Finna til mikillar ábyrgðar Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 28. maí 2022 20:09 Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi, og Baldur Kristjánsson, varaformaður. Vísir Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool og Real Madrid eigast við fer fram í kvöld. Hérlendis má finna fjölda stuðningsmanna Liverpool sem vona ekkert heitar en að lið þeirra vinni. Stemningin var rífandi þegar fréttamaður leit við hjá stuðningsmönnum Liverpool skömmu fyrir leik en fjöldinn allur af stuðningsmönnum liðsins fylgjast nú saman með leiknum. Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi, sagði taugarnar vera merkilega rólegar þegar stutt var í úrslitaleikinn og að hann fyndi fyrir bjartsýni. „Við erum líka komnir með reynslu, þetta er fjórði leikurinn á stuttum tíma. Maður er farinn að haga deginum þannig að taugarnar þjáist ekki of mikið. Ég held að af þessum skiptum höfum við aldrei verið slakari,“ sagði Baldur Kristjánsson, varaformaður Liverpool-samfélagsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vona að þetta sé ekki nokkurs konar værukærð eða eitthvað svoleiðis en ég vil bara kalla þetta reynslu,“ bætti Sóli við. Báðir segjast þeir finna til mikillar ábyrgðar þegar kemur að því að leiða stóran hóp Liverpool-stuðningsmanna á Íslandi. Sóli segir að það hafi verið mjög stór ákvörðun að taka formennskuna að sér árið 2018. Hann hafi misst töluna á því hversu margir titlar hafa safnast í verðlaunagripaskáp liðsins eftir að þeir Baldur tóku við en segir þá slaga upp í tíu titla. „Við erum bara hættir að telja en jú vissulega er ákveðin pressa á hverju ári þegar við setjumst niður og tökum stjórnina með okkur. Þá er það bara þannig að ef við skilum ekki titli þá munum við segja af okkur,“ segir Baldur. Þið ætlið að íhuga stöðu ykkar ef leikurinn tapast í kvöld? „Sko. Ekkert endilega þessi leikur, við vorum að tala um titlalaust samfélag. Þá myndum við segja af okkur en við þurfum samt að íhuga það mjög vel því við getum ekki skilið eftir höfuðlaust samfélag, það er ábyrgðarhlutur,“ segir Sóli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Félagasamtök Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Stemningin var rífandi þegar fréttamaður leit við hjá stuðningsmönnum Liverpool skömmu fyrir leik en fjöldinn allur af stuðningsmönnum liðsins fylgjast nú saman með leiknum. Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi, sagði taugarnar vera merkilega rólegar þegar stutt var í úrslitaleikinn og að hann fyndi fyrir bjartsýni. „Við erum líka komnir með reynslu, þetta er fjórði leikurinn á stuttum tíma. Maður er farinn að haga deginum þannig að taugarnar þjáist ekki of mikið. Ég held að af þessum skiptum höfum við aldrei verið slakari,“ sagði Baldur Kristjánsson, varaformaður Liverpool-samfélagsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vona að þetta sé ekki nokkurs konar værukærð eða eitthvað svoleiðis en ég vil bara kalla þetta reynslu,“ bætti Sóli við. Báðir segjast þeir finna til mikillar ábyrgðar þegar kemur að því að leiða stóran hóp Liverpool-stuðningsmanna á Íslandi. Sóli segir að það hafi verið mjög stór ákvörðun að taka formennskuna að sér árið 2018. Hann hafi misst töluna á því hversu margir titlar hafa safnast í verðlaunagripaskáp liðsins eftir að þeir Baldur tóku við en segir þá slaga upp í tíu titla. „Við erum bara hættir að telja en jú vissulega er ákveðin pressa á hverju ári þegar við setjumst niður og tökum stjórnina með okkur. Þá er það bara þannig að ef við skilum ekki titli þá munum við segja af okkur,“ segir Baldur. Þið ætlið að íhuga stöðu ykkar ef leikurinn tapast í kvöld? „Sko. Ekkert endilega þessi leikur, við vorum að tala um titlalaust samfélag. Þá myndum við segja af okkur en við þurfum samt að íhuga það mjög vel því við getum ekki skilið eftir höfuðlaust samfélag, það er ábyrgðarhlutur,“ segir Sóli.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Félagasamtök Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira