Stoltur af því að hafa veitt öðrum fótboltamanni innblástur til að koma út úr skápnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2022 08:02 Josh Cavallo var um tíma eini atvinnufótboltamaðurinn sem var opinberlega samkynhneigður. Daniel Pockett/Getty Images Josh Cavallo, leikmaður Adelaide United í áströlsku úrvalsdeildinni í fótbolta, segist vera virkilega stoltur af því að hann hafi veitt öðrum knattspyrnumanni innblástur og hugrekki til að segja frá kynhneigð sinni. Á seinasta ári birti þessi 22 ára Ástrali myndband á netinu þar sem hann tilkynnti að hann væri samkynhneigður. „Ég er fótboltamaður og ég er samkynhneigður,“ sagði Cavallo í upphafi myndbandsins. Á þeim tíma var hann eini núverandi fótboltamaðurinn í heiminum sem spilar í efstu deild sem var opinberlega samkynhneigður. „Þetta voru bara hráar tilfinningar. Ég vildi að fólk sæi hvernig mér leið,“ sagði Cavallo þegar hann var spurður út í myndbandið fyrr í vikunni. „Ég bjóst aldrei við því að sá dagur kæmi að ég myndi segja: „Ég heiti Josh Cavallo, ég er fótboltamaður og ég er samkynhneigður.“ Hann segir líka frá því hversu ánægður og stoltur hann sé að hafa veitt hinum 17 ára Jake Daniels, sem leikur með Blackpool á Englandi, innblástur til að koma út úr skápnum og segja frá kynhneigð sinni. „Að vita það að ég hafi haft svona áhrif á einhvern á svona stuttum tíma er algjörlega magnað,“ sagði Cavallo stoltur. Jake Daniels varð í seinustu viku fyrsti breski atvinnufótboltamaðurinn til að koma út úr skápnum í rúmlega 30 ár. Hann segir að Cavallo hafi veitt sér innblástur og að þeir tveir ræði reglulega saman. „Mín ráð til hans eru að fagna því hver þú ert,“ hélt Cavallo áfram. „Þú ert að hefja nýjan kafla í lífi þínu, þetta er lífið þitt núna, þannig að farðu út og lifðu því. Ég er virkilega spenntur fyrir hönd okkar beggja. Við eru rétt að byrja ferlana okkar.“ „Þetta er verk í vinnslu og þetta verða ekki allt gleðidagar. Það koma líka dagar þar sem þetta er erfitt. En hann er undirbúinn fyrir það,“ sagði Cavallo að lokum. Hinsegin Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Á seinasta ári birti þessi 22 ára Ástrali myndband á netinu þar sem hann tilkynnti að hann væri samkynhneigður. „Ég er fótboltamaður og ég er samkynhneigður,“ sagði Cavallo í upphafi myndbandsins. Á þeim tíma var hann eini núverandi fótboltamaðurinn í heiminum sem spilar í efstu deild sem var opinberlega samkynhneigður. „Þetta voru bara hráar tilfinningar. Ég vildi að fólk sæi hvernig mér leið,“ sagði Cavallo þegar hann var spurður út í myndbandið fyrr í vikunni. „Ég bjóst aldrei við því að sá dagur kæmi að ég myndi segja: „Ég heiti Josh Cavallo, ég er fótboltamaður og ég er samkynhneigður.“ Hann segir líka frá því hversu ánægður og stoltur hann sé að hafa veitt hinum 17 ára Jake Daniels, sem leikur með Blackpool á Englandi, innblástur til að koma út úr skápnum og segja frá kynhneigð sinni. „Að vita það að ég hafi haft svona áhrif á einhvern á svona stuttum tíma er algjörlega magnað,“ sagði Cavallo stoltur. Jake Daniels varð í seinustu viku fyrsti breski atvinnufótboltamaðurinn til að koma út úr skápnum í rúmlega 30 ár. Hann segir að Cavallo hafi veitt sér innblástur og að þeir tveir ræði reglulega saman. „Mín ráð til hans eru að fagna því hver þú ert,“ hélt Cavallo áfram. „Þú ert að hefja nýjan kafla í lífi þínu, þetta er lífið þitt núna, þannig að farðu út og lifðu því. Ég er virkilega spenntur fyrir hönd okkar beggja. Við eru rétt að byrja ferlana okkar.“ „Þetta er verk í vinnslu og þetta verða ekki allt gleðidagar. Það koma líka dagar þar sem þetta er erfitt. En hann er undirbúinn fyrir það,“ sagði Cavallo að lokum.
Hinsegin Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira