Segir Íslendinga hlutfallslega heimsmeistara í steypunotkun Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. júní 2022 22:20 Magnús Rannver segir Íslendinga heimsmeistara í steypunotkun og einhverja mestu umhverfisssóða í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. Vísir/Vilhelm Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur, segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé gróflega vametin og þar sé efnisnotkun stærsti þátturinn. Hann segir Íslendinga hlutfallslega heimsmeistara í steypunotkun og telur þjóðina einhverja mestu umhverfissóða í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. Magnús greindi frá þessu í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé miklu stærra mál en losun af völdum umferðar og að um 40% af gróðurhúslaofttegundum sem skapa hnattræna hlýnun komi úr mannvirkjagerð. „Ég hef einfaldað það með því að tala um steypu, stál og grjót því það er uppistaðan í þessu. Það er mest losun í efnisnotkun, efninu sem fer í mannvirkjun. Það er líka losun í rekstri og flutningi en þetta er stærsti þátturinn,“ segir Magnús. Hann segir að ef við ætlum að bregðast við hlýnun jarðar þá þurfi að fara að hugsa betur hvaða efni og aðferðir við notum af því að: „Það er ekkert langt síðan að þýskir vísindamenn bentu á að ef við höldum svona áfram í mannvirkjagerð þá erum við ekkert að horfa á 1,5 gráðu hlýnun heldur meira svona 7 til 8 gráðu hlýnun.“ Heimsmeistarar í steypunotkun og umhverfissóðar Jafnframt heldur hann því fram að Íslendingar séu einhverjir mestu umhverfissóðar í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. „Það eru ekki til neinar nýjar rannsóknir á þessu en það eru þó til gamlar rannsóknir frá Háskóla Íslands sem sýna að efnisnotkun í íslenskum mannvirkjum er langt yfir Evrópu-meðaltölum,“ segir hann. Það helgist af því hvað Íslendingar noti mikið af steypu, miklu meira en flestar aðrar Evrópuþjóðir í húsbyggingar og í þokkabót noti þeir steypu á annan hátt en aðrar þjóðir gera. „Aðrar þjóðir forsteypa sín mannvirki meira og minna í hagnýtum verksmiðju þar sem er hægt að ná fram hagkvæmni, gæðum og hraða en við notum lítið af byggingaeiningum og staðsteypum mikið. Og erum alveg pikkföst í því að staðsteypa allt mögulegt og ómögulegt,“ bætir hann við. Þess vegna séum við tilneydd til að nota steypu hlutfallslega meira heldur en ella. „Með þessum rökum er hægt að sjá, að við erum sennilega heimsmeistarar í þessu, hlutfallslega, eins og við erum oft. Við erum líka oft best hlutfallslega, en ekki þarna,“ segir hann. Eftirbátar annarra þjóða Magnús segir að við séum langt á eftir öðrum Norðurlöndum á ýmsum sviðum, það tengist vinnulagi að einhverju leyti. Við gefum okkur of lítinn tíma í hönnun og nýsköpun, við séum of föst í því gamla. Sömuleiðis notum við mikið meiri steypu en aðrar Norðurlandaþjóðir en minna af timbri. Þá segir hann að það sé mikið talað um sjálfbærar byggingar og vottanir en það sem komi af færibandinu sé mest megnis nákvæmlega það sama og við höfum verið að gera undanfarin 30 ár. Það hafi því lítið breyst. Hann segir að ef við ætlum að reyna að eiga við loftslagsvánna þá verðum við að reyna að breyta þeim aðferðum og efnivið sem við notum. Það séu ýmsir möguleikar í boði en þeir krefjist þróunar, nýsköpunar og að menn gefi hönnunarvinnu og undirbúningi meiri gaum. Byggingariðnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Útblástur, rammaáætlun og Logi Einars til umræðu í Sprengisandi Útblástur mannvirkjagerðar, rammaáætlun, brotthvarf Loga Einarssonar úr formannsstól Samfylkingarinnar og samkeppnismál verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. 19. júní 2022 10:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Magnús greindi frá þessu í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé miklu stærra mál en losun af völdum umferðar og að um 40% af gróðurhúslaofttegundum sem skapa hnattræna hlýnun komi úr mannvirkjagerð. „Ég hef einfaldað það með því að tala um steypu, stál og grjót því það er uppistaðan í þessu. Það er mest losun í efnisnotkun, efninu sem fer í mannvirkjun. Það er líka losun í rekstri og flutningi en þetta er stærsti þátturinn,“ segir Magnús. Hann segir að ef við ætlum að bregðast við hlýnun jarðar þá þurfi að fara að hugsa betur hvaða efni og aðferðir við notum af því að: „Það er ekkert langt síðan að þýskir vísindamenn bentu á að ef við höldum svona áfram í mannvirkjagerð þá erum við ekkert að horfa á 1,5 gráðu hlýnun heldur meira svona 7 til 8 gráðu hlýnun.“ Heimsmeistarar í steypunotkun og umhverfissóðar Jafnframt heldur hann því fram að Íslendingar séu einhverjir mestu umhverfissóðar í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. „Það eru ekki til neinar nýjar rannsóknir á þessu en það eru þó til gamlar rannsóknir frá Háskóla Íslands sem sýna að efnisnotkun í íslenskum mannvirkjum er langt yfir Evrópu-meðaltölum,“ segir hann. Það helgist af því hvað Íslendingar noti mikið af steypu, miklu meira en flestar aðrar Evrópuþjóðir í húsbyggingar og í þokkabót noti þeir steypu á annan hátt en aðrar þjóðir gera. „Aðrar þjóðir forsteypa sín mannvirki meira og minna í hagnýtum verksmiðju þar sem er hægt að ná fram hagkvæmni, gæðum og hraða en við notum lítið af byggingaeiningum og staðsteypum mikið. Og erum alveg pikkföst í því að staðsteypa allt mögulegt og ómögulegt,“ bætir hann við. Þess vegna séum við tilneydd til að nota steypu hlutfallslega meira heldur en ella. „Með þessum rökum er hægt að sjá, að við erum sennilega heimsmeistarar í þessu, hlutfallslega, eins og við erum oft. Við erum líka oft best hlutfallslega, en ekki þarna,“ segir hann. Eftirbátar annarra þjóða Magnús segir að við séum langt á eftir öðrum Norðurlöndum á ýmsum sviðum, það tengist vinnulagi að einhverju leyti. Við gefum okkur of lítinn tíma í hönnun og nýsköpun, við séum of föst í því gamla. Sömuleiðis notum við mikið meiri steypu en aðrar Norðurlandaþjóðir en minna af timbri. Þá segir hann að það sé mikið talað um sjálfbærar byggingar og vottanir en það sem komi af færibandinu sé mest megnis nákvæmlega það sama og við höfum verið að gera undanfarin 30 ár. Það hafi því lítið breyst. Hann segir að ef við ætlum að reyna að eiga við loftslagsvánna þá verðum við að reyna að breyta þeim aðferðum og efnivið sem við notum. Það séu ýmsir möguleikar í boði en þeir krefjist þróunar, nýsköpunar og að menn gefi hönnunarvinnu og undirbúningi meiri gaum.
Byggingariðnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Útblástur, rammaáætlun og Logi Einars til umræðu í Sprengisandi Útblástur mannvirkjagerðar, rammaáætlun, brotthvarf Loga Einarssonar úr formannsstól Samfylkingarinnar og samkeppnismál verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. 19. júní 2022 10:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Útblástur, rammaáætlun og Logi Einars til umræðu í Sprengisandi Útblástur mannvirkjagerðar, rammaáætlun, brotthvarf Loga Einarssonar úr formannsstól Samfylkingarinnar og samkeppnismál verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. 19. júní 2022 10:00