Fær bætur fyrir að hafa verið skikkuð í sóttvarnarhús Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2022 09:24 Konan var skikkuð í sóttvarnarhús við komuna til landsins Vísir/Egil Kona sem skikkuð var í sóttkví í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins á rétt á sextíu þúsund króna miskabótum vegna þess. Konan hafði ætlað sér að fara í sóttkví á heimili sínu við komuna til landsins. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konunnar gegn íslenska ríkinu, þar sem hún fór fram á eina milljón krónur í miskabætur vegna tveggja daga dvalar í sóttvarnarhúsi. Konan, sem á lögheimili hér á landi, kom til Íslands frá Póllandi þann 2. apríl á síðasta ári. Við komuna var henni gert að sæta sóttkví í sóttvarnarhúsi í Þórunnartúni. Mótmælti hún þessari ráðstöfun, bæði áður en henni var ekið frá flugvellinum, og við komuna í sóttvarnarhús. Kemur fram í dómi héraðsdóms að ekki hafi verið ágreiningur uppi um að konan ætti að sæta sóttkví, hún hafi hins vegar viljað vera í sóttkví í heimahúsi sínu. Lykilúrskurður barst í millitíðinni Þáverandi lögmaður konunnar krafðist þessi að henni yrði leyft að víkja úr sóttvarnarhúsi. Að auki ákvað hún að bera ákvörðun um dvöl hennar þar undir héraðsdóm. Þann 5. apríl barst henni bréf frá sóttvarnalækni um að málið yrði borið undir dóm síðar sama dag. Síðar þann dag barst hins vegar úrskurður í málum annarra einstaklinga í sambærilegri stöðu og konan, fólks sem átti lögheimili á Íslandi en var eigi að síður gert að dvelja í sóttvarnarhúsi. Þar komst dómari að því að lagastoð hefði skort fyrir því skikka þá sem ættu lögheimili hér á landi og kysu að ljúka sóttkví þar í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins. Vegna þeirra mála var konunni boðið að ljúka sóttkví í heimahúsi hennar. Buðu þrjátíu þúsund krónur til að ljúka málinu Skömmu síðar krafðist konan bóta frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar frá 2. apríl til 4. apríl. Krafðist hún einnar milljónar króna í miskabætur, á grundvelli þess að hún hafi verið vistuð á litlu hótelherbergi, þar sem möguleikar hennar til að komast undir bert loft hafi verið verulega takmarkaðir. Þá hafi henni verið meinað að fara í gönguferð sér til heilsubótar. Til að ljúka málinu bauð íslenska ríkinu konunni þrjátíu þúsund krónur í miskabætur, fimmtán þúsund krónur fyrir hvorn sólarhring sem miðað var við í bréfi hennar að væri tímabil frelssviptingar. Þá var fallist á að greiða 85 þúsund krónur í málskostnað. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Konan tók við greiðslunni en höfðaði jafnframt mál þar sem hún taldi tjón hennar ekki hafa verið fullbætt. Ekki ómannúðleg meðferð Íslenska ríkið véfengdi ekki að ákvörðun sóttvarnalæknis um að konunni yrði skilt að dvelja í sóttvarnarhúsi hafi skort lagastoð. Taldi dómari málsins að af þeim sökum ætti hún rétt á miskabótum vegna þeirrar frelssiskerðingar sem hún sætti þessa tvo sólarhringa sem hún þurfti að dvelja á sóttvarnarhúsinu. Dómarinn féllst hins vegar ekki á að konan hafi sætt ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð, slíkt væri með öllu ósannað. Taldi dómarinn því rétt að fallast á varakröfu konunnar, sextíu þúsund krónur í miskabætur, enda þætti krafa hennar um eina milljón í bætur úr hófi fram. Þarf íslenska ríkið því að greiða konunni sextíu þúsund krónur í miskabætur, að frádregnum þeim þrjátíu þúsund krónum sem hún hafði þegar þegið. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konunnar gegn íslenska ríkinu, þar sem hún fór fram á eina milljón krónur í miskabætur vegna tveggja daga dvalar í sóttvarnarhúsi. Konan, sem á lögheimili hér á landi, kom til Íslands frá Póllandi þann 2. apríl á síðasta ári. Við komuna var henni gert að sæta sóttkví í sóttvarnarhúsi í Þórunnartúni. Mótmælti hún þessari ráðstöfun, bæði áður en henni var ekið frá flugvellinum, og við komuna í sóttvarnarhús. Kemur fram í dómi héraðsdóms að ekki hafi verið ágreiningur uppi um að konan ætti að sæta sóttkví, hún hafi hins vegar viljað vera í sóttkví í heimahúsi sínu. Lykilúrskurður barst í millitíðinni Þáverandi lögmaður konunnar krafðist þessi að henni yrði leyft að víkja úr sóttvarnarhúsi. Að auki ákvað hún að bera ákvörðun um dvöl hennar þar undir héraðsdóm. Þann 5. apríl barst henni bréf frá sóttvarnalækni um að málið yrði borið undir dóm síðar sama dag. Síðar þann dag barst hins vegar úrskurður í málum annarra einstaklinga í sambærilegri stöðu og konan, fólks sem átti lögheimili á Íslandi en var eigi að síður gert að dvelja í sóttvarnarhúsi. Þar komst dómari að því að lagastoð hefði skort fyrir því skikka þá sem ættu lögheimili hér á landi og kysu að ljúka sóttkví þar í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins. Vegna þeirra mála var konunni boðið að ljúka sóttkví í heimahúsi hennar. Buðu þrjátíu þúsund krónur til að ljúka málinu Skömmu síðar krafðist konan bóta frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar frá 2. apríl til 4. apríl. Krafðist hún einnar milljónar króna í miskabætur, á grundvelli þess að hún hafi verið vistuð á litlu hótelherbergi, þar sem möguleikar hennar til að komast undir bert loft hafi verið verulega takmarkaðir. Þá hafi henni verið meinað að fara í gönguferð sér til heilsubótar. Til að ljúka málinu bauð íslenska ríkinu konunni þrjátíu þúsund krónur í miskabætur, fimmtán þúsund krónur fyrir hvorn sólarhring sem miðað var við í bréfi hennar að væri tímabil frelssviptingar. Þá var fallist á að greiða 85 þúsund krónur í málskostnað. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Konan tók við greiðslunni en höfðaði jafnframt mál þar sem hún taldi tjón hennar ekki hafa verið fullbætt. Ekki ómannúðleg meðferð Íslenska ríkið véfengdi ekki að ákvörðun sóttvarnalæknis um að konunni yrði skilt að dvelja í sóttvarnarhúsi hafi skort lagastoð. Taldi dómari málsins að af þeim sökum ætti hún rétt á miskabótum vegna þeirrar frelssiskerðingar sem hún sætti þessa tvo sólarhringa sem hún þurfti að dvelja á sóttvarnarhúsinu. Dómarinn féllst hins vegar ekki á að konan hafi sætt ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð, slíkt væri með öllu ósannað. Taldi dómarinn því rétt að fallast á varakröfu konunnar, sextíu þúsund krónur í miskabætur, enda þætti krafa hennar um eina milljón í bætur úr hófi fram. Þarf íslenska ríkið því að greiða konunni sextíu þúsund krónur í miskabætur, að frádregnum þeim þrjátíu þúsund krónum sem hún hafði þegar þegið.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05
Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57