Raðnauðgari dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 22:53 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í dag karlmann í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni. Maðurinn er alls með fjóra dóma á bakinu fyrir nauðganir. Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir fimmtán ára aldri áður en hann sjálfur varð átján ára, fyrst árið 2014 og síðan tveimur árum síðar. Þá var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í febrúar árið 2019 fyrir nauðgun. Dómur féll fyrst í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22.september síðastliðinn en maðurinn áfrýjaði dómnum. Fyrir Landsrétti krafðist ákæruvaldið þess að dómurinn yfir manninum yrði þyngdur en ákærði fór fram á sýknu og að bótakröfu yrði vísað frá dómi. Í dómi Landsréttar sem féll í dag kemur fram að maðurinn og konan hafi verið sammála um ástæðu þess að hún kom að heimili hans en hún ætlaði að sækja föt á dóttur þeirra. Þar átti nauðgunin sér stað en framburði þeirra bar ekki saman um hvernig mál atvikuðust. Konan leitaði á Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og reyndist vera með eymsli í hársverði og sár og mikil eymsli á innri skapabörmum. Í skýrslu Neyðarmóttöku kemur fram að konan hafi grátið og skolfið við kouna á spítalann og framburður annarra vitna um ástand hennar þennan dag styður einnig að hún hafi verið í uppnámi eftir heimsóknina til ákærða. „Fyrirgefðu allt sem gerðist áðan“ Þá kemur fram í dóminum að maðurinn hafi sent textaskilaboð til konunnar eftir að hún fór frá honum þar sem hann skrifaði „fyrirgefðu með allt sem gerðist aðan eg vona að þetta hafi ekki ollið eh slæmu.“ Maðurinn gekkst við því að hafa sent umrædd skilaboð en sagði skýringuna vera að konan hefði spurt hann í hvaða tilgangi hann hefði viljað stunda kynlíf með henni og reiðst er hann sagðist ekki vilja taka upp samband við hana á ný. Með skilaboðunum hafi hann viljað fyrirbyggja illindi varðandi þetta. Í dómi Landsréttar kemur fram að í ljósi efnis skilaboðanna og gagna um ástand konunnar eftir heimsóknina verði skýring mannsins að teljast ótrúverðug. Dómurinn metur hins vegar framburð konunnar sem trúverðugan og staðfestir því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sakfellingu ákærða. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir fimmtán ára aldri áður en hann sjálfur varð átján ára, fyrst árið 2014 og síðan tveimur árum síðar. Þá var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í febrúar árið 2019 fyrir nauðgun. Dómur féll fyrst í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22.september síðastliðinn en maðurinn áfrýjaði dómnum. Fyrir Landsrétti krafðist ákæruvaldið þess að dómurinn yfir manninum yrði þyngdur en ákærði fór fram á sýknu og að bótakröfu yrði vísað frá dómi. Í dómi Landsréttar sem féll í dag kemur fram að maðurinn og konan hafi verið sammála um ástæðu þess að hún kom að heimili hans en hún ætlaði að sækja föt á dóttur þeirra. Þar átti nauðgunin sér stað en framburði þeirra bar ekki saman um hvernig mál atvikuðust. Konan leitaði á Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og reyndist vera með eymsli í hársverði og sár og mikil eymsli á innri skapabörmum. Í skýrslu Neyðarmóttöku kemur fram að konan hafi grátið og skolfið við kouna á spítalann og framburður annarra vitna um ástand hennar þennan dag styður einnig að hún hafi verið í uppnámi eftir heimsóknina til ákærða. „Fyrirgefðu allt sem gerðist áðan“ Þá kemur fram í dóminum að maðurinn hafi sent textaskilaboð til konunnar eftir að hún fór frá honum þar sem hann skrifaði „fyrirgefðu með allt sem gerðist aðan eg vona að þetta hafi ekki ollið eh slæmu.“ Maðurinn gekkst við því að hafa sent umrædd skilaboð en sagði skýringuna vera að konan hefði spurt hann í hvaða tilgangi hann hefði viljað stunda kynlíf með henni og reiðst er hann sagðist ekki vilja taka upp samband við hana á ný. Með skilaboðunum hafi hann viljað fyrirbyggja illindi varðandi þetta. Í dómi Landsréttar kemur fram að í ljósi efnis skilaboðanna og gagna um ástand konunnar eftir heimsóknina verði skýring mannsins að teljast ótrúverðug. Dómurinn metur hins vegar framburð konunnar sem trúverðugan og staðfestir því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sakfellingu ákærða.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira