„Þetta er mikill léttir, fyrst og fremst mikill léttir og mikið spennufall,“ segir Sindri.
„Ég ætla ekki að vera svo hrokafullur að segja að ég hafi vitað að ég myndi vinna en auðvitað vildi maður trúa því að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Sindri.
Hann segist hafa farið fram með ákveðna túlkun á löggjöfinni og dómarinn hafi blessunarlega verið sammála honum.
Sjá einnig: Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs
Sindri vill meina að niðurstaðan snúist í raun ekki um sig og ekki Ingólf.
„Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur. Við erum að taka fyrir dómstólum, hér og annars staðar, erum við að taka pínulítil en jákvæð skref í rétt átt að því að þolendur megi tjá sig um það sem kom fyrir þau. Að þolendur megi tjá sig. Það er það sem þetta snýst um,“ segir Sindri.