Bætingar í Breiðholti á 115 ára afmæli ÍR Freyr Ólafsson skrifar 20. júní 2022 08:31 Það er ekki lítið sem ÍR hefur lagt til samfélagsins á sinni 115 ára sögu! Á frjálsíþróttasviðinu voru ÍR-ingar í fararbroddi á síðustu öld allt frá upphafi, báðir verðlaunahafar Íslands á Ólympíuleikum ÍR-ingar. Fjöldi annarra Ólympíufara, landsliðsmanna og leiðtoga hefur stolt borið ÍR merkið í barmi. Samfélagið hefur breyst mikið á þessum 115 árum. Árið 1907 bjuggu rúmlega 10 þúsund íbúar í Reykjavík, en nú búa í Breiðholtinu einu, meira en tvöfalt fleiri, eða um 22 þúsund manns. Íþróttirnar hafa líka breyst. Starfið í íþróttafélögunum í dag er ekki aðeins fyrir Ólympíufara og annað harðkjarna keppnisfólk. Nú er íþróttastarfið ómetanlegt í uppeldi barna og ungmenna og ekki síður svar fjöldans við hreyfingarleysi við dagleg störf, ólíkt því sem var. Í dag vitum við að lykillinn að heilsu og hreysti er falinn í frjálsíþróttunum; kappgöngu, köstum, stökkum og hlaupum, í knattspyrnu, körfu, karate, keilu o.s.frv. Fá félög hafa þannig svarað kalli breyttra tíma betur en ÍR-ingar sem halda nú úti öflugu starfi sem hæfir öllum aldri í alls tíu deildum! Nú hefur Reykjavíkurborg sýnt í verki stuðning sinn við þetta stórveldi í frjálsíþróttum og reist í samstarfi við ÍR nýjan glæsilegan frjálsíþróttavöll í Mjódd, í ÍR litunum, fallega bláan með hvítum línum. Þar sómir hann sér vel innan um önnur glæsileg íþróttamannvirki félagsins sem byggst hafa upp undanfarin ár. Mikilsverð uppbygging fyrir frjálsíþróttastarf í landinu en ekki síður fyrir nágrannana í Breiðholtinu, ÍR-inga á öllum aldri sem nú eru boðnir velkomnir á bláu brautina og mjúku skokkbrautina umhverfis völlinn. Um leið er þetta mikilsverð viðurkenning borgarinnar á breyttu samfélagi sem kallar nú eftir opinni og aðgengilegri íþróttaaðstöðu í sínu nærumhverfi. Til hamingju Reykjavík með glæsilegan nýjan frjálsíþróttavöll, fyrsta hverfisvöllinn, fyrirmynd fyrir önnur hverfi! Til hamingju Breiðhyltingar með ykkar nýju mannvirki sem nú bíða ykkar í Mjóddinni! Mannvirki sem eiga eftir að verða ykkur, sem munuð grípa gæsina og reima á ykkur skóna, uppspretta gleði, hreysti og hamingju! ÍR fær afhent nýtt frjálsíþróttasvæði. Síðast en ekki síst, til hamingju ÍR með 115 ára afmælið! Það er erfitt að hugsa sér meira viðeigandi leið til að fagna afmælinu en með vígslu þessa glæsilega opna frjálsíþróttavallar. Megi völlurinn hjálpa ykkur að efla enn íþróttina sem hefur leikið lykilhlutverk hjá félaginu allt frá stofnun og mun vonandi gera áfram í a.m.k. önnur 115 ár! Höfundur er formaður FRÍ, Frjálsíþróttasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ÍR Reykjavík Frjálsar íþróttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er ekki lítið sem ÍR hefur lagt til samfélagsins á sinni 115 ára sögu! Á frjálsíþróttasviðinu voru ÍR-ingar í fararbroddi á síðustu öld allt frá upphafi, báðir verðlaunahafar Íslands á Ólympíuleikum ÍR-ingar. Fjöldi annarra Ólympíufara, landsliðsmanna og leiðtoga hefur stolt borið ÍR merkið í barmi. Samfélagið hefur breyst mikið á þessum 115 árum. Árið 1907 bjuggu rúmlega 10 þúsund íbúar í Reykjavík, en nú búa í Breiðholtinu einu, meira en tvöfalt fleiri, eða um 22 þúsund manns. Íþróttirnar hafa líka breyst. Starfið í íþróttafélögunum í dag er ekki aðeins fyrir Ólympíufara og annað harðkjarna keppnisfólk. Nú er íþróttastarfið ómetanlegt í uppeldi barna og ungmenna og ekki síður svar fjöldans við hreyfingarleysi við dagleg störf, ólíkt því sem var. Í dag vitum við að lykillinn að heilsu og hreysti er falinn í frjálsíþróttunum; kappgöngu, köstum, stökkum og hlaupum, í knattspyrnu, körfu, karate, keilu o.s.frv. Fá félög hafa þannig svarað kalli breyttra tíma betur en ÍR-ingar sem halda nú úti öflugu starfi sem hæfir öllum aldri í alls tíu deildum! Nú hefur Reykjavíkurborg sýnt í verki stuðning sinn við þetta stórveldi í frjálsíþróttum og reist í samstarfi við ÍR nýjan glæsilegan frjálsíþróttavöll í Mjódd, í ÍR litunum, fallega bláan með hvítum línum. Þar sómir hann sér vel innan um önnur glæsileg íþróttamannvirki félagsins sem byggst hafa upp undanfarin ár. Mikilsverð uppbygging fyrir frjálsíþróttastarf í landinu en ekki síður fyrir nágrannana í Breiðholtinu, ÍR-inga á öllum aldri sem nú eru boðnir velkomnir á bláu brautina og mjúku skokkbrautina umhverfis völlinn. Um leið er þetta mikilsverð viðurkenning borgarinnar á breyttu samfélagi sem kallar nú eftir opinni og aðgengilegri íþróttaaðstöðu í sínu nærumhverfi. Til hamingju Reykjavík með glæsilegan nýjan frjálsíþróttavöll, fyrsta hverfisvöllinn, fyrirmynd fyrir önnur hverfi! Til hamingju Breiðhyltingar með ykkar nýju mannvirki sem nú bíða ykkar í Mjóddinni! Mannvirki sem eiga eftir að verða ykkur, sem munuð grípa gæsina og reima á ykkur skóna, uppspretta gleði, hreysti og hamingju! ÍR fær afhent nýtt frjálsíþróttasvæði. Síðast en ekki síst, til hamingju ÍR með 115 ára afmælið! Það er erfitt að hugsa sér meira viðeigandi leið til að fagna afmælinu en með vígslu þessa glæsilega opna frjálsíþróttavallar. Megi völlurinn hjálpa ykkur að efla enn íþróttina sem hefur leikið lykilhlutverk hjá félaginu allt frá stofnun og mun vonandi gera áfram í a.m.k. önnur 115 ár! Höfundur er formaður FRÍ, Frjálsíþróttasambands Íslands.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun