Viðar ráðinn aftur til Eflingar Árni Sæberg skrifar 27. maí 2022 20:14 Viðar Þorsteinsson tekur brátt aftur til starfa hjá Eflingu. vísir/vilhelm Stjórn Eflingar hefur samþykkt ráðningar hóps stjórnenda sem munu hefja störf á næstu vikum. Meðal þeirra er Viðar Þorsteinsson. Viðar tekur við starfi fræðslu- og félagsmálastjóra stéttarfélagsins en hann var áður framkvæmdastjóri þess. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Viðar sagði upp störfum þann 1. nóvember síðastliðinn, daginn eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns Eflingar eftir mikla ólgu innan félagsins. Þegar nýtt fólk var komið í brúna hjá Eflingu var sálfræði- og ráðgjafastofan Líf og sál fengin til að gera úttekt á stjórnarháttum fyrri stjórnenda. Í skýrslu stofunnar kom meðal annars fram að Viðar teldist hafa gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar. Viðar þvertók fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Þá gagnrýndi hann að ekki hefði verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum. Tímasetningin væri engin tilviljun; á ferðinni væri úthugsaður leikur til að spilla framboði Sólveigar Önnu til formanns. Allir gengu í gegnum hæfnismat Stjórnin samþykkti einnig ráðningar Magnúsa Rínars Magnússonar sviðsstjóra þjónustu og Ingólfs B. Jónssonar sviðsstjóra vinnuréttinda. Áður hefur verið greint frá því að Perla Ösp Ásgeirsdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar. Þá hefur einnig verið gengið frá ráðningu Sveins Ingvasonar í stöðu forstöðumanns orlofshúsa, en Sveinn hefur um árabil verið yfirmaður orlofshúsamála Eflingar. Stefán Ólafsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum og Ragnar Ólason tekur við starfi sérfræðings í kjarasamningsgerð. „Allir þessir einstaklingar fóru í gegnum viðtöl og hæfnismat hjá ráðningarstofu. Með þessum ráðningum hafa stjórnunarstöður allra helstu sviða starfseminnar á skrifstofu Eflingar verið mannaðar,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Almennar ráðningar ganga vel Þá segir að lokafrágangur standi nú yfir á ráðningum annarra starfsmanna en mikill fjöldi umsókna hafi borist þegar störf voru auglýst þann 16. apríl síðastliðinn. Ráða þarf mikinn fjölda fólks í kjölfar þess stjórn félagsins samþykkti tillögu Sólveigar Önnu, sem hafði þá tekið við formannssæti á ný, þess efnis að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp. „Ráðningar hafa gengið framar vonum. Rekstur skrifstofunnar er og verður í góðum höndum. Næsta skref er að ganga frá ráðningum almennra starfsmanna, og vonir standa til að því verði lokið innan skamms,“ er haft eftir Sólveigu Önna Jónsdóttur í tilkynningu. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vistaskipti Tengdar fréttir Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12 Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Viðar tekur við starfi fræðslu- og félagsmálastjóra stéttarfélagsins en hann var áður framkvæmdastjóri þess. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Viðar sagði upp störfum þann 1. nóvember síðastliðinn, daginn eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns Eflingar eftir mikla ólgu innan félagsins. Þegar nýtt fólk var komið í brúna hjá Eflingu var sálfræði- og ráðgjafastofan Líf og sál fengin til að gera úttekt á stjórnarháttum fyrri stjórnenda. Í skýrslu stofunnar kom meðal annars fram að Viðar teldist hafa gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar. Viðar þvertók fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Þá gagnrýndi hann að ekki hefði verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum. Tímasetningin væri engin tilviljun; á ferðinni væri úthugsaður leikur til að spilla framboði Sólveigar Önnu til formanns. Allir gengu í gegnum hæfnismat Stjórnin samþykkti einnig ráðningar Magnúsa Rínars Magnússonar sviðsstjóra þjónustu og Ingólfs B. Jónssonar sviðsstjóra vinnuréttinda. Áður hefur verið greint frá því að Perla Ösp Ásgeirsdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar. Þá hefur einnig verið gengið frá ráðningu Sveins Ingvasonar í stöðu forstöðumanns orlofshúsa, en Sveinn hefur um árabil verið yfirmaður orlofshúsamála Eflingar. Stefán Ólafsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum og Ragnar Ólason tekur við starfi sérfræðings í kjarasamningsgerð. „Allir þessir einstaklingar fóru í gegnum viðtöl og hæfnismat hjá ráðningarstofu. Með þessum ráðningum hafa stjórnunarstöður allra helstu sviða starfseminnar á skrifstofu Eflingar verið mannaðar,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Almennar ráðningar ganga vel Þá segir að lokafrágangur standi nú yfir á ráðningum annarra starfsmanna en mikill fjöldi umsókna hafi borist þegar störf voru auglýst þann 16. apríl síðastliðinn. Ráða þarf mikinn fjölda fólks í kjölfar þess stjórn félagsins samþykkti tillögu Sólveigar Önnu, sem hafði þá tekið við formannssæti á ný, þess efnis að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp. „Ráðningar hafa gengið framar vonum. Rekstur skrifstofunnar er og verður í góðum höndum. Næsta skref er að ganga frá ráðningum almennra starfsmanna, og vonir standa til að því verði lokið innan skamms,“ er haft eftir Sólveigu Önna Jónsdóttur í tilkynningu.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vistaskipti Tengdar fréttir Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12 Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12
Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15