Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. júní 2022 12:30 Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var fengin til að svara heldur óþægilegum spurningum í viðtalsliðnum Hitasætið í þættinum Veislan á FM957. aðsend „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. í Hitasætinu var leikkonan var spurð spjörunum úr um helst til vandræðaleg málefni og var fyrsta spurningin um vandræðalegasta stefnumótið. Spúði eins og dreki á vandræðalegu stefnumóti „Ég hef eiginlega ekki verið að deita neitt mikið ég hef eiginlega alltaf verið í sambandi,“ segir Þórdís en í dag er hún trúlofuð tónlistarmanninum Júlí Heiðari Halldórssyni. Þórdís segist þó muna eftir stefnumóti sem hún fór eitt sinn á sem reyndist taka full mikið á taugarnar. Stefnumótið hafi verið mjög vandræðalegt og það hafi nær alfarið verið hennar sök. Ég var búin að vera eitthvað skrítin í maganum og ég fæ gubbupest á veitingastaðnum. Þannig að ég fer inn á klósett og byrja bara að spúa eins og dreki. Þorði ekki heim af stefnumótinu Þórdís segist hafa verið á þessum tíma frekar skotin í stráknum og því hvorki þorað né viljað fara heim af stefnumótinu þrátt fyrir að hafa verið orðin frekar veik. „Ég var bara í einhverju kvíðakasti, að fá mér vatn, skvetta framan í mig vatni og svitna alls staðar. Hann var svo bara að reyna að halda utan um mig.“ „Bíddu var hann með þér inni á klósetti?“ spyr Gústi. Nei, þegar ég kom fram til að halda áfram að reyna að borða.... þessa átta rétta máltíð sem hann var að splæsa á mig! Þórdís gerir svo grín af sjálfri sér hvernig hún hafi reynt að komast undan faðmlögunum og verið að hoppa á klósettið í sífellu. „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ Þolir ekki smjatt Einnig var Þórdís spurð út í hvað það er lætur hana finna fyrir klígju og svaraði hún því að það væri ótal margt sem gerði það en smjatt væri þar ofarlega á lista. Oh my god, Júlí kærastinn minn smjattar og ég held reyndar að ég geri það líka. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn Veislan í heild sinni. FM957 Ástin og lífið Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira
í Hitasætinu var leikkonan var spurð spjörunum úr um helst til vandræðaleg málefni og var fyrsta spurningin um vandræðalegasta stefnumótið. Spúði eins og dreki á vandræðalegu stefnumóti „Ég hef eiginlega ekki verið að deita neitt mikið ég hef eiginlega alltaf verið í sambandi,“ segir Þórdís en í dag er hún trúlofuð tónlistarmanninum Júlí Heiðari Halldórssyni. Þórdís segist þó muna eftir stefnumóti sem hún fór eitt sinn á sem reyndist taka full mikið á taugarnar. Stefnumótið hafi verið mjög vandræðalegt og það hafi nær alfarið verið hennar sök. Ég var búin að vera eitthvað skrítin í maganum og ég fæ gubbupest á veitingastaðnum. Þannig að ég fer inn á klósett og byrja bara að spúa eins og dreki. Þorði ekki heim af stefnumótinu Þórdís segist hafa verið á þessum tíma frekar skotin í stráknum og því hvorki þorað né viljað fara heim af stefnumótinu þrátt fyrir að hafa verið orðin frekar veik. „Ég var bara í einhverju kvíðakasti, að fá mér vatn, skvetta framan í mig vatni og svitna alls staðar. Hann var svo bara að reyna að halda utan um mig.“ „Bíddu var hann með þér inni á klósetti?“ spyr Gústi. Nei, þegar ég kom fram til að halda áfram að reyna að borða.... þessa átta rétta máltíð sem hann var að splæsa á mig! Þórdís gerir svo grín af sjálfri sér hvernig hún hafi reynt að komast undan faðmlögunum og verið að hoppa á klósettið í sífellu. „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ Þolir ekki smjatt Einnig var Þórdís spurð út í hvað það er lætur hana finna fyrir klígju og svaraði hún því að það væri ótal margt sem gerði það en smjatt væri þar ofarlega á lista. Oh my god, Júlí kærastinn minn smjattar og ég held reyndar að ég geri það líka. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn Veislan í heild sinni.
FM957 Ástin og lífið Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira