„Þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fáviti sem ég hef kynnst“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2022 14:00 Guðlaugur Victor Pálsson í einum af 29 leikjum sínum með íslenska A-landsliðinu. Hann og Thierry Henry náðu ekki vel saman til að byrja með í New York. Getty/Alex Grimm Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var á sínum tími samherji goðsagnarinnar Thierry Henry hjá New York Red Bulls. Aðspurður á þeim tíma hefði Guðlaugur Victor sagt að Henry væri algjör fáviti. Skoðun hans hefur þó breyst með árunum. Guðlaugur Victor leikur í dag með þýska stórveldinu Schalke 04. Bar hann fyrirliðaband liðsins er það tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Guðlaugur Victor ræddi lífið og veginn í þættinum Dagmál á mbl.is. Þar á meðal ræddi hann veru sína í New York og til að mynda að það væri mikilvægara fyrir hann í dag að vera með fjölskyldu sinni heldur en íslenska landsliðinu. Guðlaugur Victor hefur áður rætt Henry en eftir að Íslendingurinn svaraði framherjanum franska þá svaraði Frakkinn með því að leggja hann í einelti á æfingum. „Ef þú hefðir spurt mig þá, þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fáviti sem ég hef kynnst. En þegar ég horfi til baka – ég var – hann er sigurvegari. Hann er búinn að vera hjá Arsenal, Barcelona og vinna allt sem hægt er að vinna.“ „Þegar ég horfði á Last Dance með Michael Jordan, ég sá bara Thierry Henry. Þannig var hann. Þótt hann hafi verið í New York Red Bulls, hann vildi bara vinna. Hann vildi fá það sama, eins og Michael Jordan í þáttunum.“ „Ég var með stóran kjaft þegar ég hafði alls ekki efni á því, tíminn minn hjá New York var algjört flopp sko. Ég var með stóran kjaft og var bara krakki í hans augum,“ segir Guðlaugur Victor í viðtalinu sem finna má á vef mbl. Hinn 31 árs gamli Guðlaugur Victor hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars spilað á Englandi, í Skotlandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Austurríki og Þýskalandi. Hann á að baki 29 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 1 mark. Fótbolti MLS Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Guðlaugur Victor leikur í dag með þýska stórveldinu Schalke 04. Bar hann fyrirliðaband liðsins er það tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Guðlaugur Victor ræddi lífið og veginn í þættinum Dagmál á mbl.is. Þar á meðal ræddi hann veru sína í New York og til að mynda að það væri mikilvægara fyrir hann í dag að vera með fjölskyldu sinni heldur en íslenska landsliðinu. Guðlaugur Victor hefur áður rætt Henry en eftir að Íslendingurinn svaraði framherjanum franska þá svaraði Frakkinn með því að leggja hann í einelti á æfingum. „Ef þú hefðir spurt mig þá, þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fáviti sem ég hef kynnst. En þegar ég horfi til baka – ég var – hann er sigurvegari. Hann er búinn að vera hjá Arsenal, Barcelona og vinna allt sem hægt er að vinna.“ „Þegar ég horfði á Last Dance með Michael Jordan, ég sá bara Thierry Henry. Þannig var hann. Þótt hann hafi verið í New York Red Bulls, hann vildi bara vinna. Hann vildi fá það sama, eins og Michael Jordan í þáttunum.“ „Ég var með stóran kjaft þegar ég hafði alls ekki efni á því, tíminn minn hjá New York var algjört flopp sko. Ég var með stóran kjaft og var bara krakki í hans augum,“ segir Guðlaugur Victor í viðtalinu sem finna má á vef mbl. Hinn 31 árs gamli Guðlaugur Victor hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars spilað á Englandi, í Skotlandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Austurríki og Þýskalandi. Hann á að baki 29 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 1 mark.
Fótbolti MLS Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira