MeToo-bylgja skellur á skipverjum í Danmörku og Svíþjóð Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2022 10:42 Sjóflutningsfyrirtækið Maersk hefur breytt stefnu sinni þegar kemur að kynferðisbrotum á skipum á vegum fyrirtækisins. John Lamb/Getty Fjöldi kvenna sem vinna á sjó í Danmörku og Svíþjóð hafa greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir við störf sín. Starfsmaður Maersk í Danmörku var beðin um að ræða sjálf við meintan geranda sinn til að leysa mál þeirra. Í gær steig hin 31 árs gamla Ashley Codrington fram í danska ríkissjónvarpinu og greindi frá áreitni sem hún varð fyrir sem starfsmaður á flutningaskipi Maersk í Danmörku. Samstarfsmenn hennar höfðu áreitt hana ítrekað, þar á meðal skipstjóri skipsins sem hún starfaði á. Þegar hún tilkynnti málið var hún beðin um að ræða sjálf við skipstjórann og leysa málið þannig. Ætla að endurskoða stefnu sína Í kjölfar viðtalsins hefur Maersk gefið út að þeir ætli að endurskoða stefnu sína þegar kemur að kynferðisbrotum starfsmanna. „Við verðum að viðurkenna að það sem við höfum gert er ekki nóg,“ segir Palle Laursen, flotaforingi hjá Maersk, í samtali við danska ríkissjónvarpið. Meðal þess sem fyrirtækið hefur ákveðið að gera til að sporna gegn ofbeldinu er að ræða við 350 konur sem starfa á sjó hjá fyrirtækinu og heyra þeirra sögur af samskiptum á skipum fyrirtækisins. Palle segir að nú þegar hafi þeim borist fjöldi sagna. Búið er að setja upp síma sem starfsmenn geta hringt í allan sólarhringinn og tilkynnt brot. Þá er komin ný regla innan fyrirtækisins: Þeir sem brjóta af sér eru reknir samstundis. Gerandinn er oftast yfirmaður Fyrir ekki svo löngu síðan fóru Svíar í gegnum svipað ferli þegar yfir þúsund konur sögðu frá ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir sem starfsmenn á sjó. „Það eru dæmi um ungar stelpur allt niður í sautján ára gamlar sem hafa lent í því að fullir samstarfsmenn þeirra skríða upp í kojurnar þeirra,“ segir Cecilia Österman, umhverfisfræðingur hjá Sjómannaskólanum í Kalmar. „Oftast er það yfirmaðurinn sem er gerandinn. Í sænsku rannsóknunum erum við með nokkrar konur sem hafa fengið heimsóknir um miðja nótt. Þegar þú ert með yfirmann sem getur læst sig inni hjá þér, þá getur þú ekki verið örugg neins staðar.“ Danmörk Svíþjóð Skipaflutningar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Í gær steig hin 31 árs gamla Ashley Codrington fram í danska ríkissjónvarpinu og greindi frá áreitni sem hún varð fyrir sem starfsmaður á flutningaskipi Maersk í Danmörku. Samstarfsmenn hennar höfðu áreitt hana ítrekað, þar á meðal skipstjóri skipsins sem hún starfaði á. Þegar hún tilkynnti málið var hún beðin um að ræða sjálf við skipstjórann og leysa málið þannig. Ætla að endurskoða stefnu sína Í kjölfar viðtalsins hefur Maersk gefið út að þeir ætli að endurskoða stefnu sína þegar kemur að kynferðisbrotum starfsmanna. „Við verðum að viðurkenna að það sem við höfum gert er ekki nóg,“ segir Palle Laursen, flotaforingi hjá Maersk, í samtali við danska ríkissjónvarpið. Meðal þess sem fyrirtækið hefur ákveðið að gera til að sporna gegn ofbeldinu er að ræða við 350 konur sem starfa á sjó hjá fyrirtækinu og heyra þeirra sögur af samskiptum á skipum fyrirtækisins. Palle segir að nú þegar hafi þeim borist fjöldi sagna. Búið er að setja upp síma sem starfsmenn geta hringt í allan sólarhringinn og tilkynnt brot. Þá er komin ný regla innan fyrirtækisins: Þeir sem brjóta af sér eru reknir samstundis. Gerandinn er oftast yfirmaður Fyrir ekki svo löngu síðan fóru Svíar í gegnum svipað ferli þegar yfir þúsund konur sögðu frá ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir sem starfsmenn á sjó. „Það eru dæmi um ungar stelpur allt niður í sautján ára gamlar sem hafa lent í því að fullir samstarfsmenn þeirra skríða upp í kojurnar þeirra,“ segir Cecilia Österman, umhverfisfræðingur hjá Sjómannaskólanum í Kalmar. „Oftast er það yfirmaðurinn sem er gerandinn. Í sænsku rannsóknunum erum við með nokkrar konur sem hafa fengið heimsóknir um miðja nótt. Þegar þú ert með yfirmann sem getur læst sig inni hjá þér, þá getur þú ekki verið örugg neins staðar.“
Danmörk Svíþjóð Skipaflutningar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna