Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. maí 2022 15:24 Þóra Einarsdóttir hafði betur gegn Íslensku óperunni en hún er ein fremsta óperusöngkona landsins. vísir Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Í málinu var deilt um hvort kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistamanna skyldi gilda um atriði er varða launagreiðslur og yfirvinnu. Þóra gerði verktakasamningi við Óperuna fyrir hlutverk hennar í uppsetningu á Brúðkaupi Fígarós. Óperan hafnaði hins vegar að fara eftir ákvæðum kjarasamnings FÍH við uppgjör launa vegna yfirvinnu og var leyst úr þeirri deilu með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar var fallist var á rök Óperunnar um að fara einungis eftir verktakasamningum við óperusöngvara . Nú hefur Landsréttur hins vegar snúið þeirri niðurstöðu við og talið ákvæði verktakasamnings Þóru og Óperunnar, um lakari kjör en kveðið var á um í kjarasamningnum, ógild. Mikill léttir Í samtali við Vísi segir Þóra mikinn létti að fá þessa niðurstöðu. „Ég átti nú ekki von á því að þetta tæki nærri þrjú ár og skrýtið að þurfa að berjast fyrir svona löguðu í svo langan tíma, en það er rosalega góð tilfinning að fá rétta niðurstöðu í málið.“ „Þetta gat bara einhvern veginn ekki staðist,“ sagði Þóra um niðurstöðu héraðsdóms að kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistamanna um yfirvinnuþök og greiðslur vegna yfirvinnuboðunar skyldu ekki gilda. „Kjarasamningurinn á bara að gilda í öllum liðum, og það á að fara eftir honum. Það er ekki hægt að velja einhverja ákveðna liði. Þessi niðurstaða á allavega við um söngvara í Fígaró þar sem Óperan taldi sig mega fara fram yfir vinnutíma án þess að greiða yfirvinnu.“ Þóra segir að fyrir sitt leyti hafi málið ekki snúist um peninginn heldur takmarkanir á vinnuboðun Óperunnar og takmörk hennar. „Áttu þá bara engin takmörk að gilda? Mátti boða okkur í 40 tíma eða 60 tíma? Við skrifum bara undir að vinnutíminn sé til ráðstöfunar fyrir Íslensku óperunnar. Þetta var bara svo furðulegt að þetta gat ekki staðist.“ Þóra í hlutverki Súsönnu í Brúðkaupi Fígarósíslenska óperan Deilt um kjarasamning frá árinu 2000 Forsaga málsins er sú að Þóra tók að sér hlutverk Súsönnu í uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós með ráðningarsamningi dagsettum 28. ágúst 2019. Samkvæmt samningnum átti Þóra að fá greidda ákveðna upphæð fyrir æfingatímabil og fasta upphæð fyrir hverja sýningu. Þegar ráðningarsamningurinn var undirritaður var í gildi kjarasamningur milli Óperunnar og Félags íslenskra hljómlistarmanna frá 4. desember 2000, sem hafði ekki verið sagt upp og var því enn í gildi. Í ráðningarsamningi Þóru var tvívegis vísað í umræddan samning Óperunnar og FÍH: „Á æfingatímabilinu er tími söngvarans til ráðstöfunar fyrir Íslenzku óperuna til æfinga innan þeirra marka sem vinnuverndarákvæði í samningum íslenzku óperunnar við söngvaradeild Félags íslenzkra leikara og Félagi íslenzkra hljómlistarmanna frá 4. desember 2000 kveða á um.“ „Undirritun þessa samnings bindur báða aðila með tilvísan í fyrrnefndan kjarasamning milli Íslenzku óperunnar og Félags íslenzkra leikara/Félags íslenzkra hljómlistarmanna um kaup og kjör lausráðinna söngvara, með þeim frávikum og fyrirvörum sem felast kunna í ofantöldum atriðum." Vangoldin laun og ótakmörkuð yfirvinnuboðun Við athugun FÍH kom í ljós að æfingalaun voru of lágt reiknuð, að greiðslu vantaði vegna yfirvinnutíma og að greiðslu vantaði vegna 17,48 prósent álags á laun. Í dómi héraðsdóms kom fram að Þóra vissi ekki til kjarasamningsins milli Óperunnar og FÍH en það gerði hins vegar Steinunn Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Íslensku óperunnar. „Því bar henni virða ákvæði hans að öllu leyti þar á meðal varðandi uppfærðar launagreiðslur,“ segir í dómnum um rök Þóru varðandi þessi atriði. Landsréttur hefur hins vegar fallist á þessi rök. Í stefnu Þóru var bent á að í 1. grein kjarasamningsins segi að gera skuli skriflegan ráðningarsamning við alla einsöngvara sem ráðnir eru í hlutverk hjá Íslensku óperunni, minnst átta vikum áður en æfingar hefjast, í því formi sem aðilar koma sér saman um. Þá skuli Óperan senda FÍL og FÍH lista yfir þá sem hafa verið ráðnir og yfirlýsingu um að ekki verði greidd lægri laun en samningurinn segir til um. „Óumdeilt er að stefndi sendi FÍH hvorki ofangreindan lista yfir ráðna söngvara né yfirlýsingu um að ekki verði greidd lægri laun en kveðið er á um í títtnefndum samningi. Þá vill stefnandi vekja athygli á því að þær launatölur sem fram koma í samningnum eru lágmarkstölur. Þar sem hvoki barst listinn né yfirlýsingin hafði FÍH ekki tök á að sannreyna hvort umsamin laun milli stefnda og stefnanda voru rétt. Við athugun FÍH kom í ljós að launin voru of lág,“ sagði í stefnu Þóru. Þess var því krafist að Íslenska óperan greiði Þóru vangoldin laun, samtals 638 þúsund krónur og hefur Óperunni nú verið gert að greiða þá upphæð. Þá hefur Íslensku óperunni verið gert að greiða Þóru 2,8 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dóm Landsréttar má lesa hér. Íslenska óperan Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Þóra beið lægri hlut í launadeilu við Óperuna Íslenska óperan hefur verið sýknuð í máli sem söngkonan Þóra Einarsdóttir höfðaði á hendur Óperunni vegna meintra vangoldinna greiðslna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málskostnaður fellur niður. 8. janúar 2021 14:02 Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12 „Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 12. janúar 2021 21:22 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Í málinu var deilt um hvort kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistamanna skyldi gilda um atriði er varða launagreiðslur og yfirvinnu. Þóra gerði verktakasamningi við Óperuna fyrir hlutverk hennar í uppsetningu á Brúðkaupi Fígarós. Óperan hafnaði hins vegar að fara eftir ákvæðum kjarasamnings FÍH við uppgjör launa vegna yfirvinnu og var leyst úr þeirri deilu með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar var fallist var á rök Óperunnar um að fara einungis eftir verktakasamningum við óperusöngvara . Nú hefur Landsréttur hins vegar snúið þeirri niðurstöðu við og talið ákvæði verktakasamnings Þóru og Óperunnar, um lakari kjör en kveðið var á um í kjarasamningnum, ógild. Mikill léttir Í samtali við Vísi segir Þóra mikinn létti að fá þessa niðurstöðu. „Ég átti nú ekki von á því að þetta tæki nærri þrjú ár og skrýtið að þurfa að berjast fyrir svona löguðu í svo langan tíma, en það er rosalega góð tilfinning að fá rétta niðurstöðu í málið.“ „Þetta gat bara einhvern veginn ekki staðist,“ sagði Þóra um niðurstöðu héraðsdóms að kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistamanna um yfirvinnuþök og greiðslur vegna yfirvinnuboðunar skyldu ekki gilda. „Kjarasamningurinn á bara að gilda í öllum liðum, og það á að fara eftir honum. Það er ekki hægt að velja einhverja ákveðna liði. Þessi niðurstaða á allavega við um söngvara í Fígaró þar sem Óperan taldi sig mega fara fram yfir vinnutíma án þess að greiða yfirvinnu.“ Þóra segir að fyrir sitt leyti hafi málið ekki snúist um peninginn heldur takmarkanir á vinnuboðun Óperunnar og takmörk hennar. „Áttu þá bara engin takmörk að gilda? Mátti boða okkur í 40 tíma eða 60 tíma? Við skrifum bara undir að vinnutíminn sé til ráðstöfunar fyrir Íslensku óperunnar. Þetta var bara svo furðulegt að þetta gat ekki staðist.“ Þóra í hlutverki Súsönnu í Brúðkaupi Fígarósíslenska óperan Deilt um kjarasamning frá árinu 2000 Forsaga málsins er sú að Þóra tók að sér hlutverk Súsönnu í uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós með ráðningarsamningi dagsettum 28. ágúst 2019. Samkvæmt samningnum átti Þóra að fá greidda ákveðna upphæð fyrir æfingatímabil og fasta upphæð fyrir hverja sýningu. Þegar ráðningarsamningurinn var undirritaður var í gildi kjarasamningur milli Óperunnar og Félags íslenskra hljómlistarmanna frá 4. desember 2000, sem hafði ekki verið sagt upp og var því enn í gildi. Í ráðningarsamningi Þóru var tvívegis vísað í umræddan samning Óperunnar og FÍH: „Á æfingatímabilinu er tími söngvarans til ráðstöfunar fyrir Íslenzku óperuna til æfinga innan þeirra marka sem vinnuverndarákvæði í samningum íslenzku óperunnar við söngvaradeild Félags íslenzkra leikara og Félagi íslenzkra hljómlistarmanna frá 4. desember 2000 kveða á um.“ „Undirritun þessa samnings bindur báða aðila með tilvísan í fyrrnefndan kjarasamning milli Íslenzku óperunnar og Félags íslenzkra leikara/Félags íslenzkra hljómlistarmanna um kaup og kjör lausráðinna söngvara, með þeim frávikum og fyrirvörum sem felast kunna í ofantöldum atriðum." Vangoldin laun og ótakmörkuð yfirvinnuboðun Við athugun FÍH kom í ljós að æfingalaun voru of lágt reiknuð, að greiðslu vantaði vegna yfirvinnutíma og að greiðslu vantaði vegna 17,48 prósent álags á laun. Í dómi héraðsdóms kom fram að Þóra vissi ekki til kjarasamningsins milli Óperunnar og FÍH en það gerði hins vegar Steinunn Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Íslensku óperunnar. „Því bar henni virða ákvæði hans að öllu leyti þar á meðal varðandi uppfærðar launagreiðslur,“ segir í dómnum um rök Þóru varðandi þessi atriði. Landsréttur hefur hins vegar fallist á þessi rök. Í stefnu Þóru var bent á að í 1. grein kjarasamningsins segi að gera skuli skriflegan ráðningarsamning við alla einsöngvara sem ráðnir eru í hlutverk hjá Íslensku óperunni, minnst átta vikum áður en æfingar hefjast, í því formi sem aðilar koma sér saman um. Þá skuli Óperan senda FÍL og FÍH lista yfir þá sem hafa verið ráðnir og yfirlýsingu um að ekki verði greidd lægri laun en samningurinn segir til um. „Óumdeilt er að stefndi sendi FÍH hvorki ofangreindan lista yfir ráðna söngvara né yfirlýsingu um að ekki verði greidd lægri laun en kveðið er á um í títtnefndum samningi. Þá vill stefnandi vekja athygli á því að þær launatölur sem fram koma í samningnum eru lágmarkstölur. Þar sem hvoki barst listinn né yfirlýsingin hafði FÍH ekki tök á að sannreyna hvort umsamin laun milli stefnda og stefnanda voru rétt. Við athugun FÍH kom í ljós að launin voru of lág,“ sagði í stefnu Þóru. Þess var því krafist að Íslenska óperan greiði Þóru vangoldin laun, samtals 638 þúsund krónur og hefur Óperunni nú verið gert að greiða þá upphæð. Þá hefur Íslensku óperunni verið gert að greiða Þóru 2,8 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dóm Landsréttar má lesa hér.
Íslenska óperan Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Þóra beið lægri hlut í launadeilu við Óperuna Íslenska óperan hefur verið sýknuð í máli sem söngkonan Þóra Einarsdóttir höfðaði á hendur Óperunni vegna meintra vangoldinna greiðslna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málskostnaður fellur niður. 8. janúar 2021 14:02 Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12 „Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 12. janúar 2021 21:22 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Þóra beið lægri hlut í launadeilu við Óperuna Íslenska óperan hefur verið sýknuð í máli sem söngkonan Þóra Einarsdóttir höfðaði á hendur Óperunni vegna meintra vangoldinna greiðslna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málskostnaður fellur niður. 8. janúar 2021 14:02
Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12
„Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 12. janúar 2021 21:22