Tárvotur Zinchenko lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júní 2022 07:01 Oleksandr Zinchenko gat ekki haldið aftur af tilfinningum sínum á blaðamannafundi fyrir leik Úkraínu gegn Skotlandi. Mark Runnacles/Getty Images Úkraínski landsliðsmaðurinn Oleksandr Zinchenko brast í grát á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Skotlandi í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í kvöld. Hann lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta. Leikur Úkraínu og Skota fer fram í kvöld. Hann átti upphaflega að fara fram í lok mars, en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta verður fyrsti leikur úkraínska landsliðsins síðan innrásin hófst, en sigurlið kvöldsins mætir Wales í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Katar næstkomandi sunnudag. „Allir Úkraínumenn vilja bara einn hlut - að stöðva þetta stríð,“ sagði Zinchenko á blaðamannafundi í gær. „Ég er búinn að tala við fólk frá mismunandi löndum og ég er búinn að tala við nokkra úkraínska krakka sem bara skilja ekki hvað er í gangi í Úkraínu. Þau vilja bara að stríðið hætti. Þau eiga sér einn draum og það er að stöðva stríðið.“ Leikmaðurinn sagði einnig að liðsmenn úkraínska landsliðsins ættu sér annan draum. Að komast á HM fyrir þjóð sína. „Þegar kemur að fótbolta þá á liðið sér sinn eigin draum. Við viljum fara á HM. Við viljum gefa úkraínsku þjóðinni þá mögnuðu tilfinningu af því að þau eiga það svo sannarlega skilið á þessari stundu.“ Oleksandr Zinchenko couldn’t hold back the tears while discussing Russia’s invasion during Ukraine’s press conference 💛💙 pic.twitter.com/4MOfAvZjj8— B/R Football (@brfootball) May 31, 2022 Zinchenko hefur ekki farið í felur með tilfinningar sínar eftir að stríðið hófst og þegar hann svaraði spurningum frá úkraínskum blaðamanni á fundinum í gær brotnaði hann niður. Hann þakkaði einnig skoska liðinu fyrir móttökurnar og kallaði eftir samstöðu. „Ég vil líka segja að það eru fullt af þjóðum sem kannski skilja ekki að í dag er það Úkraína, en á morgun gætu það verið þið. Þess vegna þurfum við að sýna samstöðu og sigrast á ofríkinu.“ „Ég er viss um að öll úkraínska þjóðin mun fylgjast með okkur. Við finnum fyrir stuðningnum. Við getum talað eins mikið og við viljum, en við þurfum að sanna okkur á vellinum. Við munum reyna að færa þjóðinni okkar gleði og stolt,“ sagði klökkur Zinchenko að lokum. HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Leikur Úkraínu og Skota fer fram í kvöld. Hann átti upphaflega að fara fram í lok mars, en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta verður fyrsti leikur úkraínska landsliðsins síðan innrásin hófst, en sigurlið kvöldsins mætir Wales í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Katar næstkomandi sunnudag. „Allir Úkraínumenn vilja bara einn hlut - að stöðva þetta stríð,“ sagði Zinchenko á blaðamannafundi í gær. „Ég er búinn að tala við fólk frá mismunandi löndum og ég er búinn að tala við nokkra úkraínska krakka sem bara skilja ekki hvað er í gangi í Úkraínu. Þau vilja bara að stríðið hætti. Þau eiga sér einn draum og það er að stöðva stríðið.“ Leikmaðurinn sagði einnig að liðsmenn úkraínska landsliðsins ættu sér annan draum. Að komast á HM fyrir þjóð sína. „Þegar kemur að fótbolta þá á liðið sér sinn eigin draum. Við viljum fara á HM. Við viljum gefa úkraínsku þjóðinni þá mögnuðu tilfinningu af því að þau eiga það svo sannarlega skilið á þessari stundu.“ Oleksandr Zinchenko couldn’t hold back the tears while discussing Russia’s invasion during Ukraine’s press conference 💛💙 pic.twitter.com/4MOfAvZjj8— B/R Football (@brfootball) May 31, 2022 Zinchenko hefur ekki farið í felur með tilfinningar sínar eftir að stríðið hófst og þegar hann svaraði spurningum frá úkraínskum blaðamanni á fundinum í gær brotnaði hann niður. Hann þakkaði einnig skoska liðinu fyrir móttökurnar og kallaði eftir samstöðu. „Ég vil líka segja að það eru fullt af þjóðum sem kannski skilja ekki að í dag er það Úkraína, en á morgun gætu það verið þið. Þess vegna þurfum við að sýna samstöðu og sigrast á ofríkinu.“ „Ég er viss um að öll úkraínska þjóðin mun fylgjast með okkur. Við finnum fyrir stuðningnum. Við getum talað eins mikið og við viljum, en við þurfum að sanna okkur á vellinum. Við munum reyna að færa þjóðinni okkar gleði og stolt,“ sagði klökkur Zinchenko að lokum.
HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira