Dularfull hola myndaðist á vellinum í Austurríki Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2022 16:00 Skov Olsen sést hér að máta sig við holuna á Ernst Happel-vellinum í Vín. Skjáskot Margt gekk á afturfótunum er Austurríki og Danmörk áttust við Ernst Happel-vellinum í Austurríki í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Leikurinn frestaðist töluvert vegna rafmagnsleysis á vellinum áður en stór hola myndaðist á vellinum í leikslok. Leikur liðanna í gær tafðist um meira en klukkustund þar sem völlurinn, í heild sinni, varð rafmagnslaus. Blaðamenn misstu netsamband og flóðljós duttu út. Leikurinn komst af stað um klukkustund á eftir áætlun en þar unnu Danir 2-1 sigur. Pierre-Emile Höjbjerg kom Dönum yfir í fyrri hálfleik áður en Xaver Schlager jafnaði. Jens Stryger Larsen skoraði þá sigurmark Dana um sex mínútum fyrir leikslok. The power went out at Austria vs. Denmark before kickoff pic.twitter.com/SweOStwV7h— B/R Football (@brfootball) June 6, 2022 Um er að ræða fyrsta tap Ralf Rangnick sem þjálfari Austurríkis, en hann tók nýverið við þjálfun þeirra, eftir erfiða tíma hjá Manchester United. Það var ekki fyrr en eftir að lokaflautið gall sem annað vandamál gerði vart við sig. Völlurinn virðist hafa hrunið á litlum bletti þar sem djúp hola myndaðist. Engan sakaði og eflaust gott að sökk vallarins átti sér ekki stað fyrr en eftir lokaflautið. Myndir birtust af Andreas Skov Olsen, leikmanni Dana, að máta sig við holuna þar sem sést hversu djúpt hún nær - hálfur fótleggur hans hvarf ofan í. Ernst Happel Stadion. One of the worst pitches I ve ever seen.#ForDanmark #NationsLeague #AUTDEN pic.twitter.com/Djd5NALZZu— Danish Football (@DANISHF00TBALL) June 7, 2022 „Það var hola þarna sem var líklega um hálfs metra djúp. Þetta var á miðjum vellinum og það er stórhættulegt ef einhver lendir ofan í henni. Maður getur fótbrotnað,“ sagði Skov Olsen í samtali við TV 2 í Danmörku eftir leik. „Þetta er mjög slæmt og ég er viss um að þeir gera sér grein fyrir því núna að það þurfi að gera betur. Þetta hefði getað eyðilagt feril einhvers, en það gerðist sem betur fer ekki.“ bætti hann við. Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, setti einnig mikið út á vallaraðstæður og sagði völlinn langt frá því að vera ásættanlegan. Ljóst er að vallarstarfsmenn í Vínarborg eiga verk fyrir höndum áður en Austurríki mætir Frakklandi í riðlinum á föstudagskvöld. Danir eru efstir í riðlinum með sex stig eftir sigur gegn Frökkum í fyrsta leik sem þeir fylgdu eftir með sigri gærdagsins. Austurríki átti frábæra byrjun með 3-0 sigri á Króatíu og er með þrjú stig en Króatía og Frakkland eru með eitt stig hvort eftir jafntefli liðanna í gærkvöld. Þjóðadeild UEFA Austurríki Tengdar fréttir Aftur glutra Frakkar forystu sinni Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. 6. júní 2022 21:05 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Leikur liðanna í gær tafðist um meira en klukkustund þar sem völlurinn, í heild sinni, varð rafmagnslaus. Blaðamenn misstu netsamband og flóðljós duttu út. Leikurinn komst af stað um klukkustund á eftir áætlun en þar unnu Danir 2-1 sigur. Pierre-Emile Höjbjerg kom Dönum yfir í fyrri hálfleik áður en Xaver Schlager jafnaði. Jens Stryger Larsen skoraði þá sigurmark Dana um sex mínútum fyrir leikslok. The power went out at Austria vs. Denmark before kickoff pic.twitter.com/SweOStwV7h— B/R Football (@brfootball) June 6, 2022 Um er að ræða fyrsta tap Ralf Rangnick sem þjálfari Austurríkis, en hann tók nýverið við þjálfun þeirra, eftir erfiða tíma hjá Manchester United. Það var ekki fyrr en eftir að lokaflautið gall sem annað vandamál gerði vart við sig. Völlurinn virðist hafa hrunið á litlum bletti þar sem djúp hola myndaðist. Engan sakaði og eflaust gott að sökk vallarins átti sér ekki stað fyrr en eftir lokaflautið. Myndir birtust af Andreas Skov Olsen, leikmanni Dana, að máta sig við holuna þar sem sést hversu djúpt hún nær - hálfur fótleggur hans hvarf ofan í. Ernst Happel Stadion. One of the worst pitches I ve ever seen.#ForDanmark #NationsLeague #AUTDEN pic.twitter.com/Djd5NALZZu— Danish Football (@DANISHF00TBALL) June 7, 2022 „Það var hola þarna sem var líklega um hálfs metra djúp. Þetta var á miðjum vellinum og það er stórhættulegt ef einhver lendir ofan í henni. Maður getur fótbrotnað,“ sagði Skov Olsen í samtali við TV 2 í Danmörku eftir leik. „Þetta er mjög slæmt og ég er viss um að þeir gera sér grein fyrir því núna að það þurfi að gera betur. Þetta hefði getað eyðilagt feril einhvers, en það gerðist sem betur fer ekki.“ bætti hann við. Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, setti einnig mikið út á vallaraðstæður og sagði völlinn langt frá því að vera ásættanlegan. Ljóst er að vallarstarfsmenn í Vínarborg eiga verk fyrir höndum áður en Austurríki mætir Frakklandi í riðlinum á föstudagskvöld. Danir eru efstir í riðlinum með sex stig eftir sigur gegn Frökkum í fyrsta leik sem þeir fylgdu eftir með sigri gærdagsins. Austurríki átti frábæra byrjun með 3-0 sigri á Króatíu og er með þrjú stig en Króatía og Frakkland eru með eitt stig hvort eftir jafntefli liðanna í gærkvöld.
Þjóðadeild UEFA Austurríki Tengdar fréttir Aftur glutra Frakkar forystu sinni Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. 6. júní 2022 21:05 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Aftur glutra Frakkar forystu sinni Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. 6. júní 2022 21:05