Lífið

„Fyrir utan grjót og mosa veit ég ekki hvað er svona merki­legt“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Rainn gefur lítið fyrir ósnortna nátturu sem hann komst í tæri við. 
Rainn gefur lítið fyrir ósnortna nátturu sem hann komst í tæri við.  instagram

Leikarinn Rainn Wilson, sem fór á kostum sem hinn sérvitri Dwight Schrute í gamanþáttaröðinni The Office, er staddur hér á landi. Hann er á ferðalagi um heiminn um þessar mundir fyrir þáttaseríu sína Rainn Wilson and the Geography of Bliss. 

Í þáttaröðinni mun hann leita að gleðiríkustu áfangastöðum heims, líta yfir farinn veg og deila persónulegri reynslu sinni af andlegum veikindum. Grjót, mosi og pissuskálar hafa vakið athygli hans hér á landi.

Fjallganga

Urð og grjót. Uppímót. Ekkert nema urð og grjót. Já, og mosi. Rainn sannaði hið fornkveðna í bráðfyndnu myndbandi á Instagram í gær, að lokinni fjallgöngu í anda Tómasar Guðmundssonar.

„Sjáið til, Ísland er fallegt land ef ykkur líkar við grjót og mosa. Ef ykkur líkar við grjót og mosa, komuð þið á réttan stað.“ sagði Rainn í myndbandi sem sjá má hér að neðan.

„Fyrir utan það, veit ég ekki hvað er svona merkilegt. Nokkrir fuglar, ágætis landslag. Kíkið á Boca Raton í Flórída, það er huggulegur staður, “ sagði Rainn í kaldhæðnistón.

Pissuskálar sem halda ekki vatni

Annað sem vakið hefur athygli Rainn eru pissuskálarnar góðu, en Rainn klórar sér í kollinum yfir uppsetningu skálanna.

„Ég er ekki viss um gagnsemi eðlisfræðinnar/rúmfræðarinnar í þessari uppsetningu“ skrifar Rainn á Instagram og fær athugasemdir á færslu sína um að hér á landi sé pissað rasskinn við rasskinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.