Finna til mikillar ábyrgðar Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 28. maí 2022 20:09 Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi, og Baldur Kristjánsson, varaformaður. Vísir Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool og Real Madrid eigast við fer fram í kvöld. Hérlendis má finna fjölda stuðningsmanna Liverpool sem vona ekkert heitar en að lið þeirra vinni. Stemningin var rífandi þegar fréttamaður leit við hjá stuðningsmönnum Liverpool skömmu fyrir leik en fjöldinn allur af stuðningsmönnum liðsins fylgjast nú saman með leiknum. Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi, sagði taugarnar vera merkilega rólegar þegar stutt var í úrslitaleikinn og að hann fyndi fyrir bjartsýni. „Við erum líka komnir með reynslu, þetta er fjórði leikurinn á stuttum tíma. Maður er farinn að haga deginum þannig að taugarnar þjáist ekki of mikið. Ég held að af þessum skiptum höfum við aldrei verið slakari,“ sagði Baldur Kristjánsson, varaformaður Liverpool-samfélagsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vona að þetta sé ekki nokkurs konar værukærð eða eitthvað svoleiðis en ég vil bara kalla þetta reynslu,“ bætti Sóli við. Báðir segjast þeir finna til mikillar ábyrgðar þegar kemur að því að leiða stóran hóp Liverpool-stuðningsmanna á Íslandi. Sóli segir að það hafi verið mjög stór ákvörðun að taka formennskuna að sér árið 2018. Hann hafi misst töluna á því hversu margir titlar hafa safnast í verðlaunagripaskáp liðsins eftir að þeir Baldur tóku við en segir þá slaga upp í tíu titla. „Við erum bara hættir að telja en jú vissulega er ákveðin pressa á hverju ári þegar við setjumst niður og tökum stjórnina með okkur. Þá er það bara þannig að ef við skilum ekki titli þá munum við segja af okkur,“ segir Baldur. Þið ætlið að íhuga stöðu ykkar ef leikurinn tapast í kvöld? „Sko. Ekkert endilega þessi leikur, við vorum að tala um titlalaust samfélag. Þá myndum við segja af okkur en við þurfum samt að íhuga það mjög vel því við getum ekki skilið eftir höfuðlaust samfélag, það er ábyrgðarhlutur,“ segir Sóli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Félagasamtök Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Stemningin var rífandi þegar fréttamaður leit við hjá stuðningsmönnum Liverpool skömmu fyrir leik en fjöldinn allur af stuðningsmönnum liðsins fylgjast nú saman með leiknum. Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi, sagði taugarnar vera merkilega rólegar þegar stutt var í úrslitaleikinn og að hann fyndi fyrir bjartsýni. „Við erum líka komnir með reynslu, þetta er fjórði leikurinn á stuttum tíma. Maður er farinn að haga deginum þannig að taugarnar þjáist ekki of mikið. Ég held að af þessum skiptum höfum við aldrei verið slakari,“ sagði Baldur Kristjánsson, varaformaður Liverpool-samfélagsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vona að þetta sé ekki nokkurs konar værukærð eða eitthvað svoleiðis en ég vil bara kalla þetta reynslu,“ bætti Sóli við. Báðir segjast þeir finna til mikillar ábyrgðar þegar kemur að því að leiða stóran hóp Liverpool-stuðningsmanna á Íslandi. Sóli segir að það hafi verið mjög stór ákvörðun að taka formennskuna að sér árið 2018. Hann hafi misst töluna á því hversu margir titlar hafa safnast í verðlaunagripaskáp liðsins eftir að þeir Baldur tóku við en segir þá slaga upp í tíu titla. „Við erum bara hættir að telja en jú vissulega er ákveðin pressa á hverju ári þegar við setjumst niður og tökum stjórnina með okkur. Þá er það bara þannig að ef við skilum ekki titli þá munum við segja af okkur,“ segir Baldur. Þið ætlið að íhuga stöðu ykkar ef leikurinn tapast í kvöld? „Sko. Ekkert endilega þessi leikur, við vorum að tala um titlalaust samfélag. Þá myndum við segja af okkur en við þurfum samt að íhuga það mjög vel því við getum ekki skilið eftir höfuðlaust samfélag, það er ábyrgðarhlutur,“ segir Sóli.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Félagasamtök Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira