„Hann langaði að þakka mér fyrir að hafa bjargað lífi sínu“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. júní 2022 06:00 Leikarinn Hallgrímur Ólafsson er nýjasti gestur Kristjáns í hlaðvarpsþættinum Jákastið. Íris Dögg Einarsdóttir „Þetta er ekkert svo flókið, að vera til,“ segir Hallgrímur Ólafsson í hlaðvarpsþættinum Jákastið þegar þeir Kristján byrja að ræða um jákvæðnina. Æskan á Skaganum Leikarinn Hallgrímur, eða Halli eins og hann er alltaf kallaður, sleit barnsskónum á Akranesi og er Skagamaður í húð og hár. „Ég er ákaflega stoltur af því, að vera Skagamaður. Þykir mjög vænt um þetta bæjarfélag mitt.“ Halli starfar sem leikari í Þjóðleikhúsinu, er þriggja barna faðir og giftur Matthildi Magnúsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Hallgrímur Ólafsson (@halli_mello) Hann segir æskuheimilið á Skaganum hafa verið þetta týpíska sjómannaheimili þar sem heimilisfaðirinn er lítið heima. Það hafi þó alltaf verið nóg að gera og æskuminningarnar góðar. Úti að leika og úti á bryggju að veiða og í fótbolta. Viðurkennir að vera lítill í sér Halli segir það hafa verið normið sem barn á Akranesi að æfa fótbolta á þessum tíma en sjálfur hafi hann dottið inn og út úr boltanum. Ég vil meina það að ég hafi verið nokkuð efnilegur kattspyrnumaður. En ég er lágvaxinn og alltaf verið lítill og renglulegur og ég hafði kannski ekki nógu mikinn metnað fyrir þessu. Þetta togaði mig ekki nógu mikið. Þeir tala um hvernig fótboltaumhverfið var í þá daga og að margt hafi breyst til hins betra. Í gamla daga hafir þú bara verið kallaður vesalingur og hálfviti ef þú gerðir eitthvað vitlaust. „Ég viðurkenni það að ég hef alltaf verið frekar lítill í mér. Ef ég lenti í einhverju mótlæti þá bara loka ég frekar. Það kannski hefur líka eitthvað með það að gera að ég hélt ekki áfram í fótbolta.“ Sjómannslífið létt verk og löðurmannlegt Faðir Halla var með smábátaútgerð á Skaganum og vann einnig sem stýrimaður á Akraborginni en sjálfur starfaði Halli einnig á Akraborginni síðasta eina og hálfa árið sem hún var starfrækt. Ég hef alltaf gert grín af því að þetta sé minn sjómannsferill, Akraborgin, segir Halli og hlær. Hann segir vinnuna þar alls enga erfiðisvinnu eins og oft tíðkist á sjó. Heldur hafi hann lítið þurft að gera fyrir ágætis laun. Fær seint fullþakkað Flosa kennara sínum Skólaferilinn segir Halli ekki hafa verið sérlega glæstan. Mér gekk hræðilega í skóla og gekk ofboðslega illa að læra og nánast var ég svona gullagull í gegnum grunnskóla. Hann segist þó hafa fengið góðan stuðning frá kennaranum sínum, Flosa Einarssyni, sem hann geti seint fullþakkað fyrir góð ráð og enn betri leiðsögn. Flosi hafi frekar kennt honum sjálfur grunninn í tónlist þar sem hann sá að Halli hafi einnig átt erfitt með tónlistarskólann þrátt fyrir mikla hæfileika. View this post on Instagram A post shared by Hallgrímur Ólafsson (@halli_mello) Halli er mikill Bubba-aðdáandi og segist nánast ekki hafa hlustað á neitt annað en Bubba þegar hann var ungur. Hann hafi því rætt við Ólaf Egils leikstjóra þegar hann heyrði af leiksýningunni 9 líf sem sýnd er í Borgarleikhúsinu. Ef það er einhver leikari á Íslandi sem á að leika í þeirri sýningu (9 líf) þá er það ég, segir Halli en sjálfur er hann er fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu. Hann hafi þó sagt þetta við Ólaf Egils sem bauð honum að koma sem gestur inn í sýninguna um daginn sem svona, trúbador alþýðunnar. Áhrifamikið símtal frá ókunnugum manni Þegar talið berst að leiklistinni og hvaða verk eða hlutverk standi honum næst talar Halli bæði um hlutverk sitt í Fólkinu í blokkinni og kvikmyndinni Gullregn. Hlutverkin hafi bæði staðið honum sjálfum nærri og greinilega einnig haft áhrif á fleiri. Hann muni sterkt eftir því þegar einn kennari í Leiklistarskólanum hafi sagt honum að leiklist breytti heiminum. Mér fannst það bara skrýtin pæling þá! Þú breytir ekkert heiminum, ert bara að skemmta einhverju liði. Hann hafi svo fengið ákveðna vakningu eftir að kvikmyndin Gullregn var sýnd þegar hann fékk eitt kvöldið símtal frá manni sem hann þekkti ekki neitt. Hann langaði að þakka mér fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Þetta með að bjarga heiminum Til að útskýra afhverju, segir maðurinn Halla frá áfengisvandamáli sem hann hafi átt við að stríða í einhvern tíma. Honum hafi gengið illa og hafi verið við það að missa allt. Þá hafi hann séð Fólkið í blokkinni og nefnir þar hjartnæma senu þar sem Halli leikur lítinn dreng sem á föður sem er að glíma við áfengissýki. „Hann segir svo að þetta hafi gert það að verkum að hann hafi farið í áfengismeðferð og hafi ekki drukkið síðan. Hann hafi haldið fjölskyldunni sinni og liði vel í dag.“ Eftir að hafa horft á Gullregn þar sem Halli leikur meðvirkan, brotinn dreng, áttaði þessi maður sig á því að hann væri að glíma við djöfla úr æsku og farið í að taka þá hlið í gegn. Þarna áttaði ég mig á því að þetta með að breyta heiminum, er alveg rétt. Það er alveg nóg að breyta heiminum svona. Þáttinn í heild sinni er hægt að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Jákastið Menning Leikhús Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Mig langar bara alls ekki að þetta skilgreini mig til frambúðar“ Lenya Rún Taha Karim er aðeins 22 ára gömul og vakti mikla athygli þegar hún sat á þingi í níu klukkutíma áður en hún endaði sem varaþingmaður Pírata. Í dag er það henni hjartans mál að stunda pólitík á mannamáli og vill stuðla að bjartri framtíð landsins. 9. júní 2022 11:31 „Þá hefði ég mögulega ekki orðið tónlistarmaður“ Jón Jónsson er í dag þekktur sem einn ástsælasti tónlistarmaður landsins en hann segist hafa lagt góðan grunn áður en hlutirnir fóru að rúlla. Hann segir ástarsorg um tvítugt hafa mótað sig og lífið hans hvað mest. 2. júní 2022 10:31 „Ungir strákar eru oft að verða gerendur án þess að átta sig á því“ Aktívistinn Sólborg Guðbrandsdóttir, einnig þekkt undir listamannanafninu Suncity, segir fólk oft ekki átta sig á því hvað felst í kynfræðslu og tengi það aðeins við kynferðislegar athafnir en hún leggur til að fræðslan fari fram á öllum skólastigum. 26. maí 2022 11:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Æskan á Skaganum Leikarinn Hallgrímur, eða Halli eins og hann er alltaf kallaður, sleit barnsskónum á Akranesi og er Skagamaður í húð og hár. „Ég er ákaflega stoltur af því, að vera Skagamaður. Þykir mjög vænt um þetta bæjarfélag mitt.“ Halli starfar sem leikari í Þjóðleikhúsinu, er þriggja barna faðir og giftur Matthildi Magnúsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Hallgrímur Ólafsson (@halli_mello) Hann segir æskuheimilið á Skaganum hafa verið þetta týpíska sjómannaheimili þar sem heimilisfaðirinn er lítið heima. Það hafi þó alltaf verið nóg að gera og æskuminningarnar góðar. Úti að leika og úti á bryggju að veiða og í fótbolta. Viðurkennir að vera lítill í sér Halli segir það hafa verið normið sem barn á Akranesi að æfa fótbolta á þessum tíma en sjálfur hafi hann dottið inn og út úr boltanum. Ég vil meina það að ég hafi verið nokkuð efnilegur kattspyrnumaður. En ég er lágvaxinn og alltaf verið lítill og renglulegur og ég hafði kannski ekki nógu mikinn metnað fyrir þessu. Þetta togaði mig ekki nógu mikið. Þeir tala um hvernig fótboltaumhverfið var í þá daga og að margt hafi breyst til hins betra. Í gamla daga hafir þú bara verið kallaður vesalingur og hálfviti ef þú gerðir eitthvað vitlaust. „Ég viðurkenni það að ég hef alltaf verið frekar lítill í mér. Ef ég lenti í einhverju mótlæti þá bara loka ég frekar. Það kannski hefur líka eitthvað með það að gera að ég hélt ekki áfram í fótbolta.“ Sjómannslífið létt verk og löðurmannlegt Faðir Halla var með smábátaútgerð á Skaganum og vann einnig sem stýrimaður á Akraborginni en sjálfur starfaði Halli einnig á Akraborginni síðasta eina og hálfa árið sem hún var starfrækt. Ég hef alltaf gert grín af því að þetta sé minn sjómannsferill, Akraborgin, segir Halli og hlær. Hann segir vinnuna þar alls enga erfiðisvinnu eins og oft tíðkist á sjó. Heldur hafi hann lítið þurft að gera fyrir ágætis laun. Fær seint fullþakkað Flosa kennara sínum Skólaferilinn segir Halli ekki hafa verið sérlega glæstan. Mér gekk hræðilega í skóla og gekk ofboðslega illa að læra og nánast var ég svona gullagull í gegnum grunnskóla. Hann segist þó hafa fengið góðan stuðning frá kennaranum sínum, Flosa Einarssyni, sem hann geti seint fullþakkað fyrir góð ráð og enn betri leiðsögn. Flosi hafi frekar kennt honum sjálfur grunninn í tónlist þar sem hann sá að Halli hafi einnig átt erfitt með tónlistarskólann þrátt fyrir mikla hæfileika. View this post on Instagram A post shared by Hallgrímur Ólafsson (@halli_mello) Halli er mikill Bubba-aðdáandi og segist nánast ekki hafa hlustað á neitt annað en Bubba þegar hann var ungur. Hann hafi því rætt við Ólaf Egils leikstjóra þegar hann heyrði af leiksýningunni 9 líf sem sýnd er í Borgarleikhúsinu. Ef það er einhver leikari á Íslandi sem á að leika í þeirri sýningu (9 líf) þá er það ég, segir Halli en sjálfur er hann er fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu. Hann hafi þó sagt þetta við Ólaf Egils sem bauð honum að koma sem gestur inn í sýninguna um daginn sem svona, trúbador alþýðunnar. Áhrifamikið símtal frá ókunnugum manni Þegar talið berst að leiklistinni og hvaða verk eða hlutverk standi honum næst talar Halli bæði um hlutverk sitt í Fólkinu í blokkinni og kvikmyndinni Gullregn. Hlutverkin hafi bæði staðið honum sjálfum nærri og greinilega einnig haft áhrif á fleiri. Hann muni sterkt eftir því þegar einn kennari í Leiklistarskólanum hafi sagt honum að leiklist breytti heiminum. Mér fannst það bara skrýtin pæling þá! Þú breytir ekkert heiminum, ert bara