Bílaleigur stórauka bílakaup en horfa í auknum mæli til bensín- og dísilbíla Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2022 10:49 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fleiri horfa nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, eftir að verð á tengiltvinnbílum hækkaði í vor. Stóraukin umsvif bílaleiga eru meginástæða þess að sala á bílum jókst verulega á milli ára fyrstu mánuði ársins. Sala nýrra fólksbíla jókst um 63% á fyrstu fimm mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Nú hafa 6.844 nýi fólksbílar selst, þar af 2.223 í maí samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Það sem réði mestu um aukninguna á milli ára voru stórinnkaup bílaleiga á nýjum fólksbílum. Þær hafa keypt 3.333 nýja bíla það sem af er ári sem er 155% fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Kaup þeirra á fólksbílum tvöfaldaðist á milli ára í maí. Fólksbílakaup einstaklinga jukust um fjórðung á milli ára. Einstaklingar hafa keypt 2.624 bíla það sem af er ári. Önnur fyrirtæki en bílaleigur hafa keypt 808 nýjar fólksbifreiðar á árinu en það er fjölgun um fjögur prósent frá því í fyrra. Nýorkubílar rúmur helmingur nýrra bíla Svonefndir nýorkubílar, rafmagns-, tengiltvinn- og metanbílar, voru rétt rúmlega 57% allra seldra nýrra fólksbíla á fyrstu mánuðum ársins. Hlutfallið var um 46% á sama tíma í fyrra. Rafmagnsbílar voru 29,46% af heildinni en tengilvinnbílar 27,57%. Bílgreinasambandið bendir á að nú sé fyrirsjáanlegt að verð á tengiltvinnbílum hækki þar sem stjórnvöld hafa boðað afnám ívilnana. Fjöldatakmark um að aðeins fyrstu 15.000 seldu tengiltvinnbílarnir fengju ívilnanir náðist í apríl og var mikill gangur í sölu á þeim síðustu daga þess mánaðar og fyrstu daga maí. Þannig voru 423 tengiltvinnbílar skráðir fyrstu vikuna í maí en aðeins fjórir vikuna á eftir. Eftir að ívilnun stjórnvalda féll úr gildi hafa 207 tengiltvinnbílar verið skráðir. Greinilegt er að mati sambandsins að fleiri horfi nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, vegna minnkandi samkeppnishæfni tengiltvinnbíla. „Líklegt verður að teljast að það að stjórnvöld hafi ekki hlustað á rök Bílgreinasambandins og fleiri samtaka um þær afleiðingar sem þetta muni hafa til lengri tíma og muni setja markmið stjórnvalda í loftlagsmálum í uppnám þar sem hægja mun á orkuskiptum í samgöngum,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. Hlutfall vistvænna bílaleigubíla átti að aukast áfram Hraðari innleiðing vistvænna bílaleigubíla er á meðal aðgerða í áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Bílaleigur hafi verið kaupendur að um 40% af nýseldum bílum á landinu og það hlutfall sér hvergi svo hátt í heiminum. Hlutfall vistvænna bifreiða af nýskráðum bifreiðum hjá bílaleigufyrirtækjum fór úr fjórum prósentum árið 2019 í fjórtán prósent árið 2020. Í aðgerðaáætluninni frá 2020 var gert ráð fyrir að hlutfallið hækkaði enn frekar í fyrra og í ár með nýjum ívilnunum. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins hefur hlutfall nýorkubíla aukist verulega í innkaupum bílaleiga á milli ára. Um 65% fólksbílanna sem þær hafa keypt til þessa eru tengitvinn-, blendings- eða rafbílar. Sérstaklega fjölgaði tengiltvinnbílum hlutfallslega í innkaupunum. Þeir voru 9,63% af nýjum fólksbílum sem bílaleigur keyptu fyrri hluta árs í fyrra en voru rétt tæp 35% í ár. Hlutfall hreinna rafbíla er þó tiltölulega látt og lækkar raunar á milli ára. Þeir voru 4,89% af bílum sem bílaleigurnar keyptu á fyrstu mánuðum ársins en þeir voru 5,96% á sama tíma í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari tölum um bílainnkaup bílaleigufyrirtækjanna. Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Sala nýrra fólksbíla jókst um 63% á fyrstu fimm mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Nú hafa 6.844 nýi fólksbílar selst, þar af 2.223 í maí samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Það sem réði mestu um aukninguna á milli ára voru stórinnkaup bílaleiga á nýjum fólksbílum. Þær hafa keypt 3.333 nýja bíla það sem af er ári sem er 155% fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Kaup þeirra á fólksbílum tvöfaldaðist á milli ára í maí. Fólksbílakaup einstaklinga jukust um fjórðung á milli ára. Einstaklingar hafa keypt 2.624 bíla það sem af er ári. Önnur fyrirtæki en bílaleigur hafa keypt 808 nýjar fólksbifreiðar á árinu en það er fjölgun um fjögur prósent frá því í fyrra. Nýorkubílar rúmur helmingur nýrra bíla Svonefndir nýorkubílar, rafmagns-, tengiltvinn- og metanbílar, voru rétt rúmlega 57% allra seldra nýrra fólksbíla á fyrstu mánuðum ársins. Hlutfallið var um 46% á sama tíma í fyrra. Rafmagnsbílar voru 29,46% af heildinni en tengilvinnbílar 27,57%. Bílgreinasambandið bendir á að nú sé fyrirsjáanlegt að verð á tengiltvinnbílum hækki þar sem stjórnvöld hafa boðað afnám ívilnana. Fjöldatakmark um að aðeins fyrstu 15.000 seldu tengiltvinnbílarnir fengju ívilnanir náðist í apríl og var mikill gangur í sölu á þeim síðustu daga þess mánaðar og fyrstu daga maí. Þannig voru 423 tengiltvinnbílar skráðir fyrstu vikuna í maí en aðeins fjórir vikuna á eftir. Eftir að ívilnun stjórnvalda féll úr gildi hafa 207 tengiltvinnbílar verið skráðir. Greinilegt er að mati sambandsins að fleiri horfi nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, vegna minnkandi samkeppnishæfni tengiltvinnbíla. „Líklegt verður að teljast að það að stjórnvöld hafi ekki hlustað á rök Bílgreinasambandins og fleiri samtaka um þær afleiðingar sem þetta muni hafa til lengri tíma og muni setja markmið stjórnvalda í loftlagsmálum í uppnám þar sem hægja mun á orkuskiptum í samgöngum,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. Hlutfall vistvænna bílaleigubíla átti að aukast áfram Hraðari innleiðing vistvænna bílaleigubíla er á meðal aðgerða í áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Bílaleigur hafi verið kaupendur að um 40% af nýseldum bílum á landinu og það hlutfall sér hvergi svo hátt í heiminum. Hlutfall vistvænna bifreiða af nýskráðum bifreiðum hjá bílaleigufyrirtækjum fór úr fjórum prósentum árið 2019 í fjórtán prósent árið 2020. Í aðgerðaáætluninni frá 2020 var gert ráð fyrir að hlutfallið hækkaði enn frekar í fyrra og í ár með nýjum ívilnunum. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins hefur hlutfall nýorkubíla aukist verulega í innkaupum bílaleiga á milli ára. Um 65% fólksbílanna sem þær hafa keypt til þessa eru tengitvinn-, blendings- eða rafbílar. Sérstaklega fjölgaði tengiltvinnbílum hlutfallslega í innkaupunum. Þeir voru 9,63% af nýjum fólksbílum sem bílaleigur keyptu fyrri hluta árs í fyrra en voru rétt tæp 35% í ár. Hlutfall hreinna rafbíla er þó tiltölulega látt og lækkar raunar á milli ára. Þeir voru 4,89% af bílum sem bílaleigurnar keyptu á fyrstu mánuðum ársins en þeir voru 5,96% á sama tíma í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari tölum um bílainnkaup bílaleigufyrirtækjanna.
Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira