Klara frumsýnir myndbandið við Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. júní 2022 12:01 Klara frumsýnir tónlistarmyndbandið við Eyjanótt hér á Vísi. Á myndinni eru hún og Saga Sig, leikstýra tónlistarmyndbandsins. Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins í ár, Eyjanótt. Saga Sig er leikstjóri myndbandsins, Stella Rósenkranz framleiðandi og Klara Elias listrænn stjórnandi. Lagið er flutt af Klöru og samið af henni og Ölmu Goodman. Hér má sjá myndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Klöru og fékk að heyra frá gerð myndbandsins. Hvaðan fékkstu innblástur fyrir myndbandinu? Mig langaði að finna leið til að leyfa gömlum og nýjum tímum að mætast. Það eru liðin tvö ár síðan við fengum að halda Þjóðhátíð og það verður stórkostlegt að koma saman aftur. Ég fann gamlar filmur frá hátíðarhöldum í Vestmannaeyjum um miðja síðustu öld sem mér fannst dásamlegt að leyfa að vera með og vera í smá aðalhlutverki. Láta nútímann og myndir úr sögu Eyja mætast. Svo er svo ótrúlegt að vinna svona verkefni með hæfileika konu eins og Sögu Sig sem las eiginlega hugsanir mínar algjörlega og gerði myndbandið að sínu á sinn einstaka hátt. Okkur hefur langað að vinna saman lengi og það var heiður að fá hana með mér í þetta. Saga og Klara við tökur. Hvað fannst þér mikilvægast að kæmist til skila? Mig langaði að skapa fallegt og öðruvísi myndefni með laginu sem sýnir hvað Vestmannaeyjar eru fallegar og eiga mikla sögu. Þó að Þjóðhátíð sé risapartý og eitt það besta á árinu þá er það líka fjölskylduhátíð og Vestmanneyingar alast upp við undirbúning og þátttöku í þessum hátíðarhöldum. Við vildum sýna frá náttúrufegurð Vestmannaeyja og sýna staði sem kannski ekki allir vita um. Eyjabíó tók svo vel á móti okkur og gaf okkur fullkominn stað til að varpa gömlum myndum úr Eyjum. Vestmannaeyjar búa yfir mikilli náttúrufegurð. Svo er ég þakklát mikilvægu starfi sem fer fram á vegum góðgerðasamtaka fyrir velferð sjávardýra, Sea Life Trust, í Sædýrasafni Vestmannaeyja. Þar er einskonar endurhæfingarstöð fyrir pysjur sem í þúsunda tali villast á ári hverju inn í bæinn, hafa slasast eða fest í olíu og þurfa hjálp við að komast til baka í náttúruna. Þar er einnig griðastaður fyrir tvær gullfallegar mjöldrur (e. Beluga whale) í endurhæfingu, þær Litlu Hvít og Litlu Grá, sem að mínu mati eru stjörnur myndbandsins. Þeim var bjargað úr ömurlegum aðstæðum í dýragarði í Shanghai og eru nú í endurhæfingu þar sem vonast er til að geta undirbúið þær fyrir lífi á sínu rétta heimili í sjónum. Hvernig gekk ferlið? Þetta var eiginlega bara smá ævintýri - fara saman til Eyja og skjóta myndbandið og það var svo vel tekið á móti okkur alls staðar. Við vorum með troðfullan bíl af fötum og glimmeri og stelpurnar hlógu allan daginn af mér því ég vildi ekki láta gera neitt við hárið á mér nema það væri einhverskonar ný útfærsla á fléttu. Enda elska ég allar þessar fléttu greiðslur sem Hildur Ösp Gunnarsdóttir hárgreiðslu stjarnan mín gerði! Hildur Ösp Gunnarsdóttir sá um hár Klöru. Hvernig ertu stemmd fyrir sumrinu og fyrir stóru stundinni á Þjóðhátíð? Ég spennt fyrir sumrinu og hlakka mikið til Þjóðhátíðar. Ég söng í Brekkusöngnum í sjónvarpssendingu í fyrra og þá var dalurinn tómur svo það verður dásamlegt að syngja fyrir fullan dal í ár. Ég vil að lokum taka fram hvað ég er þakklát Ölgerðinni og Þjóðhátíðarnefnd fyrir traustið. Það eru algjörir snillingar sem sjá um markaðsmálin hjá þeim. Að treysta okkur listakonunum til að leysa þetta verkefni og vera til í að gera eitthvað nýtt og öðruvísi með okkur. Stella Rósenkranz, samstarfskona mín til margra ára, gerði þetta svo allt mögulegt í hlutverki pródúsers. Hún hefur framleitt fyrir fjölda verkefna innan tónlistarbransans og auglýsingageirans og svona verkefni gengi ekki ef það væri ekki fagmenneskja að pródúsera. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins 2022 á Vísi á morgun Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins Eyjanótt eftir Klöru Elias á morgun klukkan 12:00, föstudag 10. júní. 9. júní 2022 17:30 Klara Elias frumflutti Þjóðhátíðarlagið 2022 Söngkonan Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið, sem heitir Eyjanótt, kom út fyrr í dag á allar helstu streymisveitur og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. 7. júní 2022 11:19 Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá myndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Klöru og fékk að heyra frá gerð myndbandsins. Hvaðan fékkstu innblástur fyrir myndbandinu? Mig langaði að finna leið til að leyfa gömlum og nýjum tímum að mætast. Það eru liðin tvö ár síðan við fengum að halda Þjóðhátíð og það verður stórkostlegt að koma saman aftur. Ég fann gamlar filmur frá hátíðarhöldum í Vestmannaeyjum um miðja síðustu öld sem mér fannst dásamlegt að leyfa að vera með og vera í smá aðalhlutverki. Láta nútímann og myndir úr sögu Eyja mætast. Svo er svo ótrúlegt að vinna svona verkefni með hæfileika konu eins og Sögu Sig sem las eiginlega hugsanir mínar algjörlega og gerði myndbandið að sínu á sinn einstaka hátt. Okkur hefur langað að vinna saman lengi og það var heiður að fá hana með mér í þetta. Saga og Klara við tökur. Hvað fannst þér mikilvægast að kæmist til skila? Mig langaði að skapa fallegt og öðruvísi myndefni með laginu sem sýnir hvað Vestmannaeyjar eru fallegar og eiga mikla sögu. Þó að Þjóðhátíð sé risapartý og eitt það besta á árinu þá er það líka fjölskylduhátíð og Vestmanneyingar alast upp við undirbúning og þátttöku í þessum hátíðarhöldum. Við vildum sýna frá náttúrufegurð Vestmannaeyja og sýna staði sem kannski ekki allir vita um. Eyjabíó tók svo vel á móti okkur og gaf okkur fullkominn stað til að varpa gömlum myndum úr Eyjum. Vestmannaeyjar búa yfir mikilli náttúrufegurð. Svo er ég þakklát mikilvægu starfi sem fer fram á vegum góðgerðasamtaka fyrir velferð sjávardýra, Sea Life Trust, í Sædýrasafni Vestmannaeyja. Þar er einskonar endurhæfingarstöð fyrir pysjur sem í þúsunda tali villast á ári hverju inn í bæinn, hafa slasast eða fest í olíu og þurfa hjálp við að komast til baka í náttúruna. Þar er einnig griðastaður fyrir tvær gullfallegar mjöldrur (e. Beluga whale) í endurhæfingu, þær Litlu Hvít og Litlu Grá, sem að mínu mati eru stjörnur myndbandsins. Þeim var bjargað úr ömurlegum aðstæðum í dýragarði í Shanghai og eru nú í endurhæfingu þar sem vonast er til að geta undirbúið þær fyrir lífi á sínu rétta heimili í sjónum. Hvernig gekk ferlið? Þetta var eiginlega bara smá ævintýri - fara saman til Eyja og skjóta myndbandið og það var svo vel tekið á móti okkur alls staðar. Við vorum með troðfullan bíl af fötum og glimmeri og stelpurnar hlógu allan daginn af mér því ég vildi ekki láta gera neitt við hárið á mér nema það væri einhverskonar ný útfærsla á fléttu. Enda elska ég allar þessar fléttu greiðslur sem Hildur Ösp Gunnarsdóttir hárgreiðslu stjarnan mín gerði! Hildur Ösp Gunnarsdóttir sá um hár Klöru. Hvernig ertu stemmd fyrir sumrinu og fyrir stóru stundinni á Þjóðhátíð? Ég spennt fyrir sumrinu og hlakka mikið til Þjóðhátíðar. Ég söng í Brekkusöngnum í sjónvarpssendingu í fyrra og þá var dalurinn tómur svo það verður dásamlegt að syngja fyrir fullan dal í ár. Ég vil að lokum taka fram hvað ég er þakklát Ölgerðinni og Þjóðhátíðarnefnd fyrir traustið. Það eru algjörir snillingar sem sjá um markaðsmálin hjá þeim. Að treysta okkur listakonunum til að leysa þetta verkefni og vera til í að gera eitthvað nýtt og öðruvísi með okkur. Stella Rósenkranz, samstarfskona mín til margra ára, gerði þetta svo allt mögulegt í hlutverki pródúsers. Hún hefur framleitt fyrir fjölda verkefna innan tónlistarbransans og auglýsingageirans og svona verkefni gengi ekki ef það væri ekki fagmenneskja að pródúsera.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins 2022 á Vísi á morgun Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins Eyjanótt eftir Klöru Elias á morgun klukkan 12:00, föstudag 10. júní. 9. júní 2022 17:30 Klara Elias frumflutti Þjóðhátíðarlagið 2022 Söngkonan Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið, sem heitir Eyjanótt, kom út fyrr í dag á allar helstu streymisveitur og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. 7. júní 2022 11:19 Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins 2022 á Vísi á morgun Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins Eyjanótt eftir Klöru Elias á morgun klukkan 12:00, föstudag 10. júní. 9. júní 2022 17:30
Klara Elias frumflutti Þjóðhátíðarlagið 2022 Söngkonan Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið, sem heitir Eyjanótt, kom út fyrr í dag á allar helstu streymisveitur og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. 7. júní 2022 11:19
Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01