Gæludýr

Fréttamynd

Hafa hirt tugi hræja í höfuð­borginni og fleiri kettir sendir í sýna­töku

Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur hirt tugi hræa af dauðum fugli í dag og um helgina sem talið er að hafi drepist úr skæðri fuglaflensu. Minnst tveir kettir hafa greinst sýktir en þeim gæti farið fjölgandi en sýni hafa verið tekin úr fleiri köttum. Gæludýraeigendur eru hvattir til að sýna aðgát og hafa ketti inni eða í taumi þegar út er farið. Þótt veiran hafi ekki greinst í hundum til þessa eru hundaeigendur hvattir til að gæta að því að hundar þeirra leiti ekki í hræ.

Innlent
Fréttamynd

Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varð­bergi

Dýraþjónusta Reykjavíkurbiður íbúa höfuðborgarsvæðisins sem verða varir við veika eða dauða fugla að meðhöndndla þá ekki heldur hafa samband við þjónustuna tafarlaust. Þá eru íbúar beðnir um að halda heimilisköttum innandyra. 

Innlent
Fréttamynd

Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum

Hundurinn Mosi fann heyrnartól sem týnst höfðu í göngutúr á Vatnsenda. Eigandi Mosa hafði gefist upp á leitinni, enda hægara sagt en gert að koma auga á hvít heyrnartól í snjónum, þegar Mosi gróf þau upp.

Lífið
Fréttamynd

Kettlingur í Reykja­vík greindur með H5N5

Kettlingur sem barst tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum til krufningar greindist með skætt afbrigði fuglainflúensu (H5N5). Um er að ræða sama afbrigði og greinst hefur í villtum fuglum hér á landi og á einu alifuglabúi.

Innlent
Fréttamynd

Eiga nú glöðustu hunda í heimi

Segja má að fjölgun hafi orðið í fjölskyldum tónlistarmannanna og bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs Jónssonar þegar litlir ferfætlingar bættust í hópinn um jólin. Báðir hafa deilt myndum af litlum hvolpum af tegundinni Havansese á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Hundarnir áttu ekki að vera saman

Annar hundanna sem grunaðir eru um að hafa banað ketti í Laugardalnum gær er nú í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri þar segir hundana ekki hafa átt að vera á sama heimilinu. Málið sé nú til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Fundu Diego heilan á húfi í heima­húsi

Skeifukötturinn Diego er fundinn, heill á húfi. Hans hafði verið leitað af fjölda fólks síðan í fyrradag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir köttinn hafa verið tekinn ófrjálsri hendi, en hann fannst í heimahúsi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“

Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim.

Innlent
Fréttamynd

Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað

Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum.

Innlent
Fréttamynd

Frægasti köttur landsins týndur

Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni.

Innlent
Fréttamynd

Crocs skór nú einnig fyrir hunda

Bandaríski skóframleiðandinn Crocs hóf nýverið sölu á skóm fyrir hunda. Þeir sameinuðu krafta sína við hundavöruframleiðandann Bark og hönnuðu saman nýja línu af svokölluðum Pet Clogs, eða gæludýraklossum, sem er sögð svörun við áralangri eftirspurn hundaeigenda.

Lífið
Fréttamynd

Fannst hann þvingaður til að af­sala sér hundinum

Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutningi á hundi til landsins. Eigandi hundsins flutti hann til landsins, en vildi meina að ekki væri um eiginlegan innflutning að ræða þar sem hann væri að koma aftur heim til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hét því að vísa haítískum inn­flytj­endum til Venesúela

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“.

Erlent
Fréttamynd

Eig­andi stakk af eftir að hundur beit konu með ung­barn

Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl.

Innlent
Fréttamynd

Syngjandi hundur í Mos­fells­bæ

Hundurinn Snjólfur í Mosfellsbæ er engin venjulegur hundur því það allra skemmtilegasta sem hann gerir er að syngja. Röddin brenglaðist reyndar aðeins í honum þegar hann var geldur á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Hunds­bitum fari fjölgandi

Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa að skrá hunda hjá sveitarfélögum.

Innlent