Stéttarfélög

Fréttamynd

Ræstitækni ehf.: Fríríki at­vinnu­rekandans

Mikið er rætt í íslensku samfélagi um réttindi kvenna “inngildingu” fólks af erlendum uppruna. Meðferð ræstingafyrirtækisins Ræstitækni ehf. á trúnaðarmanninum Andreinu Edwards Quero sýnir hins vegar hversu langt er í land þegar kemur að stöðu innflytjendakvenna í láglaunastörfum á íslenskum vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Staða hjúkrunar

Staða hjúkr­un­ar­fræðinga á Íslandi er góð, hjúkr­un­ar­fræðing­ar eru vel menntaðir og hæf­ir, geta valið úr störf­um og fá auðveld­lega störf hvar sem er í heim­in­um. Það sama á ekki við um heil­brigðis­kerfið sem vant­ar sár­lega hjúkr­un­ar­fræðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar misvitringar leika listina að ljúga

í vikunni birtist grein á Vísi.is þar sem vegið er harðlega að störfum formanns og stjórnar Leiðsagnar félags leiðsögumanna og látið líta út eins og þar sé á ferð eitthvað misjafnt sem verið er að fela.

Skoðun
Fréttamynd

Við­fangs­efni dag­legs lífs

Kjör okkar og afkoma ráðast af mörgum þáttum sem oft tengjast með einum eða öðrum hætti. Það verður því alltaf að horfa til þeirra allra þegar rætt er um kaup og kjör, árangur í kjarabaráttu og möguleika á þeim vettvangi.

Skoðun
Fréttamynd

Svar til Höllu – Vara­sjóður VR

Í grein sinni frá 5. febrúar fjallar Halla Gunnarsdóttir, sitjandi formaður VR, um varasjóð VR og þær áskoranir sem tengjast honum. Ég fagna þessari umræðu, því varasjóðurinn hefur lengi verið umdeildur meðal félagsfólks VR.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjár í fram­boði for­manns Fíh

Þrjár eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það eru þær Helga Rósa Másdóttir, Hulda Björg Óladóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi föstudaginn 28. febrúar og lýkur á hádegi þriðjudaginn 4. mars. Nýr formaður tekur við af Guðbjörgu Pálsdóttur sem hefur verið formaður síðustu ár. 

Innlent
Fréttamynd

Stefna kennurum

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands og krefst þess að verkföll Kennarasambandsins, sem nú hafa skollið á að nýju, verði dæmd ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur í fram­boði til for­manns VR

Fjögur framboð bárust til formanns VR. Framboðsfrestur rann út á hádegi í dag. Kosningar hefjast klukkan tíu að morgni fimmtudagsins 6. mars og þeim lýkur klukkan tólf á hádegi fimmtudaginn 13. mars. Einnig verður kosið í stjórn, varastjórn og trúnaðarráð.

Innlent
Fréttamynd

Kröfu for­eldranna vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum hóps foreldra leikskólabarna, um að viðurkennt yrði að verkfall leikskólakennara væri ólögmætt.

Innlent
Fréttamynd

Þor­steinn Skúli tekur formannsslaginn

Þorsteinn Skúli Sveinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR. Þorsteinn Skúli er lögfræðingur og starfaði lengi hjá VR sem sérfræðingur á kjarasviði.

Innlent
Fréttamynd

Leggur fram innanhússtillögu

Ríkissáttasemjari leggur fram innanhússtillögu í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög á fundi í Karphúsinu klukkan fjögur í dag. Ekki þarf að setja innanhússtillögu í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna en samninganefndir beggja aðila þurfa að fallast á hana innan tiltekins tíma.

Innlent
Fréttamynd

Plottað um heims­yfir­ráð eða dauða

Blásið verður til Kvennaárs með dansveislu í Iðnó í kvöld. Í ár eru fimmtíu ár liðin frá Kvennafrídeginum og í tilefni þess verður allt árið verður lagt undir jafnréttisbaráttu að sögn formanns BSRB. Tugir samtaka standa að viðburðinum.

Innlent
Fréttamynd

Fjarðabyggð gegn kjara­samningum

Fyrir tæpu ári síðan voru undirritaðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði þar sem launafólk undirgekkst afar hóflegar launahækkanir á verðbólgutímum gegn því að atvinnurekendur héldu aftur af verðhækkunum og hið opinbera aftur af gjaldskrárhækkunum. 

Skoðun
Fréttamynd

Býður sig fram til for­manns VR

Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Hug­mynd af barnum árið 2005

Fyrir góðum tuttugu árum síðan sat ég á bar með góðri vinkonu minni, nánar tiltekið á Ölstofu Kormáks & Skjaldar í þeim reykjarmekki sem þá þótti eðlilegur fyrir bari.

Skoðun
Fréttamynd

Boða til alls­herjar­fundar samninga­nefnda Kennara­sam­bandsins

Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi.

Innlent
Fréttamynd

Halla vill leiða VR á­fram

Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 

Innlent
Fréttamynd

Geðheilsu­skatturinn

Um árabil hefur VR stéttarfélag vakið athygli á því misræmi sem er á skattalegri meðferð styrkja stéttarfélaga eftir því til hvers styrkurinn er veittur. Sérstaklega er hrópandi misræmi á milli styrkja sem félagsfólk nýtur eftir því hvort það vill rækta sína andlegu eða líkamlegu heilsu.

Skoðun