„Hélt að líf mitt væri búið þegar ég hætti að drekka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2022 10:30 Bryndís fór í meðferð en María hætti sjálf að drekka aðeins 19 ára. Þær Bryndís Morrison og María Kaldalón eiga það sameiginlegt að hafa hætt að drekka og hafa þær báðar komist að því að lífið var þá ekki búið, þvert á það sem þær héldu að myndi gerast. Saman halda þær úti hlaðvarpinu Taka tvö og er það um edrúmennskuna. „Þetta var bara þannig að ég var farin að drekka allar helgar og virka daga líka og var komin á rosalega vondan stað en þarna er ég aðeins 21 árs. Ég var farin að drekka ein og farin að fara á frekar skuggalega staði. Það var í raun ekkert eftir en að fara á Vog og játa mig sigraða,“ segir Bryndís sem náði botninum þegar hún var stödd í teiti og þar tók einn ungur drengur of stóran skammt. Hún var sjálf lögð í einelti þegar hún var yngri og segist hafa réttlætt drykkjuna með sjálfsvorkunn. „En ég fór bara að taka ábyrgð á áföllunum mínum og fór í áfallameðferð, svo flutti ég í mína eigin íbúð og tók ábyrgð á fjármálunum mínum og er í skóla í dag og í framkvæmdarstjórn SÁÁ. Ég er að gera hluti sem mig dreymdi um að gera af því að ég tók ábyrgð á sjúkdóminum mínum,“ segir Bryndís. Alltaf að brjóta loforðin Saga Maríu er ólík. Hún fór aldrei í meðferð, hætti sjálf en upplifun þeirra af fíkninni er þó svipuð. „Ég byrja frekar ung að drekka og það verður fljótlega lausn á mínu andlega ástandi. Ég finn að ef mér líður einhvern veginn þá get ég slökkt á því með því að drekka. Mér líður betur í eigin skinni þegar ég er undir áhrifum og það verður nýja normið mjög hratt. Þessi sjúkdómur þróast mjög hratt hjá mér og ég er að verða nítján ára gömul þegar ég ákveð að verða edrú og þá var ég búin að drekka í nokkur ár,“ segir María sem varð ekki fyrir áföllum áður en hún fór að drekka en þau komu aftur á móti í drykkjunni þó hún vilji ekki fara nánar út í það. „Ég var alltaf að lofa sjálfri mér að drekka ekki á morgun eða fá mér bara einn í kvöld og var alltaf að brjóta þessi loforð. Þetta fór rosalega hratt að eyða niður sjálfsmyndinni og fór að valda mjög mikilli vanlíðan. Ég hélt að líf mitt væri búið þegar ég hætti að drekka, en ég gerði það samt svo mikil var þörfin,“ segir María. „Ég upplifði það þannig að allir dagar yrði bara mánudagar og soðin ýsa. Ég kæmist aldrei aftur á Þjóðhátíð og kæmist aldrei aftur að skemmta mér á B5 og ég yrði aldrei aftur í tísku, það var svona mín upplifun. Að enginn myndi vilja tala við mig aftur út af því að áfengið var tekið í burtu og þá yrði ég ekki skemmtileg aftur,“ segir Bryndís og heldur áfram. „Allt í einu átti ég alltaf pening og alveg út mánuðinn. Ég fór að eyða meiri tíma með litla bróðir mínum og samskiptin við foreldra mína fóru að lagast og svona litlir hlutir í kringum mig fóru að raðast frekar fallega. Maður leit alltaf betur út og húðin var fallegri og ég bara hugsaði, ó þetta er allt í lagi,“ segir Bryndís en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Sjá meira
„Þetta var bara þannig að ég var farin að drekka allar helgar og virka daga líka og var komin á rosalega vondan stað en þarna er ég aðeins 21 árs. Ég var farin að drekka ein og farin að fara á frekar skuggalega staði. Það var í raun ekkert eftir en að fara á Vog og játa mig sigraða,“ segir Bryndís sem náði botninum þegar hún var stödd í teiti og þar tók einn ungur drengur of stóran skammt. Hún var sjálf lögð í einelti þegar hún var yngri og segist hafa réttlætt drykkjuna með sjálfsvorkunn. „En ég fór bara að taka ábyrgð á áföllunum mínum og fór í áfallameðferð, svo flutti ég í mína eigin íbúð og tók ábyrgð á fjármálunum mínum og er í skóla í dag og í framkvæmdarstjórn SÁÁ. Ég er að gera hluti sem mig dreymdi um að gera af því að ég tók ábyrgð á sjúkdóminum mínum,“ segir Bryndís. Alltaf að brjóta loforðin Saga Maríu er ólík. Hún fór aldrei í meðferð, hætti sjálf en upplifun þeirra af fíkninni er þó svipuð. „Ég byrja frekar ung að drekka og það verður fljótlega lausn á mínu andlega ástandi. Ég finn að ef mér líður einhvern veginn þá get ég slökkt á því með því að drekka. Mér líður betur í eigin skinni þegar ég er undir áhrifum og það verður nýja normið mjög hratt. Þessi sjúkdómur þróast mjög hratt hjá mér og ég er að verða nítján ára gömul þegar ég ákveð að verða edrú og þá var ég búin að drekka í nokkur ár,“ segir María sem varð ekki fyrir áföllum áður en hún fór að drekka en þau komu aftur á móti í drykkjunni þó hún vilji ekki fara nánar út í það. „Ég var alltaf að lofa sjálfri mér að drekka ekki á morgun eða fá mér bara einn í kvöld og var alltaf að brjóta þessi loforð. Þetta fór rosalega hratt að eyða niður sjálfsmyndinni og fór að valda mjög mikilli vanlíðan. Ég hélt að líf mitt væri búið þegar ég hætti að drekka, en ég gerði það samt svo mikil var þörfin,“ segir María. „Ég upplifði það þannig að allir dagar yrði bara mánudagar og soðin ýsa. Ég kæmist aldrei aftur á Þjóðhátíð og kæmist aldrei aftur að skemmta mér á B5 og ég yrði aldrei aftur í tísku, það var svona mín upplifun. Að enginn myndi vilja tala við mig aftur út af því að áfengið var tekið í burtu og þá yrði ég ekki skemmtileg aftur,“ segir Bryndís og heldur áfram. „Allt í einu átti ég alltaf pening og alveg út mánuðinn. Ég fór að eyða meiri tíma með litla bróðir mínum og samskiptin við foreldra mína fóru að lagast og svona litlir hlutir í kringum mig fóru að raðast frekar fallega. Maður leit alltaf betur út og húðin var fallegri og ég bara hugsaði, ó þetta er allt í lagi,“ segir Bryndís en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp