Ómar endaði næst markahæstur og Bjarki Már þriðji Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 15:11 Bjarki Már og Ómar Ingi hafa leikið frábærlega í vetur. HSÍ Lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta fór fram í dag þar sem heil umferð var spiluð á sama tíma. Ómar Ingi Magnússon endar sem næst markahæsti leikmaður deildarinnar og Bjarki Már Elísson þriðji. Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg höfðu þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn fyrir lokaumferðina. Úrslit dagsins skiptu því kannski litlu máli fyrir liðið, en Ómar átti enn möguleika á að verja markakóngstitilinn frá því í fyrra. Magdeburg hafði að lokum betur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum hans í Rhein-Neckar Löwen, 37-34. Ómar Ingi skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg, en Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin, skoraði níu mörk í sínum leik og heldur því toppsæti markaskoraralistans. Ómar skoraði 236 mörk á tímabilinu, en Hans Lindberg 242. SAISONENDE! 🏆Wir beenden die Saison mit einem 37-34-Heimsieg gegen die RNL Löwen !!!Wir sind Deutscher Meister! Danke für die grandiose Saison mit euch 💚❤️Spielbericht ➡️ https://t.co/fxPiWqruHf📷 Franzi Gora pic.twitter.com/tPxXGNtdyt— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) June 12, 2022 Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo góðan sigur gegn Hamburg, 28-23. Bjarki var fyrir umferðina tveimur mörkum á eftir Ómari og þremur á eftir Lindberg, en Bjarki skoraði fjögur í dag og endar því sem þriðji markahæsti maður deildarinnar. Stuttgart og Melsungen áttust einnig við í Íslendingaslag þar sem Stuttgart hafði betur, 28-25. Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Stuttgart, en Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað. Fyrir Melsungen skoraði Arnar Freyr Arnarsson þrjú mörk og Alexander Petersson tvö. Janus Daði Smárason komst ekki á blað er Göppingen mátti þola sjö marka tap gegn Kiel, 42-35, eekki frekar en Arnór Þór Gunnarsson í liði Bergischer sem vann fjögurra marka sigur gegn Tus N-Lübbecke, 26-22. Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg er liðið vann sex marka sigur gegn Füchse Berlin, 28-22, og að lokum varð það endanlega staðfest að Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten eru fallnir úr þýsku úrvalsdeildinni eftir sjö marka tap gegn Erlangen, 33-26. Þýski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg höfðu þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn fyrir lokaumferðina. Úrslit dagsins skiptu því kannski litlu máli fyrir liðið, en Ómar átti enn möguleika á að verja markakóngstitilinn frá því í fyrra. Magdeburg hafði að lokum betur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum hans í Rhein-Neckar Löwen, 37-34. Ómar Ingi skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg, en Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin, skoraði níu mörk í sínum leik og heldur því toppsæti markaskoraralistans. Ómar skoraði 236 mörk á tímabilinu, en Hans Lindberg 242. SAISONENDE! 🏆Wir beenden die Saison mit einem 37-34-Heimsieg gegen die RNL Löwen !!!Wir sind Deutscher Meister! Danke für die grandiose Saison mit euch 💚❤️Spielbericht ➡️ https://t.co/fxPiWqruHf📷 Franzi Gora pic.twitter.com/tPxXGNtdyt— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) June 12, 2022 Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo góðan sigur gegn Hamburg, 28-23. Bjarki var fyrir umferðina tveimur mörkum á eftir Ómari og þremur á eftir Lindberg, en Bjarki skoraði fjögur í dag og endar því sem þriðji markahæsti maður deildarinnar. Stuttgart og Melsungen áttust einnig við í Íslendingaslag þar sem Stuttgart hafði betur, 28-25. Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Stuttgart, en Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað. Fyrir Melsungen skoraði Arnar Freyr Arnarsson þrjú mörk og Alexander Petersson tvö. Janus Daði Smárason komst ekki á blað er Göppingen mátti þola sjö marka tap gegn Kiel, 42-35, eekki frekar en Arnór Þór Gunnarsson í liði Bergischer sem vann fjögurra marka sigur gegn Tus N-Lübbecke, 26-22. Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg er liðið vann sex marka sigur gegn Füchse Berlin, 28-22, og að lokum varð það endanlega staðfest að Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten eru fallnir úr þýsku úrvalsdeildinni eftir sjö marka tap gegn Erlangen, 33-26.
Þýski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti