„Við hefðum átt að vanda okkur betur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2022 19:20 Áslaug Thelma Einarsdóttir (t.v.) var forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar þar til henni var sagt upp 2018. Berglind Rán Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Samsett Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið hefði átt að vanda sig betur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns, sem stefndi fyrirtækinu fyrir ólögmæta uppsögn. Orkuveita Reykjavíkur var dæmd skaðabótaskyld í málinu í Landsrétti í dag. Dómurinn sneri þannig við dómi héraðsdóms frá árinu 2020. Áslaug starfaði sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, en var sagt upp árið 2018. Í dómi Landsréttar segir meðal annars að Orkuveitan hafi vegið að æru Áslaugar með síðbúnum skýringum um frammistöðuvanda. Áslaug segist í Facebook-færslu í dag þakklát fyrir að málinu sé lokið. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar steig tímabundið til hliðar vegna þess. Samgleðst Áslaugu Thelmu Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið muni ekki áfrýja dómi Landsréttar. „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ segir Berglind. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þið eruð þarna gerð skaðabótaskyld, hafið þið rætt skaðabætur við Áslaugu? „Já, það er rétt. Okkar lögfræðingur er búinn að vera í samskiptum við lögfræðing Áslaugar Thelmu og það stendur til að hittast í næstu viku og fara að ræða það mál í framhaldinu.“ Ekkert liggi þó fyrir um upphæð skaðabótanna. „Niðurstaðan er skýr. Þetta er vandaður dómur og kemur ekki til greina að áfrýja. Og við hefðum átt að vanda okkur betur þá. Og við tökum því,“ segir Berglind. Er þetta áfellisdómur yfir fyrirtækinu? „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ segir Berglind. Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Dómurinn sneri þannig við dómi héraðsdóms frá árinu 2020. Áslaug starfaði sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, en var sagt upp árið 2018. Í dómi Landsréttar segir meðal annars að Orkuveitan hafi vegið að æru Áslaugar með síðbúnum skýringum um frammistöðuvanda. Áslaug segist í Facebook-færslu í dag þakklát fyrir að málinu sé lokið. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar steig tímabundið til hliðar vegna þess. Samgleðst Áslaugu Thelmu Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið muni ekki áfrýja dómi Landsréttar. „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ segir Berglind. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þið eruð þarna gerð skaðabótaskyld, hafið þið rætt skaðabætur við Áslaugu? „Já, það er rétt. Okkar lögfræðingur er búinn að vera í samskiptum við lögfræðing Áslaugar Thelmu og það stendur til að hittast í næstu viku og fara að ræða það mál í framhaldinu.“ Ekkert liggi þó fyrir um upphæð skaðabótanna. „Niðurstaðan er skýr. Þetta er vandaður dómur og kemur ekki til greina að áfrýja. Og við hefðum átt að vanda okkur betur þá. Og við tökum því,“ segir Berglind. Er þetta áfellisdómur yfir fyrirtækinu? „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ segir Berglind.
Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58