að skemmta einhverju liði. Hann hafi svo fengið ákveðna vakningu eftir að kvikmyndin Gullregn var sýnd þegar hann fékk eitt kvöldið símtal frá manni sem hann þekkti ekki neitt. Hann langaði að þakka mér fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Þetta með að bjarga heiminum Til að útskýra afhverju, segir maðurinn Halla frá áfengisvandamáli sem hann hafi átt við að stríða í einhvern tíma. Honum hafi gengið illa og hafi verið við það að missa allt. Þá hafi hann séð Fólkið í blokkinni og nefnir þar hjartnæma senu þar sem Halli leikur lítinn dreng sem á föður sem er að glíma við áfengissýki. „Hann segir svo að þetta hafi gert það að verkum að hann hafi farið í áfengismeðferð og hafi ekki drukkið síðan. Hann hafi haldið fjölskyldunni sinni og liði vel í dag.“ Eftir að hafa horft á Gullregn þar sem Halli leikur meðvirkan, brotinn dreng, áttaði þessi maður sig á því að hann væri að glíma við djöfla úr æsku og farið í að taka þá hlið í gegn. Þarna áttaði ég mig á því að þetta með að breyta heiminum, er alveg rétt. Það er alveg nóg að breyta heiminum svona. Þáttinn í heild sinni er hægt að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Jákastið Menning Leikhús Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Mig langar bara alls ekki að þetta skilgreini mig til frambúðar“ Lenya Rún Taha Karim er aðeins 22 ára gömul og vakti mikla athygli þegar hún sat á þingi í níu klukkutíma áður en hún endaði sem varaþingmaður Pírata. Í dag er það henni hjartans mál að stunda pólitík á mannamáli og vill stuðla að bjartri framtíð landsins. 9. júní 2022 11:31 „Þá hefði ég mögulega ekki orðið tónlistarmaður“ Jón Jónsson er í dag þekktur sem einn ástsælasti tónlistarmaður landsins en hann segist hafa lagt góðan grunn áður en hlutirnir fóru að rúlla. Hann segir ástarsorg um tvítugt hafa mótað sig og lífið hans hvað mest. 2. júní 2022 10:31 „Ungir strákar eru oft að verða gerendur án þess að átta sig á því“ Aktívistinn Sólborg Guðbrandsdóttir, einnig þekkt undir listamannanafninu Suncity, segir fólk oft ekki átta sig á því hvað felst í kynfræðslu og tengi það aðeins við kynferðislegar athafnir en hún leggur til að fræðslan fari fram á öllum skólastigum. 26. maí 2022 11:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
„Mig langar bara alls ekki að þetta skilgreini mig til frambúðar“ Lenya Rún Taha Karim er aðeins 22 ára gömul og vakti mikla athygli þegar hún sat á þingi í níu klukkutíma áður en hún endaði sem varaþingmaður Pírata. Í dag er það henni hjartans mál að stunda pólitík á mannamáli og vill stuðla að bjartri framtíð landsins. 9. júní 2022 11:31
„Þá hefði ég mögulega ekki orðið tónlistarmaður“ Jón Jónsson er í dag þekktur sem einn ástsælasti tónlistarmaður landsins en hann segist hafa lagt góðan grunn áður en hlutirnir fóru að rúlla. Hann segir ástarsorg um tvítugt hafa mótað sig og lífið hans hvað mest. 2. júní 2022 10:31
„Ungir strákar eru oft að verða gerendur án þess að átta sig á því“ Aktívistinn Sólborg Guðbrandsdóttir, einnig þekkt undir listamannanafninu Suncity, segir fólk oft ekki átta sig á því hvað felst í kynfræðslu og tengi það aðeins við kynferðislegar athafnir en hún leggur til að fræðslan fari fram á öllum skólastigum. 26. maí 2022 11:30