Kötturinn Nói, þróunarstjóri Forlagsins, er allur Árni Sæberg skrifar 11. júní 2022 21:58 Jóhann Páll Valdimarsson, stofnandi JPV útgáfu, segir köttinn Nóa munu skilja eftir stórt tóm í hjörtum margra. Aðsend Kötturinn Nói, sem sinnti stöðu þróunarstjóra Forlagsins í þau tæplega þrettán ár sem hann lifði, drapst í morgun. Framkvæmdarstjóri bókaútgáfunnar segir starfsfólkið vera í sárum. „Hann Nói var algjörlega einstakur köttur. Hann bjó í Forlaginu nánast alla sína ævi og hefur þar af leiðandi fylgt okkur í næstum þrettán ár. Við og starfsfólkið eigum eftir að sakna hans alveg gríðarlega,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, í samtali við Vísi. Forlagið greindi frá andláti Nóa á Facebooksíðu sinni fyrr í dag. Þar sagði að Nói hafi tekið fyrirtækið út á hverjum einasta degi, kannað birgðastöðuna, velt fyrir sér handritum og bókakápum, losaði starfsfólkið við penna og teygjur og séð um að streitan færi ekki með það á álagstímum. Jóhann Páll Valdimarsson, faðir Egils og stofnandi JPV bókaútgáfu, greindi einnig frá andláti Nóa á Facebook. „Það hryggir mig innilega að tilkynna andlát Nóa. Hann dó í morgun eftir að hafa lent í slysi í nótt. Nói var stórbrotinn köttur, algjör nagli en undurviðkvæmur undir niðri. Hann skilur eftir stórt tóm í hjarta okkar í fjölskyldunni og reyndar fleiri. Nú verðum við að reyna að fylla tómið með yndislegum minningum,“ segir hann. Kettir hafa lengi fylgt útgáfunni Egill Örn segir að kettir hafi alla tíð fylgt útgáfufyrirtækjum fjölskyldunnar. Það sé hefð komin frá afa hans sem rak bókaforlagið Iðunni. Nói var sannkallaður bókaköttur.Aðsend „Fyrst þegar við fórum af stað árið 2001 með JPV útgáfu var Randver köttur titlaður stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann lést nú fyrir nokkrum árum síðan en Nói var snemma gerður að þróunarstjóra og stóð sig feykilega vel enda Forlagið undir hans styrku stjórn orðin stærsta útgáfa landins,“ segir Egill Örn. Á ekki von á að vera lengi kattarlaus Egill Örn segir að fráfall Nóa hafi borið brátt að, en talið er að ekið hafi verið á hann í nótt. Hann telur ekki miklar líkur á að fyrirtækið verði kattarlaust lengi en Nói var orðinn eini kötturinn í Forlaginu. „Við byrjum á því að jafna okkur á fráfalli Nóa, en mér finnst ekki ósennilegt að við fáum nýjan þróunarstjóra áður en langt um líður,“ segir Egill, spurður að því hvort staða þróunarstjóra verði auglýst á næstunni. Gæludýr Bókaútgáfa Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
„Hann Nói var algjörlega einstakur köttur. Hann bjó í Forlaginu nánast alla sína ævi og hefur þar af leiðandi fylgt okkur í næstum þrettán ár. Við og starfsfólkið eigum eftir að sakna hans alveg gríðarlega,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, í samtali við Vísi. Forlagið greindi frá andláti Nóa á Facebooksíðu sinni fyrr í dag. Þar sagði að Nói hafi tekið fyrirtækið út á hverjum einasta degi, kannað birgðastöðuna, velt fyrir sér handritum og bókakápum, losaði starfsfólkið við penna og teygjur og séð um að streitan færi ekki með það á álagstímum. Jóhann Páll Valdimarsson, faðir Egils og stofnandi JPV bókaútgáfu, greindi einnig frá andláti Nóa á Facebook. „Það hryggir mig innilega að tilkynna andlát Nóa. Hann dó í morgun eftir að hafa lent í slysi í nótt. Nói var stórbrotinn köttur, algjör nagli en undurviðkvæmur undir niðri. Hann skilur eftir stórt tóm í hjarta okkar í fjölskyldunni og reyndar fleiri. Nú verðum við að reyna að fylla tómið með yndislegum minningum,“ segir hann. Kettir hafa lengi fylgt útgáfunni Egill Örn segir að kettir hafi alla tíð fylgt útgáfufyrirtækjum fjölskyldunnar. Það sé hefð komin frá afa hans sem rak bókaforlagið Iðunni. Nói var sannkallaður bókaköttur.Aðsend „Fyrst þegar við fórum af stað árið 2001 með JPV útgáfu var Randver köttur titlaður stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann lést nú fyrir nokkrum árum síðan en Nói var snemma gerður að þróunarstjóra og stóð sig feykilega vel enda Forlagið undir hans styrku stjórn orðin stærsta útgáfa landins,“ segir Egill Örn. Á ekki von á að vera lengi kattarlaus Egill Örn segir að fráfall Nóa hafi borið brátt að, en talið er að ekið hafi verið á hann í nótt. Hann telur ekki miklar líkur á að fyrirtækið verði kattarlaust lengi en Nói var orðinn eini kötturinn í Forlaginu. „Við byrjum á því að jafna okkur á fráfalli Nóa, en mér finnst ekki ósennilegt að við fáum nýjan þróunarstjóra áður en langt um líður,“ segir Egill, spurður að því hvort staða þróunarstjóra verði auglýst á næstunni.
Gæludýr Bókaútgáfa Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“