Utan vallar: Komust á Rushmore-fjall íslenska handboltans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2022 10:01 Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, er kominn í góða æfingu við að lyfta bikurum. vísir/hulda margrét Valur var með langbesta lið landsins í handbolta karla í vetur. Það er staðreynd, ekki skoðun. En hversu gott er Valsliðið 2021-22 í sögulegu samhengi? Á laugardaginn komst Valur á Rushmore-fjall íslenska handboltans með nokkrum goðsagnakenndum liðum þegar þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV, 30-31, í Eyjum. Valsmenn kórónuðu þar með stórkostlegt tímabil þar sem þeir unnu þrennuna svokölluðu, urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar. Aðeins fimm lið höfðu afrekað það áður: FH 1992, Valur 1993, Afturelding 1999, Haukar 2010 og ÍBV 2018. Fámennur en afar góðmennur hópur. Á Rushmore fjallinu í Suður-Dakóta eru hausmyndir af fjórum af frægustu Bandaríkjaforsetum sögunnar: George Washington, Thomas Jefferson, Theodore Roosevelt og Abraham Lincoln. Valur varð jafnframt fyrsta liðið í íslenskum karlahandbolta til að vinna tvöfalt tvö ár í röð. Valsmenn voru líka hársbreidd frá því að komast í hóp með Haukum 2005, HK 2012 og Haukum 2015 sem unnu alla leiki sína í úrslitakeppninni. Það hefði verið ansi vígalegt að taka alla þrjá titlana og vinna alla leikina í úrslitakeppninni. En eitt naumt tap fyrir sterku liði ÍBV telur lítið í stóra samhenginu. Valur vann ekki bara leikina sína; þeir rústuðu þeim. Fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni unnu Valsmenn með samtals 51 marks mun. Fyrri hálfleikurinn í fyrsta leiknum gegn ÍBV, sem Valur vann 22-9, var meistarastykki og eftir þann leik bjuggust eflaust flestir við að Valsmenn myndu sópa Eyjamönnum eins og Frömurum og Selfyssingum. En ÍBV á mikið hrós skilið fyrir að koma til baka. Þeir fundu lausnir og síðustu þrír leikirnir voru hnífjafnir. Árangurinn er ekki það eina aðdáunarverða við Valsliðið 2021-22 heldur einnig spilamennskan. Fullt af íslenskum liðum hafa spilað hraðan handbolta en ekkert á sama hraða þetta Valslið. Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert frábæra hluti með Val.vísir/Hulda Margrét Það keyrði í hvert einasta skipti og skoraði ógrynni marka eftir hraðaupphlaup og hraða miðju. Sóknirnar voru oft örstuttar sem hlýtur að hafa verið niðurdrepandi fyrir andstæðingana. Eftir að hafa kannski að puðað og erfiðað í mínútu til að skora tók það Val kannski bara tíu sekúndur að koma boltanum í markið hinum megin. Til að spila þennan túrbóbolta þarf að vera í góðu formi og það vantar ekkert upp á það hjá Valsmönnum. Líkamlegt atgervi liðsins er augljóslega fyrsta flokks. Svo hjálpar líka til að vera með mikla breidd eins og Valur býr svo sannarlega yfir. Lán í óláni Valsliðið varð ekki til á einni nóttu. Fyrstu tvö tímabil Snorra Steins Guðjónssonar enduðu með því að Val var sópað í sumarfrí og þegar þeir virtust vera líklegir meistarakandítatar 2019-20, og urðu deildarmeistarar, var tímabilið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Á ýmsu gekk tímabilið 2020-21 og framan af því voru Valsmenn ekki líklegir til afreka. En þeir urðu betri eftir því sem á leið og svo óstöðvandi í óhefðbundinni úrslitakeppni. Skarð Einars Þorsteins Ólafssonar hjá Val verður vandfyllt. Hann er á leið til Frederica í Danmörku.vísir/Hulda Margrét Mikil meiðsli herjuðu á Val tímabilið 2020-21 en það reyndist blessun í dulargervi því þá fékk Einar Þorsteinn Ólafsson tækifæri. Drengurinn er ekki bara frábær varnarmaður heldur virðist handboltagreindin og hæfileikinn til að hefja hraðaupphlaup hafa erfst í beinan karllegg. Svipað gerðist í vetur. Vegna meiðsla fengu til að mynda bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir stórt tækifæri, gripu gæsina og gott betur. Frammistaða Arnórs var það góð að Agnar Smári Jónsson, einn mesti endakall íslensks handbolta síðustu ára, fékk nánast ekkert að spila. Síðasta púslið í Valsliðið var svo Björgvin Páll Gústavsson. Besti markvörður landsins og þar að auki með frábærar sendingar fram völlinn. Og ekki fækkaði hraðaupphlaupsmörkunum við komu hans. Sögulega samhengið En já, vorum við ekki að spá í því hvar ætti að setja þetta Valslið yfir þau bestu sem hafa sést hér á landi. Valur er allavega besta lið sem undirritaður hefur séð á þeim rúmu tuttugu árum sem hann hefur fylgst með handbolta. Einu liðin frá aldamótum sem gætu talist í sama flokki eru Haukar 2001 og ÍBV 2018. Haukar unnu tvöfalt, komust í undanúrslit EHF-bikarsins og voru með fjölda landsliðsmanna innan sinna raða. Eyjamenn unnu þrefalt og fóru í undanúrslit Áskorendabikarsins. Magnús Óli Magnússon í leik Vals og Lemgo síðasta haust.vísir/vilhelm Bæði þessi lið hafa árangur í Evrópukeppni fram yfir Val 2022. En það er erfitt að skammast í Valsmönnum fyrir að vinna ekki þýsku bikarmeistarana. Raunar spilaði Valur tvo hörkugóða leiki gegn Lemgo og það hefði verið áhugavert að sjá hvað strákarnir hans Snorra Steins hefðu getað gert í framhaldinu, hefðu þeir komist áfram. Það hlýtur að vera næsta mál á dagskrá hjá Val; að vera með læti í Evrópukeppni. Samanburðurinn við önnur eldri og frábær lið er snúnari, sérstaklega fyrir mann sem á „bara“ 33 ár á ferilskránni. Landslagið í handboltanum er allt öðruvísi en á síðustu öld og íþróttin tekið gríðarlega miklum breytingum. Þetta er samt líklega besta Valsliðið frá þrennuliðinu 1993 og Íslands- og deildarmeistaraliðinu 1995. Síðarnefnda liðið hafði svo það sem Val í vetur vantaði kannski, alvöru andstæðing eins og KA sem ýtti Val út á bjargbrúnina hvað eftir annað í goðsagnakenndum viðureignum í bikarúrslitum og úrslitaeinvígi. ÍBV gerði það að einhverju leyti í vetur en önnur lið voru ljósárum á eftir Val. Stiven Tobar Valencia blómstraði í úrslitakeppninni og var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins.vísir/Hulda Margrét Vondu fréttirnar fyrir hin ellefu liðin í Olís-deildinni er að fátt bendir til þess að Valur gefi eitthvað eftir á næsta tímabili. Einar Þorsteinn er vissulega á förum og skarð hans verður ekki fyllt svo glatt en hópurinn er sterkur og breiður, enginn er skortur á efnilegum leikmönnum á Hlíðarenda og svo er Valur fjársterkasta félag landsins. Strákarnir hans Snorra Steins hafa svifið vængjum þöndum undanfarna mánuði og allar líkur eru á að þeir geri það áfram og haldi áfram að skrifa nýja kafla í íslenska handboltasögu. Olís-deild karla Valur Utan vallar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira
Á laugardaginn komst Valur á Rushmore-fjall íslenska handboltans með nokkrum goðsagnakenndum liðum þegar þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV, 30-31, í Eyjum. Valsmenn kórónuðu þar með stórkostlegt tímabil þar sem þeir unnu þrennuna svokölluðu, urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar. Aðeins fimm lið höfðu afrekað það áður: FH 1992, Valur 1993, Afturelding 1999, Haukar 2010 og ÍBV 2018. Fámennur en afar góðmennur hópur. Á Rushmore fjallinu í Suður-Dakóta eru hausmyndir af fjórum af frægustu Bandaríkjaforsetum sögunnar: George Washington, Thomas Jefferson, Theodore Roosevelt og Abraham Lincoln. Valur varð jafnframt fyrsta liðið í íslenskum karlahandbolta til að vinna tvöfalt tvö ár í röð. Valsmenn voru líka hársbreidd frá því að komast í hóp með Haukum 2005, HK 2012 og Haukum 2015 sem unnu alla leiki sína í úrslitakeppninni. Það hefði verið ansi vígalegt að taka alla þrjá titlana og vinna alla leikina í úrslitakeppninni. En eitt naumt tap fyrir sterku liði ÍBV telur lítið í stóra samhenginu. Valur vann ekki bara leikina sína; þeir rústuðu þeim. Fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni unnu Valsmenn með samtals 51 marks mun. Fyrri hálfleikurinn í fyrsta leiknum gegn ÍBV, sem Valur vann 22-9, var meistarastykki og eftir þann leik bjuggust eflaust flestir við að Valsmenn myndu sópa Eyjamönnum eins og Frömurum og Selfyssingum. En ÍBV á mikið hrós skilið fyrir að koma til baka. Þeir fundu lausnir og síðustu þrír leikirnir voru hnífjafnir. Árangurinn er ekki það eina aðdáunarverða við Valsliðið 2021-22 heldur einnig spilamennskan. Fullt af íslenskum liðum hafa spilað hraðan handbolta en ekkert á sama hraða þetta Valslið. Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert frábæra hluti með Val.vísir/Hulda Margrét Það keyrði í hvert einasta skipti og skoraði ógrynni marka eftir hraðaupphlaup og hraða miðju. Sóknirnar voru oft örstuttar sem hlýtur að hafa verið niðurdrepandi fyrir andstæðingana. Eftir að hafa kannski að puðað og erfiðað í mínútu til að skora tók það Val kannski bara tíu sekúndur að koma boltanum í markið hinum megin. Til að spila þennan túrbóbolta þarf að vera í góðu formi og það vantar ekkert upp á það hjá Valsmönnum. Líkamlegt atgervi liðsins er augljóslega fyrsta flokks. Svo hjálpar líka til að vera með mikla breidd eins og Valur býr svo sannarlega yfir. Lán í óláni Valsliðið varð ekki til á einni nóttu. Fyrstu tvö tímabil Snorra Steins Guðjónssonar enduðu með því að Val var sópað í sumarfrí og þegar þeir virtust vera líklegir meistarakandítatar 2019-20, og urðu deildarmeistarar, var tímabilið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Á ýmsu gekk tímabilið 2020-21 og framan af því voru Valsmenn ekki líklegir til afreka. En þeir urðu betri eftir því sem á leið og svo óstöðvandi í óhefðbundinni úrslitakeppni. Skarð Einars Þorsteins Ólafssonar hjá Val verður vandfyllt. Hann er á leið til Frederica í Danmörku.vísir/Hulda Margrét Mikil meiðsli herjuðu á Val tímabilið 2020-21 en það reyndist blessun í dulargervi því þá fékk Einar Þorsteinn Ólafsson tækifæri. Drengurinn er ekki bara frábær varnarmaður heldur virðist handboltagreindin og hæfileikinn til að hefja hraðaupphlaup hafa erfst í beinan karllegg. Svipað gerðist í vetur. Vegna meiðsla fengu til að mynda bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir stórt tækifæri, gripu gæsina og gott betur. Frammistaða Arnórs var það góð að Agnar Smári Jónsson, einn mesti endakall íslensks handbolta síðustu ára, fékk nánast ekkert að spila. Síðasta púslið í Valsliðið var svo Björgvin Páll Gústavsson. Besti markvörður landsins og þar að auki með frábærar sendingar fram völlinn. Og ekki fækkaði hraðaupphlaupsmörkunum við komu hans. Sögulega samhengið En já, vorum við ekki að spá í því hvar ætti að setja þetta Valslið yfir þau bestu sem hafa sést hér á landi. Valur er allavega besta lið sem undirritaður hefur séð á þeim rúmu tuttugu árum sem hann hefur fylgst með handbolta. Einu liðin frá aldamótum sem gætu talist í sama flokki eru Haukar 2001 og ÍBV 2018. Haukar unnu tvöfalt, komust í undanúrslit EHF-bikarsins og voru með fjölda landsliðsmanna innan sinna raða. Eyjamenn unnu þrefalt og fóru í undanúrslit Áskorendabikarsins. Magnús Óli Magnússon í leik Vals og Lemgo síðasta haust.vísir/vilhelm Bæði þessi lið hafa árangur í Evrópukeppni fram yfir Val 2022. En það er erfitt að skammast í Valsmönnum fyrir að vinna ekki þýsku bikarmeistarana. Raunar spilaði Valur tvo hörkugóða leiki gegn Lemgo og það hefði verið áhugavert að sjá hvað strákarnir hans Snorra Steins hefðu getað gert í framhaldinu, hefðu þeir komist áfram. Það hlýtur að vera næsta mál á dagskrá hjá Val; að vera með læti í Evrópukeppni. Samanburðurinn við önnur eldri og frábær lið er snúnari, sérstaklega fyrir mann sem á „bara“ 33 ár á ferilskránni. Landslagið í handboltanum er allt öðruvísi en á síðustu öld og íþróttin tekið gríðarlega miklum breytingum. Þetta er samt líklega besta Valsliðið frá þrennuliðinu 1993 og Íslands- og deildarmeistaraliðinu 1995. Síðarnefnda liðið hafði svo það sem Val í vetur vantaði kannski, alvöru andstæðing eins og KA sem ýtti Val út á bjargbrúnina hvað eftir annað í goðsagnakenndum viðureignum í bikarúrslitum og úrslitaeinvígi. ÍBV gerði það að einhverju leyti í vetur en önnur lið voru ljósárum á eftir Val. Stiven Tobar Valencia blómstraði í úrslitakeppninni og var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins.vísir/Hulda Margrét Vondu fréttirnar fyrir hin ellefu liðin í Olís-deildinni er að fátt bendir til þess að Valur gefi eitthvað eftir á næsta tímabili. Einar Þorsteinn er vissulega á förum og skarð hans verður ekki fyllt svo glatt en hópurinn er sterkur og breiður, enginn er skortur á efnilegum leikmönnum á Hlíðarenda og svo er Valur fjársterkasta félag landsins. Strákarnir hans Snorra Steins hafa svifið vængjum þöndum undanfarna mánuði og allar líkur eru á að þeir geri það áfram og haldi áfram að skrifa nýja kafla í íslenska handboltasögu.
Olís-deild karla Valur Utan vallar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira