Umfjöllun og viðtöl: KA-Fram 2-2 | KA-menn björguðu stigi í fyrsta leik á nýjum heimavelli Ester Ósk Árnadóttir skrifar 16. júní 2022 22:06 KA bjargaði stigi á móti Fram í dag. Vísir/Diego KA tók á móti Fram á nýjum heimavelli í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur 2-2 í leik þar sem gestirnir voru 0-2 yfir þar til rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Leikurinn fór afskaplega rólega af stað og var nánast ekkert að frétta á vellinum fyrr en á 14. mínútu þegar Nökkvi Þeyr Þórisson skaut af stuttu færi en skotið í Alex Freyr Elísson og út af. KA gerði aðra tilraun á 19. mínútu þegar Daníel Hafsteinsson átti tilraun á markið eftir góðan undirbúning frá Sveinn Margeir en inn fór boltinn ekki, stuttu síðar slapp Ásgeir Sigurgeirsson í gegn en skotið hjá honum framhjá markinu. Það var því gegn gangi leiksins að Fram skoraði fyrsta mark leiksins en þar var að verki Tiago Manuel Da Silva Fernandes og það var ekkert smá mark, frábært skot af um það bil 20 metra færi sem söng í netinu, 0 -1 fyrir gestunum. Tíu mínútum síðar tvöfalda Fram forystu sína þegar Frederico Bello Saravia stal boltanum af Daníel Hafsteinsson við vítateig KA manna, fór framhjá Sveinn Margeir og smellti boltanum í bláhornið. Brekkan orðin brött fyrir heimamenn. KA fékk gott tækifæri í uppbótartíma til að jafna. Daníel Hafsteinsson átti þá glæsilega sendingu inn fyrir vörn Framara þar sem Sveinn Margeir fékk tækifæri einn á móti Ólaf Íshólm í marki Fram en Ólafur sá við honum. Staðan því 2-0 fyrir gestina í hálfleik. KA menn mættu betur inn í seinni hálfleikinn og fengu ógrynni af tækifærum til að minnka muninn en fóru oftar en ekki illa að ráði sínum, Ólafur Íshólm var frábær í mark Framara framan af leik. Það var ekki fyrr en á 81. mínútur að KA náði að minnka muninn. Ólafur Íshólm tók þá Ásgeir Sigurgeirsson niður inn í teig eftir að hann var sloppinn í gegn og réttilega dæmd vítaspyrna sem Hallgrímur Mar Steingrímsson tók og skoraði fyrir KA. Það liðu aðeins fimm mínútur þar til KA var búið að jafna leikinn en þá átti Sveinn Margeir frábæra sendingu inn á teig þar sem Daníel Hafsteinsson var réttur maður á réttum stað og kom boltanum í netið. 2-2 niðurstaðan á KA vellinum í dag. Afhverju jafntefli? Fram skorar tvö frábær mörk en þess utan var KA sterkara liðið á vellinum, liðin líklega ekki sátt við þessa niðurstöðu annars vegar þar sem Fram sem var búið að koma sér í frábæra stöðu og hins vegar KA sem óð í færum en áttu erfitt með að koma boltanum yfir línuna. Hverjar stóðu upp úr? Í liði heimamanna var Ásgeir Sigurgeisson frábær í seinni hálfleik, Sveinn Margeir Hauksson vinnusamur og skapaði mikið, Nökkvi Þeyr átti sömuleiðs góðan. Markaskorarinn Tiago Manuel Da Silva Fernandes átti góðan leik í liði fram og sömuleiðis Frederico Bello Saravia, Indriði Áki var sterkur inn á miðjunni og þá átti Ólafur Íshólm Ólafsson góðan leik framan af í marki Fram og greip oft vel inn í þegar KA var komið í góðar stöður. Hvað gekk illa? Færanýtingin hjá KA, þeir óðu í færum á tímabili. Þeir fengu góða sénsa til að komast yfir í fyrri hálfleik áður en Fram skoraði og svo í síðari hálfleik hefðu þeir átt að vera löngu búnir að koma sér inn í leikinn. Hvað gerist næst? KA á leik gegn Breiðablik í næstu umferð á útivelli, sá leikur fer fram 20. júní. Á sama degi á Fram heimaleik gegn ÍBV. Jón Þórir Sveinsson: Erum að fá of mörg mörk á okkur FRAM „Það er pínu svekkelsi að klára ekki þennan leik, þetta var hörkuleikur hjá tveimur góðum liðum og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Við verðum bara að virða stigið sem við fengum í dag.“ „Við vissum hvernig KA myndi spila, þeir eru með mjög flott og vel þjálfað lið. Það er ekkert auðvelt að koma hingað og sækja stig þannig við erum svo sem ánægðir með það en eins og leikurinn spilaðist og þróaðist þá hefðum við viljað meira.“ Fram skoraði tvö frábær mörk um miðbik fyrri hálfleiks. „Við fengum nokkur færi í leiknum, við búumst alltaf við því að skora. KA þurfti að koma sér inn í leikinn og spiluðu mjög vel sérstaklega í síðari hálfleiknum. Við áttum svolítið undir högg að sækja þar og á endanum ná þeir að koma inn tveimur mörkum og jafna leikinn.“ Fram er í 9. sæti með 9 stig, unni Val í síðustu umferð og gera jafntefli við KA í dag. „Það er búið að vera mikill stígandi hjá okkur allt mótið, við höfum verið að spila vel í flestum leikjum en við erum að fá aðeins of mörg mörk á okkur sem er erfitt. Það er erfitt að þurfa að skora 3-4 mörk í hverjum leik til að vinna leikina, við þurfum bara að vinna úr því og fara að fá færi mörk á okkur, að sama skapi erum við alltaf líklegir til að skora og það er góður kostur.“ ÍBV er næsti andstæðingur Fram. „Það verður verðugt verkefnið. Við höfum verið að spila mikið við ÍBV í deildinni fyrir neðan og það hafa allt verið hörkuleikir, þannig ég á ekkert von á öðru. Okkur hlakkar mjög til að spila á nýjum velli eins og það var gaman að spila hér í dag á nýju svæði hjá KA.“ KA og Fram munu aftur mætast 26. júní en þá í bikarkeppninni en sá leikur fer einnig fram á KA vellinum. „Það er náttúrulega annað mót og annar leikur, eftir leikinn í dag vitum við að við getum staðið í hárinu á KA, sá leikur mun ekki enda með jafntefli það er alveg ljóst. Við þurfum bara að mæta og vinna þann leik til að halda áfram í bikarnum. Ásgeir Sigurgeirsson: Viljum alltaf þrjú stig á okkar heimavelli Ásgeir SigurgeirssonMYND/KA-SPORT.IS „Það eru blendnar tilfinningar, bæði jákvæðar og neikvæðar. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera arfa slakir en það jákvæða er að við komum til baka í seinni hálfleik, náum í stig og fáum alveg færi til að klára leikinn,“ sagði Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði KA eftir 2-2 jafntefli á KA vellinum í dag. „Seinna markið sem við fáum á okkur er bara lélegur varnarleikur, það lítið hægt að segja kannski með fyrra markið en mér finnst að við eigum að geta gert betur í seinna markinu. Það var alltof auðvelt mark hjá þeim, það er eitthvað sem við getum bætt í varnarleiknum.“ KA var lent 2-0 undir eftir um hálftímaleik. „Mér fannst við bara ekki mæta nógu vel til leiks í fyrri hálfleik en úr því sem komið var þá var mjög gott að ná í þetta stig en við viljum alltaf fá þrjú stig á okkar heimavelli.“ KA var að spila sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli við KA svæðið. „Við erum loksins eru við komnir heim upp á brekku, hér eigum við heima. Æfum hér allt árið þannig það er mjög gott að vera komin hingað og fyrir klúbbinn er þetta bara mjög mikilvægt skref að fá alla starfsemi hingað upp á svæðið.“ „Mig langar að þakka öllum sjálfboðaliðum sem hafa verið hér nánast allan sólahringinn síðustu mánuði, þau öll hafa verið geggjuð og gert það að verkum að við spilum hér í dag. Það er líklega ekki hægt að þakka þeim nógu mikið.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Fram Tengdar fréttir „Vorum með yfirburði í seinni hálfleik“ „Það eru blendnar tilfinningar, vonbrigði að fara bara með eitt stig en samt mjög sáttur við frammistöðuna í seinni hálfleik,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 2-2 jafntefli á móti Fram á nýjum KA velli í kvöld. 16. júní 2022 21:18
KA tók á móti Fram á nýjum heimavelli í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur 2-2 í leik þar sem gestirnir voru 0-2 yfir þar til rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Leikurinn fór afskaplega rólega af stað og var nánast ekkert að frétta á vellinum fyrr en á 14. mínútu þegar Nökkvi Þeyr Þórisson skaut af stuttu færi en skotið í Alex Freyr Elísson og út af. KA gerði aðra tilraun á 19. mínútu þegar Daníel Hafsteinsson átti tilraun á markið eftir góðan undirbúning frá Sveinn Margeir en inn fór boltinn ekki, stuttu síðar slapp Ásgeir Sigurgeirsson í gegn en skotið hjá honum framhjá markinu. Það var því gegn gangi leiksins að Fram skoraði fyrsta mark leiksins en þar var að verki Tiago Manuel Da Silva Fernandes og það var ekkert smá mark, frábært skot af um það bil 20 metra færi sem söng í netinu, 0 -1 fyrir gestunum. Tíu mínútum síðar tvöfalda Fram forystu sína þegar Frederico Bello Saravia stal boltanum af Daníel Hafsteinsson við vítateig KA manna, fór framhjá Sveinn Margeir og smellti boltanum í bláhornið. Brekkan orðin brött fyrir heimamenn. KA fékk gott tækifæri í uppbótartíma til að jafna. Daníel Hafsteinsson átti þá glæsilega sendingu inn fyrir vörn Framara þar sem Sveinn Margeir fékk tækifæri einn á móti Ólaf Íshólm í marki Fram en Ólafur sá við honum. Staðan því 2-0 fyrir gestina í hálfleik. KA menn mættu betur inn í seinni hálfleikinn og fengu ógrynni af tækifærum til að minnka muninn en fóru oftar en ekki illa að ráði sínum, Ólafur Íshólm var frábær í mark Framara framan af leik. Það var ekki fyrr en á 81. mínútur að KA náði að minnka muninn. Ólafur Íshólm tók þá Ásgeir Sigurgeirsson niður inn í teig eftir að hann var sloppinn í gegn og réttilega dæmd vítaspyrna sem Hallgrímur Mar Steingrímsson tók og skoraði fyrir KA. Það liðu aðeins fimm mínútur þar til KA var búið að jafna leikinn en þá átti Sveinn Margeir frábæra sendingu inn á teig þar sem Daníel Hafsteinsson var réttur maður á réttum stað og kom boltanum í netið. 2-2 niðurstaðan á KA vellinum í dag. Afhverju jafntefli? Fram skorar tvö frábær mörk en þess utan var KA sterkara liðið á vellinum, liðin líklega ekki sátt við þessa niðurstöðu annars vegar þar sem Fram sem var búið að koma sér í frábæra stöðu og hins vegar KA sem óð í færum en áttu erfitt með að koma boltanum yfir línuna. Hverjar stóðu upp úr? Í liði heimamanna var Ásgeir Sigurgeisson frábær í seinni hálfleik, Sveinn Margeir Hauksson vinnusamur og skapaði mikið, Nökkvi Þeyr átti sömuleiðs góðan. Markaskorarinn Tiago Manuel Da Silva Fernandes átti góðan leik í liði fram og sömuleiðis Frederico Bello Saravia, Indriði Áki var sterkur inn á miðjunni og þá átti Ólafur Íshólm Ólafsson góðan leik framan af í marki Fram og greip oft vel inn í þegar KA var komið í góðar stöður. Hvað gekk illa? Færanýtingin hjá KA, þeir óðu í færum á tímabili. Þeir fengu góða sénsa til að komast yfir í fyrri hálfleik áður en Fram skoraði og svo í síðari hálfleik hefðu þeir átt að vera löngu búnir að koma sér inn í leikinn. Hvað gerist næst? KA á leik gegn Breiðablik í næstu umferð á útivelli, sá leikur fer fram 20. júní. Á sama degi á Fram heimaleik gegn ÍBV. Jón Þórir Sveinsson: Erum að fá of mörg mörk á okkur FRAM „Það er pínu svekkelsi að klára ekki þennan leik, þetta var hörkuleikur hjá tveimur góðum liðum og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Við verðum bara að virða stigið sem við fengum í dag.“ „Við vissum hvernig KA myndi spila, þeir eru með mjög flott og vel þjálfað lið. Það er ekkert auðvelt að koma hingað og sækja stig þannig við erum svo sem ánægðir með það en eins og leikurinn spilaðist og þróaðist þá hefðum við viljað meira.“ Fram skoraði tvö frábær mörk um miðbik fyrri hálfleiks. „Við fengum nokkur færi í leiknum, við búumst alltaf við því að skora. KA þurfti að koma sér inn í leikinn og spiluðu mjög vel sérstaklega í síðari hálfleiknum. Við áttum svolítið undir högg að sækja þar og á endanum ná þeir að koma inn tveimur mörkum og jafna leikinn.“ Fram er í 9. sæti með 9 stig, unni Val í síðustu umferð og gera jafntefli við KA í dag. „Það er búið að vera mikill stígandi hjá okkur allt mótið, við höfum verið að spila vel í flestum leikjum en við erum að fá aðeins of mörg mörk á okkur sem er erfitt. Það er erfitt að þurfa að skora 3-4 mörk í hverjum leik til að vinna leikina, við þurfum bara að vinna úr því og fara að fá færi mörk á okkur, að sama skapi erum við alltaf líklegir til að skora og það er góður kostur.“ ÍBV er næsti andstæðingur Fram. „Það verður verðugt verkefnið. Við höfum verið að spila mikið við ÍBV í deildinni fyrir neðan og það hafa allt verið hörkuleikir, þannig ég á ekkert von á öðru. Okkur hlakkar mjög til að spila á nýjum velli eins og það var gaman að spila hér í dag á nýju svæði hjá KA.“ KA og Fram munu aftur mætast 26. júní en þá í bikarkeppninni en sá leikur fer einnig fram á KA vellinum. „Það er náttúrulega annað mót og annar leikur, eftir leikinn í dag vitum við að við getum staðið í hárinu á KA, sá leikur mun ekki enda með jafntefli það er alveg ljóst. Við þurfum bara að mæta og vinna þann leik til að halda áfram í bikarnum. Ásgeir Sigurgeirsson: Viljum alltaf þrjú stig á okkar heimavelli Ásgeir SigurgeirssonMYND/KA-SPORT.IS „Það eru blendnar tilfinningar, bæði jákvæðar og neikvæðar. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera arfa slakir en það jákvæða er að við komum til baka í seinni hálfleik, náum í stig og fáum alveg færi til að klára leikinn,“ sagði Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði KA eftir 2-2 jafntefli á KA vellinum í dag. „Seinna markið sem við fáum á okkur er bara lélegur varnarleikur, það lítið hægt að segja kannski með fyrra markið en mér finnst að við eigum að geta gert betur í seinna markinu. Það var alltof auðvelt mark hjá þeim, það er eitthvað sem við getum bætt í varnarleiknum.“ KA var lent 2-0 undir eftir um hálftímaleik. „Mér fannst við bara ekki mæta nógu vel til leiks í fyrri hálfleik en úr því sem komið var þá var mjög gott að ná í þetta stig en við viljum alltaf fá þrjú stig á okkar heimavelli.“ KA var að spila sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli við KA svæðið. „Við erum loksins eru við komnir heim upp á brekku, hér eigum við heima. Æfum hér allt árið þannig það er mjög gott að vera komin hingað og fyrir klúbbinn er þetta bara mjög mikilvægt skref að fá alla starfsemi hingað upp á svæðið.“ „Mig langar að þakka öllum sjálfboðaliðum sem hafa verið hér nánast allan sólahringinn síðustu mánuði, þau öll hafa verið geggjuð og gert það að verkum að við spilum hér í dag. Það er líklega ekki hægt að þakka þeim nógu mikið.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Fram Tengdar fréttir „Vorum með yfirburði í seinni hálfleik“ „Það eru blendnar tilfinningar, vonbrigði að fara bara með eitt stig en samt mjög sáttur við frammistöðuna í seinni hálfleik,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 2-2 jafntefli á móti Fram á nýjum KA velli í kvöld. 16. júní 2022 21:18
„Vorum með yfirburði í seinni hálfleik“ „Það eru blendnar tilfinningar, vonbrigði að fara bara með eitt stig en samt mjög sáttur við frammistöðuna í seinni hálfleik,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 2-2 jafntefli á móti Fram á nýjum KA velli í kvöld. 16. júní 2022 21:18
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti