Tilkynnti sjálfur að hann ætlaði að myrða hæstaréttardómara Árni Sæberg skrifar 8. júní 2022 22:52 Lögreglumenn hafa vaktað heimili Brett Kavanaugh síðan í maí þegar umdeildum drögum að dómi hæstaréttar Bandaríkjanna um þungunarrof var lekið. Kevin Dietsch/Getty Images Karlmaður á þrítugsaldri sætir ákæru í Marylandríki í Bandaríkjunum fyrir að hafa reynt að myrða hæstaréttardómarann Brett Kavanaugh í gærkvöldi. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínuna og tilkynnti að hann hafi ætlað sér að myrða Kavanaugh og svipta sjálfan sig síðan lífi. Nicholas John Roske sætir nú gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Washington D.C. laust eftir klukkan eitt í nótt að staðartíma. Hann var handtekinn fyrir utan heimili hins umdeilda hæstaréttardómara Brett Kavanaugh vopnaður skammbyssu, hníf, benslum, piparúða og límbandi. Hann sagði lögreglumönnum sem handtóku hann að munina hafi hann ætlað að nota til brjótast inn til Kavanaugh og myrða hann, að því er segir í frétt AP um málið. Afstaða Kavanaugh til þungunarrofs og skotvopnaeignar hafi hvatt hann áfram Roske sagði ástæðu ætlaðs tilræðisins vera þá að hann væri í uppnámi eftir að drög að dómi hæstaréttar Bandaríkjanna um að ríkjum yrði í sjálfsvald sett hvort þungunarrof yrði áfram löglegt var lekið. Þá sagði hann að hann teldi að Kavanaugh stæði fyrir rýmkaðri skotvopnalöggjöf í landinu, eitthvað sem gremdist honum í ljósi skotárásarinnar í Uvalde í Texas á dögunum. Öryggisverðir sáu til mannsins en aðhöfðust ekkert Alríkislögreglumenn hafa sinnt öryggisgæslu allan sólarhringinn á heimilum allra hæstaréttardómara í Bandaríkjunum síðan hinum umdeildu drögum var lekið í síðasta mánuði, enda hafa þau valdið mikilli reiði í bandarísku samfélagi undanfarið. Tveir þessarra lögreglumanna sáu til Roskes þegar hann steig út úr leigubíl fyrir utan heimili Kavanaugh en virðast ekkert grunsamlegt hafa séð. Það var ekki fyrr en Roske hringdi sjálfur á neyðarlínuna og tilkynnti um áform sín að lögreglumenn voru sendir á vettvang. Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Nicholas John Roske sætir nú gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Washington D.C. laust eftir klukkan eitt í nótt að staðartíma. Hann var handtekinn fyrir utan heimili hins umdeilda hæstaréttardómara Brett Kavanaugh vopnaður skammbyssu, hníf, benslum, piparúða og límbandi. Hann sagði lögreglumönnum sem handtóku hann að munina hafi hann ætlað að nota til brjótast inn til Kavanaugh og myrða hann, að því er segir í frétt AP um málið. Afstaða Kavanaugh til þungunarrofs og skotvopnaeignar hafi hvatt hann áfram Roske sagði ástæðu ætlaðs tilræðisins vera þá að hann væri í uppnámi eftir að drög að dómi hæstaréttar Bandaríkjanna um að ríkjum yrði í sjálfsvald sett hvort þungunarrof yrði áfram löglegt var lekið. Þá sagði hann að hann teldi að Kavanaugh stæði fyrir rýmkaðri skotvopnalöggjöf í landinu, eitthvað sem gremdist honum í ljósi skotárásarinnar í Uvalde í Texas á dögunum. Öryggisverðir sáu til mannsins en aðhöfðust ekkert Alríkislögreglumenn hafa sinnt öryggisgæslu allan sólarhringinn á heimilum allra hæstaréttardómara í Bandaríkjunum síðan hinum umdeildu drögum var lekið í síðasta mánuði, enda hafa þau valdið mikilli reiði í bandarísku samfélagi undanfarið. Tveir þessarra lögreglumanna sáu til Roskes þegar hann steig út úr leigubíl fyrir utan heimili Kavanaugh en virðast ekkert grunsamlegt hafa séð. Það var ekki fyrr en Roske hringdi sjálfur á neyðarlínuna og tilkynnti um áform sín að lögreglumenn voru sendir á vettvang.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira