Kæru Miðflokksins vegna meints ágalla á kjörseðlum hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2022 14:27 Hér má sjá hvernig kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn saman. Yst til hægri á seðlinum er listi Miðflokksins, en á milli hans og lista Sjálfstæðisflokksins er listi Garðabæjarlistans. Kópavogs- og Garðapósturinn. Úrskurðarnefnd kosningamála hafnaði kröfu Miðflokksins í Garðabæ um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna þar vegna ágalla sem flokkurinn taldi á kjörseðlum. Frágangur kjörseðla hafi verið innan svigrúms sem yfirkjörstjórnir hafa um útlit þeirra. Kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn í tveimur brotum þegar hann var afhentur kjósendum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn. M-listi Miðflokksins fékk 3,7% atkvæða og náði ekki inn manni í bæjarstjórn. Miðflokkurinn kærði framkvæmd kosninganna og vísaði til þess að dæmi væru um að kjósendur hefðu ekki áttað sig á að fleiri listar væru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda. Umboðsmenn M-listans gerðu athugasemd á kjördag og segir framboðið að yfirkjörstjórn hafi viðurkennt mistök í kjölfarið. Starfsmönnum kjörstjórnir hafi þá verið sagt að breyta verklagi sínu. Hlutdeild flokksins í atkvæðatölum hafi aukist eftir það. „Í fyrstu og öðrum tölum hafi Miðflokkurinn mælst með samtals 3,3% en í lokatölum, eftir að verklagi hafði verið breytt, hafi flokkurinn mælst með 4,6%. Ekki sé unnt að fullyrða hvort tilviljun hafi ráðið eða ekki en ljóst sé að jafnræði hafi ekki verið viðhaft þegar sum framboð hafi verið auðsjáanleg á kjörseðli en önnur ekki,“ segir í lýsingu á málavöxtum í úrskurðinum. Miðflokkurinn hélt því meðal annars fram í kærunni að brjóta bæri kjörseðlana í miðju. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að miðjubrot væri meginregla sem kjörstjórnum bæri að líta til. Hönnun kjörfundargagna réðist meðal annars af fjölda framboðslista í viðkomandi sveitarfélagi og því ekki hægt að gefa fyrir fram út nákvæm fyrirmæli um hönnun og brot kjörseðlanna. Taldi úrskurðarnefndin að kjörgögnin í Garðabæ hafi verið í samræmi við lög. Kjósendum sem gengu inn í kjördeildir í bænum hafi ekki getað dulist að fimm listar væru í framboði. Í því ljósi yrði að telja að frágangur kjörseðilsins hefði verið innan þess svigrúms sem yfirkjörstjórni hafa til að útfæra útlit kjörseðla. Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn í tveimur brotum þegar hann var afhentur kjósendum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn. M-listi Miðflokksins fékk 3,7% atkvæða og náði ekki inn manni í bæjarstjórn. Miðflokkurinn kærði framkvæmd kosninganna og vísaði til þess að dæmi væru um að kjósendur hefðu ekki áttað sig á að fleiri listar væru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda. Umboðsmenn M-listans gerðu athugasemd á kjördag og segir framboðið að yfirkjörstjórn hafi viðurkennt mistök í kjölfarið. Starfsmönnum kjörstjórnir hafi þá verið sagt að breyta verklagi sínu. Hlutdeild flokksins í atkvæðatölum hafi aukist eftir það. „Í fyrstu og öðrum tölum hafi Miðflokkurinn mælst með samtals 3,3% en í lokatölum, eftir að verklagi hafði verið breytt, hafi flokkurinn mælst með 4,6%. Ekki sé unnt að fullyrða hvort tilviljun hafi ráðið eða ekki en ljóst sé að jafnræði hafi ekki verið viðhaft þegar sum framboð hafi verið auðsjáanleg á kjörseðli en önnur ekki,“ segir í lýsingu á málavöxtum í úrskurðinum. Miðflokkurinn hélt því meðal annars fram í kærunni að brjóta bæri kjörseðlana í miðju. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að miðjubrot væri meginregla sem kjörstjórnum bæri að líta til. Hönnun kjörfundargagna réðist meðal annars af fjölda framboðslista í viðkomandi sveitarfélagi og því ekki hægt að gefa fyrir fram út nákvæm fyrirmæli um hönnun og brot kjörseðlanna. Taldi úrskurðarnefndin að kjörgögnin í Garðabæ hafi verið í samræmi við lög. Kjósendum sem gengu inn í kjördeildir í bænum hafi ekki getað dulist að fimm listar væru í framboði. Í því ljósi yrði að telja að frágangur kjörseðilsins hefði verið innan þess svigrúms sem yfirkjörstjórni hafa til að útfæra útlit kjörseðla.
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira