Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 15:45 Aðsend mynd af Baldri kl 13:30, tekið úr Súgandisey. Björgunarskipið Björg frá Rifi aðstoðaði við að koma Baldri aftur að höfn. aðsend Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. Samkvæmt Ásgrími Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, komst Baldur að ferjubryggju á eigin vélarafli og með aðstoð björgunarskipsins Bjargar frá Rifi. „Þannig að þeir eru nú komnir í öruggt skjól og mannskapurinn í land og allar aðrar einingar hafa verið kallaðar af svæðinu. Þetta fór því blessunarlega bara vel,“ segir Ásgrímur í samtali við fréttastofu. Melding frá Baldri um vélarbilun barst landhelgisgæslunni um hálf tíu í morgun. „Þeir létu akkerið fara og það hélt. Mér skilst að þeir hafi ekki getað kúplað saman þannig að skrúfan færi að snúast. Svo komst það í lag en þá áttu þeir í vandræðum með að ná akkerinu upp. Eftir að ná akkerinu upp náðu þeir ekki upp mikilli ferð á skipið og þar af leiðandi voru stjórntökin takmörkuð.“ Björgunarskipið Björg frá Rifi var því fengið til að fara utan á Baldur til að aðstoða með stjórntökin. Ásgrímur segir æfingar á Björgu hafa tekið nokkurn tíma fyrir utan Stykkishólm. „Á meðan héldum við öllum öðrum viðbrögðum í gangi, þyrlan var klár, varðskipið Þór var á leiðinni vestur, Björgunarsveitin í landi og aðgerðarstjórnin á Snæfellsnesi. Þetta var allt klárt og við léttum þessu ekki fyrr en skipið var bundið við bryggju í Stykkishólmi.“ Baldur hafi verið bundinn við bryggju klukkan 15:07. Landhelgisgæslan Ferjan Baldur Stykkishólmur Tengdar fréttir Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Samkvæmt Ásgrími Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, komst Baldur að ferjubryggju á eigin vélarafli og með aðstoð björgunarskipsins Bjargar frá Rifi. „Þannig að þeir eru nú komnir í öruggt skjól og mannskapurinn í land og allar aðrar einingar hafa verið kallaðar af svæðinu. Þetta fór því blessunarlega bara vel,“ segir Ásgrímur í samtali við fréttastofu. Melding frá Baldri um vélarbilun barst landhelgisgæslunni um hálf tíu í morgun. „Þeir létu akkerið fara og það hélt. Mér skilst að þeir hafi ekki getað kúplað saman þannig að skrúfan færi að snúast. Svo komst það í lag en þá áttu þeir í vandræðum með að ná akkerinu upp. Eftir að ná akkerinu upp náðu þeir ekki upp mikilli ferð á skipið og þar af leiðandi voru stjórntökin takmörkuð.“ Björgunarskipið Björg frá Rifi var því fengið til að fara utan á Baldur til að aðstoða með stjórntökin. Ásgrímur segir æfingar á Björgu hafa tekið nokkurn tíma fyrir utan Stykkishólm. „Á meðan héldum við öllum öðrum viðbrögðum í gangi, þyrlan var klár, varðskipið Þór var á leiðinni vestur, Björgunarsveitin í landi og aðgerðarstjórnin á Snæfellsnesi. Þetta var allt klárt og við léttum þessu ekki fyrr en skipið var bundið við bryggju í Stykkishólmi.“ Baldur hafi verið bundinn við bryggju klukkan 15:07.
Landhelgisgæslan Ferjan Baldur Stykkishólmur Tengdar fréttir Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33