“ sagði Klopp um málið árið 2016. Óvissa þykir ríkja um framtíð Mané hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina. Hann sagði í viðtali í vikunni að hann myndi ákveða framtíð sína eftir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni á laugardagskvöld. Hann hefur verið orðaður við bæði Paris Saint-Germain og Bayern München.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira