Sjötíu ár liðin frá því að Elísabet tók við krúnunni Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa 2. júní 2022 07:09 Valdaafmælisins verður minnst næstu fjóra daga. AP Þúsundir streyma nú að Buckingham höll þar sem þess er minnst í dag að sjötíu ár eru liðin frá því Elísabet önnur Englandsdrottning tók við krúnunni. Einnig er haldið upp á opinberan afmælisdag drottningar í dag. Enginn hefur setið eins lengi á konungsstóli í Bretlandi og Elísabet II sem tók við krúnunni aðeins 25 ára gömul eftir andlát föður hennar Georgs VI hinn 6. febrúar febrúar 1952. Elísabet fæddist 21. apríl 1926. Hún var krýnd hinn 2. júní 1953 og í dag eru því liðin 70 ár frá krýningunni. Hefð er fyrir því að drottningin haldi upp á fæðingardag sinn með fjölskyldunni en þjóðin fagnar opinberum afmælisdegi hennar annan laugardag í júní. Í þetta skiptið er opiberum afmælisdegi hennar hins vegar fagnað í dag svo hann beri upp á sama dag og krýningarafmælið. Mikið verður um dýrðir næstu fjóra daga í Bretlandi og samveldisríkjunum í tilefni dagsins en haldið verður upp á tímamótin allt árið. Í dag klukkan 10 að íslenskum tíma (11 í Bretlandi) verður mikil skrúðganga til heiðurs drottningunni eftir Mall breiðgötunni sem liggur frá Buchingham höll. Þúsundir manna höfðu safnast saman þar í morgun. Fyrsta írska hersveitin leiðir göngu tólf hundruð hermanna ásamt lífvarðasveit drottningar ásamt hundruð tónlistarmanna og um 240 hesta. Þessi ganga hefur verið farin á opinberum afmælisdegi konunga og drottninga í 260 ár. Hleypt verður af 121 fallbyssuskoti til heiðurs drottningunni og 70 herflugvélar af öllum stærðum og gerðum fljúga yfir Buckingham höll. Þá tendrar Elísabet samtímis á vitum vítt og breitt um borgir og bæði Bretlands og samveldisins. Hún mun síðan koma tvívegis í dag fram á svalir Buckingham hallar með fjölskyldumeðlimum til að heilsa upp á mannfjöldann. Allra hörðustu aðdáendur drottningarinnar, sem nú er orðin 96 ára gömul, sváfu fyrir utan höllina í nótt til að ná góðu útsýni yfir herlegheitin. Undirbúningur á Mall fyrir framan Buckinghamhöll.AP Harry Bretaprins og Meghan Markle eru bæði mætt til Bretlands til að fagna með drottningunni, en þau munu ekki vera í hópi fjölskyldumeðlima sem munu standa á svölum Buckingham-hallar ásamt drottningu og veifa mannfjöldanum. Bretland Kóngafólk Tímamót Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Enginn hefur setið eins lengi á konungsstóli í Bretlandi og Elísabet II sem tók við krúnunni aðeins 25 ára gömul eftir andlát föður hennar Georgs VI hinn 6. febrúar febrúar 1952. Elísabet fæddist 21. apríl 1926. Hún var krýnd hinn 2. júní 1953 og í dag eru því liðin 70 ár frá krýningunni. Hefð er fyrir því að drottningin haldi upp á fæðingardag sinn með fjölskyldunni en þjóðin fagnar opinberum afmælisdegi hennar annan laugardag í júní. Í þetta skiptið er opiberum afmælisdegi hennar hins vegar fagnað í dag svo hann beri upp á sama dag og krýningarafmælið. Mikið verður um dýrðir næstu fjóra daga í Bretlandi og samveldisríkjunum í tilefni dagsins en haldið verður upp á tímamótin allt árið. Í dag klukkan 10 að íslenskum tíma (11 í Bretlandi) verður mikil skrúðganga til heiðurs drottningunni eftir Mall breiðgötunni sem liggur frá Buchingham höll. Þúsundir manna höfðu safnast saman þar í morgun. Fyrsta írska hersveitin leiðir göngu tólf hundruð hermanna ásamt lífvarðasveit drottningar ásamt hundruð tónlistarmanna og um 240 hesta. Þessi ganga hefur verið farin á opinberum afmælisdegi konunga og drottninga í 260 ár. Hleypt verður af 121 fallbyssuskoti til heiðurs drottningunni og 70 herflugvélar af öllum stærðum og gerðum fljúga yfir Buckingham höll. Þá tendrar Elísabet samtímis á vitum vítt og breitt um borgir og bæði Bretlands og samveldisins. Hún mun síðan koma tvívegis í dag fram á svalir Buckingham hallar með fjölskyldumeðlimum til að heilsa upp á mannfjöldann. Allra hörðustu aðdáendur drottningarinnar, sem nú er orðin 96 ára gömul, sváfu fyrir utan höllina í nótt til að ná góðu útsýni yfir herlegheitin. Undirbúningur á Mall fyrir framan Buckinghamhöll.AP Harry Bretaprins og Meghan Markle eru bæði mætt til Bretlands til að fagna með drottningunni, en þau munu ekki vera í hópi fjölskyldumeðlima sem munu standa á svölum Buckingham-hallar ásamt drottningu og veifa mannfjöldanum.
Bretland Kóngafólk Tímamót Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira